Talandi um alvarlega mengun…

Talandi um alvarlega mengun…

Ritstjórn Fararheill er síðasta fólkið á jörð til að setja út á ferðir og ferðalög. Ekkert undir sólinni er uppbyggilegra fyrir sálina en þvælingur um heiminn að okkar mati. En þar með er ekki sagt að af því hljótist ekkert slæmt. Hið slæma við það er loftmengun. Þó meginsök mengunar á heimsvísu eigi takmarkað skylt … Continue reading »

Svona áður en þú hendir þér niður á næstu sólarströnd

Svona áður en þú hendir þér niður á næstu sólarströnd

Slæmar fréttir fyrir sóldýrkendur. Bandarísk rannsókn leiðir í ljós að það er ekki endilega mengaður sjórinn sem sólbaðsgestir ættu að hafa mestar áhyggjur af. Það er mengaður sandurinn. Háskólinn á Hawaii hefur gert ítarlegar rannsóknir á vinsælum ströndum landsins og niðurstöður þeirra rannsókna sýna að það eru 10 til 100 sinnum fleiri bakteríur í sandinum … Continue reading »

Óráð að leggjast til sunds við strendur Flórída á næstunni

Óráð að leggjast til sunds við strendur Flórída á næstunni

Eflaust hefðu fáir heilvita menn geð til að stinga sér ofan í sundlaug sem í væru þungmálmar, seyra, ókunnug ertandi eiturefni og undarleg bleikleit kvoða hér og þar í lauginni. Þetta bíður þín ef þú dembir þér í sjóinn við Flórída þessa dagana. Kaninn er meistari að hugsa hlutina ekki til enda og er gnótt … Continue reading »

Kúkur víða í laugum vestanhafs

Kúkur víða í laugum vestanhafs

Það þekkja allir sem sótt hafa sundlaugar hérlendis og rekist á erlenda ferðamenn að þeim er mörgum, enn þann dag í dag, meinilla við að sturta sig og þrífa áður en haldið er út í laugar eða potta. Sérstaklega virðist þetta vandamál hjá bandarískum ferðalöngum sem eru spéhræddir með afbrigðum. Þess vegna á ekki að … Continue reading »

Hvaða stórborg er þetta?

Hvaða stórborg er þetta?

Allir þeir sem heimsótt hafa þessa borg síðustu sólarhringa ættu að heimta endurgreiðslu. Það er jú ekki hægt að sjá nokkurn skapaðan hlut. Jafnvel ekki í nokkurra metra fjarlægð. Súrt er það í bókstaflegri merkingu að heimsækja eina fallegustu borg heims og sjá varla handaskil fyrir mengun og viðbjóð. Mengunarslikja hefur legið eins og mara … Continue reading »

British Airways, SAS og Lufthansa menga langmest flugfélaga yfir Atlantshafið

British Airways, SAS og Lufthansa menga langmest flugfélaga yfir Atlantshafið

Hin gamalkunnu flugfélög British Airways, Lufthansa og SAS nota mest eldsneyti per farþega og menga þar af leiðindi mest flugfélaga sem fljúga yfir Atlantshafið. Ágætt að fá þær upplýsingar fyrir þau okkar sem er ekki alveg sama hvort hreint loft verður í boði á hnettinum eftir 50 ár. Upplýsingarnar koma frá stofnun sem kallar sig … Continue reading »

Minna borgarbúa á sólskin með risaskjám

Minna borgarbúa á sólskin með risaskjám

Borgaryfirvöld í Beijing í Kína hafa gripið til þess ráðs að sýna myndir af sólinni og bláum himni á gríðarstórum risaskjám á algengum stöðum í borginni. Talið er að þetta sé gert til að létta lund borgarbúa en þrátt fyrir miklar aðgerðir versnar loftmengun þar og í öðrum stórborgum Kína jafnt og þétt. Mikil mengun … Continue reading »