Nazar gefist endanlega upp á Íslendingum?

Nazar gefist endanlega upp á Íslendingum?

Hin sænska ferðaskrifstofa Nazar sem um tíma bauð mölbúanum beint flug á gylltar strendur Tyrklands virðist hafa endanlega gefið skít í Íslendinga. Hafi það einhvern tíma sannast í eitt skipti fyrir öll að gjörðir tala skýrar en blaður og babbl gildir það um hina sænsku ferðaskrifstofu Nazar. Ekki lítil orð sem forstjórinn hafði uppi þegar … Continue reading »

Ferðaskrifstofan Nazar gefst upp á Íslendingum

Ferðaskrifstofan Nazar gefst upp á Íslendingum

Það var og. Ferðaskrifstofan Nazar sem boðið hefur upp á beinar ferðir til Tyrklands síðustu árin hefur gefist upp. Engar ferðir verða frá landinu á næsta ári. Nazar, í eigu ferðarisans TUI, er eina erlenda ferðaskrifstofan sem starfað hefur í landinu og bauð upp á nokkra nýja valkosti í beinu flugi héðan. Fyrirtækið fékk heilmikla … Continue reading »

Svo „síðasti séns“ var bara innihaldslaust blaður?

Svo „síðasti séns“ var bara innihaldslaust blaður?

Sértilboð, páskasala, útsala, stórútsala, rýmingarsala og nú síðast tveir fyrir einn. Hljómar eins og auglýsingar frá BM Vallá áður en Víglundur Þorsteinsson setti það á hausinn. Reyndin þó sú að hér er um ferðaskrifstofuna Nazar að ræða. Það er fátt ömurlegra en ljúga að hugsanlegum viðskiptavinum og það er ferðaskrifstofan sek um að gera fyrir … Continue reading »

Mun ódýrara að versla við Nazar í Noregi en Nazar hér heima

Mun ódýrara að versla við Nazar í Noregi en Nazar hér heima

Par hérlendis sem kaupir allra ódýrasta ferðapakka ferðaskrifstofunnar Nazar til Tyrklands og gistir á Pegasus Royal hótelinu greiðir næstum 140 þúsund krónum meira fyrir þann munað en par í Noregi greiðir hjá sömu ferðaskrifstofu. Það getur margborgað sig hafi menn forsjálni að vopni að kaupa Tyrklandsferð í Noregi jafnvel þó greiða þurfi fyrir flug til … Continue reading »

Seint og um síðar kveikir Nazar á peru

Seint og um síðar kveikir Nazar á peru

Þrjár vikur eru liðnar síðan Fararheill skammaði ferðaskrifstofuna Nazar fyrir hálf aumingjalega afslætti á ferðum til Tyrklands í sumar. Sérstök páskatilboð rétt slefuðu í að vera skítsæmileg. Nú hefur ferðaskrifstofan þó tekið sönsum. Undanfarnar vikur frá páskum hefur ferðaskrifstofan auglýst „útsölu“ á tilteknum ferðum sínum á tilteknum dagsetningum en sem kunnugt er sérhæfir Nazar Ísland … Continue reading »

Páskatilboð hjá Nazar til Tyrklands en afslættir hálf aumingjalegir

Páskatilboð hjá Nazar til Tyrklands en afslættir hálf aumingjalegir

Ferðaskrifstofan Nazar auglýsir nú sértilboð til handa Íslendingum sem langar að sóla sig á tyrkneskum ströndum þetta sumarið. Það kallast páskatilboð en leiða má líkur að því að afslættir verði viðvarandi þetta árið. Ekkert slæmt við páskatilboðið umrædda. Slegið er rúmlega 20 þúsund krónur fyrir fullorðna af tilteknum ferðum snemmsumars til Tyrklands í vikutúra eða … Continue reading »

Svona græjar þú tvær lúxusvikur á Antalya í júlí undir 300 þúsundum á par

Svona græjar þú tvær lúxusvikur á Antalya í júlí undir 300 þúsundum á par

Lesandi skaut að okkur spurningu hvort virkilega væri ekki hægt að njóta strandlífs í Antalya í Tyrklandi í júlí eða ágúst undir hálfri milljón króna sem er algengt verð á tveggja vikna pakkaferðum Nazar til borgarinnar. Svarið við því er vitaskuld að allt er hægt. Fararheill fór á stúfanna vegna þessa og við lentum að … Continue reading »

