Tár Krists eins og þú getur í þig látið

Tár Krists eins og þú getur í þig látið

Einhver allra bestu vín sem framleidd eru á Ítalíu koma frá brennheitum hæðum Campaniahéraðs í og við Napolí. Almennt þykja þau bragðsterkari og dýpri en sams konar vín frá hæðum annars staðar í landinu. Eitt sérstaklega hefur lengi notið gríðarlegra vinsælda meðal íbúa í Campania: Tár Krists. Tár Krists heitir eitt allra sérstakasta vín sem … Continue reading »

Fantagóður túr um Ítalíu með haustinu

Fantagóður túr um Ítalíu með haustinu

Réttu upp hönd ef einhver þessara staða heillar: Flórens, Napolí, Róm, Palermo, Taormina, Pompei, Lucca, Catania, Segeste, Vatíkanið. Einhver byrjaður að slefa? Ekki ólíklegt enda flestir ofangreindir staðir á listum yfir staði sem fólk verður að heimsækja áður en maðurinn með ljáinn mætir og heimtar sitt. Jákvæðu fréttirnar þær að alla þessa staði og nokkra … Continue reading »

Túr um Napolí, Capri og Amalfi í rúma viku fyrir rúmar 300 þúsund á par

Túr um Napolí, Capri og Amalfi í rúma viku fyrir rúmar 300 þúsund á par

Eflaust eru margir þarna úti þegar búnir að bóka sumarleyfisferðir sínar. Þeir sem enn hafa ekki klárað þau mál gætu haft áhuga á ágætri átta daga ferð um eitt allra fallegasta svæði Ítalíu. Ferðir héðan til Amalfi strandarinnar á Ítalíu seljast gjarnan upp á skömmum tíma. Það skiljanlegt því svæðið hentar nánast öllum sama hverjar … Continue reading »

Suðurhluti Ítalíu á sallafínu verði

Suðurhluti Ítalíu á sallafínu verði

Við vitum ekki um ykkur en okkur þykir sjaldan eins gaman að lífinu og þegar við erum að dúllast í suðurhluta Ítalíu. Forvitnilegir staðir fleiri en tölu verður á komið, fólkið mun almennilegra en norðar í landinu, verðlag mun lægra og afskaplega lítið er hægt að setja út á matinn hér. Ef þú ert þessu … Continue reading »

Rúmlega helmings afsláttur af Miðjarðarhafssiglingum

Rúmlega helmings afsláttur af Miðjarðarhafssiglingum

Það er ekkert lítið gaman að lifa þessa dagana fyrir þau okkar sem eiga bágt með andardrátt nema komast í ferðalög reglulega. Víðs vegar í Evrópu eru ferðaskrifstofur að slá mjög duglega af alls kyns ferðum og nú næstu mánuði má til dæmis sigla í hreinum lúxus á skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið í rúma viku á … Continue reading »

Stjörnuvika við Napolíflóa fyrir 75 þúsund á mann

Stjörnuvika við Napolíflóa fyrir 75 þúsund á mann

Það er alltaf eitthvað dásamlegt í loftinu við Napolíflóa á Ítalíu og þangað er nú hægt að komast í nokkuð safaríka vikuferð á fínasta hóteli á næstunni fyrir 76 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Þar er um að ræða fjögurra stjörnu hótel örskammt frá Sorrento með fyrsta flokks útsýn yfir Vesúvíus. Hótelið … Continue reading »