Fáir vita að fegursti hluti Mallorca er á heimsminjaskrá SÞ

Fáir vita að fegursti hluti Mallorca er á heimsminjaskrá SÞ

Fjölmargir Íslendingar hafa sótt Mallorca heim einu sinni eða oftar og sumir jafnvel árlega í áratugi. En hversu margir vita að fásóttasti hluti eyjunnar og jafnframt fegursti hluti hennar er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna? Svæðið sem um ræðir kallast Serra de Tramuntana, Tramuntana fjallgarðurinn, og er gróflega, og sorglega, sá hluti Mallorca sem ferðamenn þvælast sjaldnast … Continue reading »

Bestu veitingastaðir Mallorca

Bestu veitingastaðir Mallorca

Að frátöldum strandveitingastöðum á fjöldatúristaströndum er matur almennt æði góður og afar ódýr á Spáni. Það má tvöfalda þá yfirlýsingu varðandi Mallorca en þó aðeins á þeim stöðum sem ekki byggja og hafa aldrei byggt afkomu sína á túristum. Það er litið upp til matargerðar, þessarar hefðbundnu, á Mallorca af hálfu Spánverja á meginlandinu sem … Continue reading »

Þrjú leyndarmál Mallorca

Þrjú leyndarmál Mallorca

Það hljómar fráleitt að halda því fram að einhver spennandi leyndarmál finnist enn á Mallorca. Eyju sem hefur verið gegnsósa af túrisma um 30 ára skeið. Það er samt sem áður raunin. Líklega er þó of mikið að tala um leyndarmál. Nær lagi að tala um staði sem þrátt fyrir að hafa aðdráttarafl er ólíklegt … Continue reading »

Hvaða fífl hafa tekið við Heimsferðum?

Hvaða fífl hafa tekið við Heimsferðum?

Ýmislegt vafasamt varðandi ferðaskrifstofuna Heimsferðir eftir að Andri Már Ingólfsson skildi eftir feita rák í brók. Svo virðist sem þeir sem tóku við rekstrinum séu heldur ekki að vaða í gráum heilasellum. Töluverður vafi leikur á því hvaða plebbar reka nú ferðaskrifstofuna Heimsferðir eftir að skíthællinn Andri Már Ingólfsson gerði brúnt í brók. Fréttamiðlar segja … Continue reading »

Vilja gera fyllibyttur útlægar frá Magaluf á Mallorca

Vilja gera fyllibyttur útlægar frá Magaluf á Mallorca

Hér heima dúlla sex bandarískir karlmenn sér við að elta uppi og skera lítið lamb á háls í Breiðdalsvík og enginn segir neitt. Suður á Mallorca dunda ungir karlmenn sér mest við að drekka daginn út og inn og skapa usla. Spánverjinn grípur til aðgerða. Einn helsti vandræðastaður Spánar er Magaluf á Mallorca en þangað … Continue reading »

Íbúum Palma á Mallorca BANNAÐ að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna

Íbúum Palma á Mallorca BANNAÐ að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur ekki beint staðið vaktina fyrir sitt fólk í miðborginni. Þar búa nú um það bil þrír Íslendingar og 30 þúsund erlendir ferðamenn. Borgarstjóri Palma á Mallorca glímdi við sama vandamál en tók á því eins og maður. Borgarstjórn hinnar fallegu höfuðborgar Mallorca á Spáni samþykkti í lok síðasta mánaðar að … Continue reading »

Nokkur ágæt gistitilboð á Mallorca í júlí

Nokkur ágæt gistitilboð á Mallorca í júlí

Ahhhhh. Hvað er Mallorca í júlí annað en dásemd á dásemd ofan. Hitastigið 30 plús en alveg príma þökk sé ferskum andvara af hafi alls staðar á eynni, verðlag barasta djók og fáir staðir orðnir alveg gegnsýrðir af fjöldatúrisma með tilheyrandi leiðindum. Það er alltaf plúsinn við að vera stödd á eyju þegar sól rís … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir á Mallorca?

Hvað kosta svo hlutirnir á Mallorca?

Spænska eyjan Mallorca enn einu sinni komin á dagskrá hjá innlendum ferðaskrifstofum og vekur furðu að ferðir þangað detti út og inn eins og jójó á sterum á þriggja ára fresti eða svo. En hvað kostar nú að njóta lífsins á eynni? Er enn hræódýrt að eyða tíma þar. Svarið við því er bæði já … Continue reading »

Palma de Mallorca grípur til fasisma gegn ferðamönnum

Palma de Mallorca grípur til fasisma gegn ferðamönnum

Lesendum okkar er vel kunnugt um harðar aðgerðir flestra vinsælla strandstaða Mallorca gegn ofdrykkju og fillerísrugli á götum úti. Nú ætlar höfuðborgin, Palma, að gera enn betur. Okkur datt orðið fasismi í hug þegar við fregnuðum til hvaða aðgerða borgaryfirvöld á Palma de Mallorca vilja grípa til strax næsta vor í því skyni að draga … Continue reading »

Þrúgandi molla á Mallorca gæti valdið angist

Þrúgandi molla á Mallorca gæti valdið angist

Okkur vitandi eru engar opinberar tölur til um þetta vandamál hérlendis en miðað við umtal og kvartanir í sólarlandaferðum eiga ekki allir svo auðvelt með svefn í miklum hita.  Það er ekki auðvelt vandamál að eiga við á stöðum þar sem næturhiti hangir í og yfir 20 gráðum sem er algengt á vinsælum sólarlandastöðum á … Continue reading »

Þess vegna tekur þú „útsölur“ hjá Úrval Útsýn með salti

Þess vegna tekur þú „útsölur“ hjá Úrval Útsýn með salti

Sorrí Stína en þetta er einfaldlega ekki boðlegt. Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður nú aftur töluvert lægra verð á sams sólarlandapakka og auglýstur var á sérstakri rýmingarsölu fyrir nokkrum dögum síðan. Óhætt er að fullyrða að í hugum flestra er rýmingarsala því sem næst hæsta stig útsölu á vörum og þjónustu. Slík sala kemur yfirleitt í … Continue reading »

Flottur pakki til Mallorca með Heimsferðum

Flottur pakki til Mallorca með Heimsferðum

Ekki allir geta skotist sísona út í heim fyrirvaralítið en þeir sem það geta og eiga einhverja seðla sem safna ryki gætu gert vitlausari hluti en skottast með Heimsferðum til Mallorca þann 23. ágúst. Vikutúrinn sá kostar þriggja manna fjölskyldu aðeins 129.900 krónur! Það gerir svo mikið sem 43.330 krónur á haus og sé mið … Continue reading »