Fáir vita að fegursti hluti Mallorca er á heimsminjaskrá SÞ

Fáir vita að fegursti hluti Mallorca er á heimsminjaskrá SÞ

Fjölmargir Íslendingar hafa sótt Mallorca heim einu sinni eða oftar og sumir jafnvel árlega í áratugi. En hversu margir vita að fásóttasti hluti eyjunnar og jafnframt fegursti hluti hennar er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna? Svæðið sem um ræðir kallast Serra de Tramuntana, Tramuntana fjallgarðurinn, og er gróflega, og sorglega, sá hluti Mallorca sem ferðamenn þvælast sjaldnast … Continue reading »

Bestu veitingastaðir Mallorca

Bestu veitingastaðir Mallorca

Að frátöldum strandveitingastöðum á fjöldatúristaströndum er matur almennt æði góður og afar ódýr á Spáni. Það má tvöfalda þá yfirlýsingu varðandi Mallorca en þó aðeins á þeim stöðum sem ekki byggja og hafa aldrei byggt afkomu sína á túristum. Það er litið upp til matargerðar, þessarar hefðbundnu, á Mallorca af hálfu Spánverja á meginlandinu sem … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir á Mallorca?

Hvað kosta svo hlutirnir á Mallorca?

Spænska eyjan Mallorca enn einu sinni komin á dagskrá hjá innlendum ferðaskrifstofum og vekur furðu að ferðir þangað detti út og inn eins og jójó á sterum á þriggja ára fresti eða svo. En hvað kostar nú að njóta lífsins á eynni? Er enn hræódýrt að eyða tíma þar. Svarið við því er bæði já … Continue reading »

Vilja gera fyllibyttur útlægar frá Magaluf á Mallorca

Vilja gera fyllibyttur útlægar frá Magaluf á Mallorca

Hér heima dúlla sex bandarískir karlmenn sér við að elta uppi og skera lítið lamb á háls í Breiðdalsvík og enginn segir neitt. Suður á Mallorca dunda ungir karlmenn sér mest við að drekka daginn út og inn og skapa usla. Spánverjinn grípur til aðgerða. Einn helsti vandræðastaður Spánar er Magaluf á Mallorca en þangað … Continue reading »

Þrjú leyndarmál Mallorca

Þrjú leyndarmál Mallorca

Það hljómar fráleitt að halda því fram að einhver spennandi leyndarmál finnist enn á Mallorca. Eyju sem hefur verið gegnsósa af túrisma um 30 ára skeið. Það er samt sem áður raunin. Líklega er þó of mikið að tala um leyndarmál. Nær lagi að tala um staði sem þrátt fyrir að hafa aðdráttarafl er ólíklegt … Continue reading »

Þrúgandi molla á Mallorca gæti valdið angist

Þrúgandi molla á Mallorca gæti valdið angist

Okkur vitandi eru engar opinberar tölur til um þetta vandamál hérlendis en miðað við umtal og kvartanir í sólarlandaferðum eiga ekki allir svo auðvelt með svefn í miklum hita.  Það er ekki auðvelt vandamál að eiga við á stöðum þar sem næturhiti hangir í og yfir 20 gráðum sem er algengt á vinsælum sólarlandastöðum á … Continue reading »

Þess vegna tekur þú „útsölur“ hjá Úrval Útsýn með salti

Þess vegna tekur þú „útsölur“ hjá Úrval Útsýn með salti

Sorrí Stína en þetta er einfaldlega ekki boðlegt. Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður nú aftur töluvert lægra verð á sams sólarlandapakka og auglýstur var á sérstakri rýmingarsölu fyrir nokkrum dögum síðan. Óhætt er að fullyrða að í hugum flestra er rýmingarsala því sem næst hæsta stig útsölu á vörum og þjónustu. Slík sala kemur yfirleitt í … Continue reading »

Flottur pakki til Mallorca með Heimsferðum

Flottur pakki til Mallorca með Heimsferðum

Ekki allir geta skotist sísona út í heim fyrirvaralítið en þeir sem það geta og eiga einhverja seðla sem safna ryki gætu gert vitlausari hluti en skottast með Heimsferðum til Mallorca þann 23. ágúst. Vikutúrinn sá kostar þriggja manna fjölskyldu aðeins 129.900 krónur! Það gerir svo mikið sem 43.330 krónur á haus og sé mið … Continue reading »

Falsheitin hjá Úrval Útsýn

Falsheitin hjá Úrval Útsýn

Á mánudaginn var auglýsti ferðaskrifstofan Úrval Útsýn heilmikla „rýmingarsölu“ á sólarpakkaferðum í 48 stundir en þar áttu áhugasamir að geta gert hin mestu kostakaup. Útsölunni nú lokið en í minnst einu tilfelli er nú hægt að fá pakkaferðina á töluvert lægra verði en á „rýmingarsölunni.“ Þar um að ræða vikuferð fyrir tvo fullorðna og tvö … Continue reading »

Sannkallað Majorkaveður?

Sannkallað Majorkaveður?

Skemmtilegar fréttir sem berast af „þjóðhátíð“ í Vestmannaeyjum á vef Mbl. Þar er gríðarlegt stuð og „sannkallað Majorkaveður“ samkvæmt fyrirsögn á vef Moggans. Mogginn gleymir stundum að fjölmiðlum er ætlað að gefa eins raunsanna mynd af málum og frekast er unnt og skiptir þá engu hversu góð stemmning er í Eyjum. Hitastigið á Mallorca þegar … Continue reading »

Magalluf ekki kannski besti staðurinn fyrir djammið

Magalluf ekki kannski besti staðurinn fyrir djammið

Þessa stundina eru, að okkur skilst, einhver hundruð íslenskra nýstúdenta að fagna þeim stóra áfanga í lífinu í bænum Magalluf á Mallorca á Spáni. Það er nú vægast sagt ekki ýkja góður staður til þess arna. Magalluf hefur um rúmlega tuttuga ára skeið verið gósenland meyja og drengja frá norðurhöfum enda áfengi þar næstum ókeypis, … Continue reading »

Nú vilja eyjaskeggjar á Spáni banna bílaumferð ferðafólks

Nú vilja eyjaskeggjar á Spáni banna bílaumferð ferðafólks

Það er ekki af þeim skafið á Balear-eyjum á Spáni. Ekki nóg að búið sé að banna hvers kyns nekt í Palma, skrílslæti á Magaluf, götudrykkju í Santa Ponsa og leggja á sérstakan túristaskatt. Nei, nú skal líka meina ferðamönnum að mæta á bílum sínum. Balear-eyjar eru vitaskuld Mallorca, Ibiza, Formentera og Menorca en þar eru … Continue reading »