Nákvæmlega svona á að læra á brimbretti

Nákvæmlega svona á að læra á brimbretti

Við þurfum stundum svo ógnarlítið spark í rassinn til að yfirgefa sjónvarpssófann og fara að lifa lífinu. Stundum svo lítið sem eitt stutt og hresst myndband… Þetta auðvitað argasta auglýsing fyrir útlendan brimbrettaskóla og ekkert annað. En sýnir líka það sem Fararheill hefur bent á oftar en einu sinni að ekki þarf að fara lengra … Continue reading »

Hvernig hljómar flug fram og aftur til Marokkó fyrir 3.500 krónur?

Hvernig hljómar flug fram og aftur til Marokkó fyrir 3.500 krónur?

Írska flugfélagið Ryanair er þessi dægrin að slá duglega af fargjöldum sínum frá mörgum helstu flugvöllum Spánar til ýmissa spennandi staða í Marokkó. Eða hvernig hljómar flug fram og aftur, án farangurs, fyrir heilar 3.800 krónur? Kjörleið til að stytta stundirnar á Spáni og heimsækja eitt mest spennandi land Afríku án þess að þurfa að … Continue reading »

Gönguferð um Atlasfjöll í nóvember???

Gönguferð um Atlasfjöll í nóvember???

Ekki er öll vitleysan eins. Ferðaskrifstofan Farvel, sem annars býður flottar og öðruvísi ferðir svona almennt, vill fá áhugasama í tíu daga „gönguferð“ um Atlas-fjöll í Marokkó í nóvember. Það væru mistök að grípa þá gæs að okkar mati. Á yfirborðinu virðist ferðin atarna vera sérdeilis fín fyrir fjalla- og göngugarpa og víst er það … Continue reading »

Vikurúntur um Marokkó á besta tíma á helmings afslætti

Vikurúntur um Marokkó á besta tíma á helmings afslætti

Sé það draumur einhvers þarna úti að heimsækja Marokkó á ódýran hátt og kynnast fleiri hliðum þess lands en þessum sólbökuðu ströndum sem alls staðar eru eins gæti verið sniðugt að taka frá tíma í nóvember eða desember. Frá Noregi er í boði að túra í vikutíma um landið með leiðsögn, hálfu fæði og öllum … Continue reading »

Jólatilboð Airberlin í loftinu

Jólatilboð Airberlin í loftinu

Azor-eyjar, Djerba, Brindisi, Marsa Alam, Catania, Olbia, Tenerife, Miami, Curacao og Agadir. Tíu staðir og þar af allnokkrir kannski aðeins ókunnir og framandi. Allt eru þetta áfangastaðir þýska flugfélagsins Airberlin sem þessa dagana er að selja farmiða á sérstöku jólatilboðsverði. Þjóðverjarnir í jólaskapi og hafa gengið svo langt að jólaskreyta tvær þotur sínar sem er hvorki … Continue reading »

Nokkur orð um Marrakesh í ágúst

Nokkur orð um Marrakesh í ágúst

Ný ferðaskrifstofa, Eskimo Travel, hefur að undanförnu auglýst beint flug til Marrakesh í Marokkó í tólf daga ferð sem hefjast á núna áttunda ágúst. Mun þetta vera fyrsta utanlandsferð sem Eskimo býður og hér gera menn töluverð byrjendamistök. Frábært reyndar að það fjölgi í flóru ferðaskrifstofa. Samkeppni er alltaf af hinu góða og fjölgun áfangastaða … Continue reading »

Er þetta ekki vel fyrir neðan belti Heimsferðir?

Er þetta ekki vel fyrir neðan belti Heimsferðir?

Við eins og aðrir lesendur Fréttablaðsins um helgina rákum augun í heilsíðuauglýsingu um nýjan áfangastað Heimsferða. Alltaf frábært að fá meira og betra val og Agadir í Marokkó er orðinn nokkuð klassískur ferðamannastaður enda verið í boði annars staðar frá í vel yfir tíu ár. En eitthvað er bogið við uppgefið verð á ferðinni.  Reyndar … Continue reading »

Fimm stjörnu Marrakesh á brandaraverði

Fimm stjörnu Marrakesh á brandaraverði

Okkur grunar að innst inni langi marga ferðaglaða allavega einu sinni eða svo að heimsækja Marokkó og þá kannski efst á blaði hin líflega Marrakesh. Bresk ferðaskrifstofa er nú að bjóða fimm stjörnu Marrakesh pakka á verði sem Ari Eldjárn gæti notað í uppistand. Ritstjórn hefur þrívegis heimsótt Marrakesh og kunnum afar vel við okkur … Continue reading »

Freistandi sigling Heimsferða ekki svo freistandi

En það er ekki verðið per se sem ritstjórn Fararheill setur fyrir sig