„Ekkert stóðst þegar út var komið“ – Meira af ferðum Nazar

„Ekkert stóðst þegar út var komið“ – Meira af ferðum Nazar

Við greindum lesendum okkar frá mikilli óánægju fjölskyldu einnar með dýra ferð ferðaskrifstofunnar Nazar til Tyrklands fyrir skömmu. Það eru þó fleiri þarna úti sem ekki eru á eitt sáttir. Tyrklandsferðir Nazar hafa notið vinsælda hérlendis síðustu misserin. Beint flug, barnvæn hótel og margt innifalið í flestum þeirra ferðum. Plús að bjóða okkur Frónbúum aðeins … Continue reading »

Skitinn tíu þúsund kall í bætur fyrir dapra ferð hjá Nazar

Skitinn tíu þúsund kall í bætur fyrir dapra ferð hjá Nazar

Einhver mestu árlegu útgjöld flestra íslenskra fjölskyldna er fjölskyldutúr á sendnar sólarstrendur úti í heimi á sumrin. Það skýtur því skökku við að þegar á bjátar og ferðir standast ekki væntingar og fjarri því að söluaðilum finnist fátt um og bjóði smásmugulegan afslátt á næstu ferð. Ferðaskrifstofan Nazar er sek um að koma illa fram … Continue reading »

Nazar með útsölu fyrir Akureyringa

Nazar með útsölu fyrir Akureyringa

Ferðaskrifstofan Nazar er að gera vel fyrir Akureyringa þessa dagana. Allar ferðir Nazar frá þessum höfuðstað Norðurlands eru á útsölu og þar lofað allt að 75 prósenta afslætti. Ekkert að slíkum afslætti og Fararheill leyfir sér að fullyrða að sjaldan eða aldrei áður hefur ferðaskrifstofa hér á landi boðið jafn drjúga afslætti á ferðum. Þá … Continue reading »

Ekki stenst allt hjá Nazar

Ekki stenst allt hjá Nazar

Svo virðist sem hin erlenda ferðaskrifstofa Nazar hafi lært meira af innlendum ferðaskrifstofum en setja hámarksálagningu á ferðir. Þeirra lægsta tilboðsverð finnst ekki í öllum tilfellum. Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti sýnir ferðaskrifstofan sitt lægsta tilboðsverð í hverjum mánuði fyrir sig. Það til eftirbreytni og sparar hugsanlegum viðskiptavinum tíma. Þó aðeins ef eitthvað … Continue reading »

Fyrirhyggja ekki lengur alltaf sniðugur kostur

Fyrirhyggja ekki lengur alltaf sniðugur kostur

Sú var tíðin, fyrir sirka fimm árum eða svo, þegar samkeppni meðal flugfélaga og ferðaskrifstofa hérlendis var um það bil sú sama og Mjólkursamsalan glímir við, að það var lítið vit í öðru en bóka flug og ferðir með drjúgum fyrirvara til að negla sómasamlegt verð. Það er ekki endilega raunin lengur. Það er freistandi … Continue reading »

Bak orða sinna en hið jákvæðasta mál

Bak orða sinna en hið jákvæðasta mál

Einn æðsti yfirmaður ferðaskrifstofunnar Nazar þvertók fyrir það síðasta haust þegar sú tók til starfa hér á landi að hugmyndin væri að stofna til verðstríðs eða koma með verðbombur á íslenskan markað. Það gerði Nazar Ísland engu að síður í gær og vel tókst til. Ferðaskrifstofan bauð þá í einn sólarhring helmings afslátt af ferðum … Continue reading »

Forvitnileg nýjung hjá Nazar

Forvitnileg nýjung hjá Nazar

Það kann að vera að það hafi farið framhjá okkur en við allavega höfum ekki rekið augun í þessi ferðatilboð Nazar áður. Ferðaskrifstofan auglýsir Tyrklandsferðir á nokkrum dagsetningum á mun lægra verði en aðrar ferðir en það hangir þó á spýtunni að fólk veit ekkert hvar það gistir fyrr en lent er á áfangastað. Þeir … Continue reading »