Minnstu kapellu heims sjón að sjá

Minnstu kapellu heims sjón að sjá

Rösklega fimm metrar á lengd og tæpir þrír metrar á breidd. Svo stór er minnsta kapella heims sem finnst í afvikinni götu undir klettanös í borginni Funchal, höfuðborg Madeira. Svo skrýtið sem það nú er þá er ekki minna merkilegt að skoða þessa agnarsmáu kapellu en risakirkjur þær sem finnast alls staðar í veröldinni. Það … Continue reading »

Topp tíu að sjá og gera á Madeira

Topp tíu að sjá og gera á Madeira

Portúgalska eyjan Madeira er ekki ýkja langt frá hinum vinsælu spænsku Kanaríeyjum sem við heimsækjum mörg hver árlega og sum oftar. Madeira hefur samt töluvert stórt forskot á Kanaríeyjarnar að mjög mörgu leyti. Sé tillit tekið til þess að hægt er að fljúga beint frá Kanarí til Madeira á einni og hálfri klukkustund og það … Continue reading »
Íslendingarnir sem fundu sér samastað á Madeira

Íslendingarnir sem fundu sér samastað á Madeira

Það kemur ávallt jafn mikið á óvart hversu víða einstaklingar frá fámennri þjóð úti í ballarhafi hafa komið sér fyrir víða í heiminum. Sé vel leitað má finna Íslendinga á ótrúlegustu stöðum. Þar á meðal í einhverjum glæsilegasta lystigarði Portúgal á eynni Madeira. Garðurinn, Jardim Tropical Monte Palace, sá finnst í úthverfinu Monte fyrir ofan … Continue reading »

Madeira og Kanarí í einu höggi

Madeira og Kanarí í einu höggi

Vafalítið eru margir þarna úti sem kæra sig kollótta um of mikinn þvæling á ferðalögum en okkur hér á Fararheill finnst fátt skemmtilegra en slá tvær eða fleiri flugur með einu höggi við þær kringumstæður. Ekki dapurt ef um er að ræða stutt ferðalög sem færa fólk milli tveggja mjög ólíkra heima. Tveir staðir sem falla … Continue reading »

Held ég gangi heim

Held ég gangi heim

Þó flestir Íslendingar yfir fertugu kippi sér lítt upp yfir hræðilegum vegum eru þeir nokkrir til úti í heimi sem best væri sennilega að sleppa alfarið eða í besta falli ganga eða hjóla.

Á Madeira, taugastrekkjandi fimm stjörnu útsýni

Á Madeira, taugastrekkjandi fimm stjörnu útsýni

Enginn skortur er á stórkostlegum útsýnisstöðum á hinni stórfenglegu eyju Madeira. Svo margir að það er nánast ómögulegt að gera upp á milli. En einn staður sérstaklega er sannarlega fimm stjörnu og sæmilega taugastrekkjandi í þokkabót. Hann heitir Eiro do Serrado og er tiltölulega skammt frá höfuðborg eyjunnar Funchal. Þangað er aðeins fimmtán kílómetra keyrsla … Continue reading »

Fimm stjörnu gisting með glans á Madeira

Fimm stjörnu gisting með glans á Madeira

Það eru tvær góðar ástæður fyrir því að þeir sem hyggjast dvelja á portúgölsku eynni Madeira bóka oftar en ekki fjögurra eða fimm stjörnu gistingu á staðnum. Sú fyrri snýr að því að hingað er ekki auðveldlega komist frá mörgum löndum, þar með talið Íslandi. Reglulegt áætlunarflug til Madeira er mjög af skornum skammti frá … Continue reading »

Nótt hjá Cristiano Ronaldo

Nótt hjá Cristiano Ronaldo

Hann er þekktari fyrir knattleikni og markaskorun en viðskipti en kannski það breytist næstu ár og áratugi. Allavega veit Cristiano Ronaldo ekki aura sinna tal og nú ætlar kappinn að opna fjögur hótel í fjórum borgum á næstu árum. Knattspyrnugoðið ætlar í samstarf við stærsta hóteleiganda á Madeira, þar sem Ronaldo fæddist, og það með … Continue reading »

Íslensk fararstjórn?

Íslensk fararstjórn?

Hmmm. Öllu má nú nafn gefa. Þar á meðal að auglýsa „íslenska fararstjórn” þegar fararstjórinn er danskari en smørrebrød!!! Lesendur okkar vita að við hér elskum fátt meira en Portúgal. Þar með taldar margar súpergóðar portúgalskar eyjur á borð við Azor og Madeira. Þess vegna full ástæða til að brosa breitt þegar innlend ferðaskrifstofa býður … Continue reading »

Flugvöllur Madeira nefndur eftir skattsvikara?

Flugvöllur Madeira nefndur eftir skattsvikara?

Yfirvöld á portúgölsku eynni Madeira breyttu fyrir tveimur árum nafni flugvallar eyjunnar í höfuðið á fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo enda kappinn þaðan. En margt bendir nú til að Ronaldo verði innan tíðar fundinn sekur um gróf skattsvik. Þá verður nafn flugvallarins einn stór brandari. Kapp er best með forsjá og má til sanns vegar færa í … Continue reading »

Ný óværa gerir vart við sig við Karíbahaf

Ný óværa gerir vart við sig við Karíbahaf

Moskítóflugur eru hvimleiður fjandi eins og allir ferðavanir vita. Sumar þeirra hættulegri en aðrar ef þær bera með sér vírus eða annan slíkan fjanda. Nú gerir ný óværa vart við sig í Suður-, og Mið-Ameríku og hefur fundist á karabísku eyjunum líka. Óværan atarna er vírusinn Zika og þeim vírus dreifir nú sérstök tegund moskítóflugna … Continue reading »

Flórída, Barcelóna og tveggja vikna skemmtisigling á botnverði

Flórída, Barcelóna og tveggja vikna skemmtisigling á botnverði

Var ekki nýársheitið einmitt að gera aðeins betur við sjálf okkur en á síðasta ári? Við höfum jú takmarkaðan tíma á þessari jörð og hver veit hvenær óvelkomnir gestir á borð við krabbamein, liðagigt eða alzheimer banka upp á og gera lífið erfitt. Ein hugmynd fyrir þá sem það heit strengdu gæti verið tveggja vikna … Continue reading »

Óvenjuleg en fantagóð skemmtisigling á vægu verði

Óvenjuleg en fantagóð skemmtisigling á vægu verði

Þann tólfta apríl næstkomandi leggur glæsilegt skemmtiferðaskip MSC skipafélagsins úr höfn frá Havana á Kúbu og siglir áleiðis alla leið til Þýskalands með ýmsum fínum stoppum á leiðinni. Þessi heillandi 25 daga túr fæst niður í 175 þúsund krónur á mann í innriklefa eða 275 þúsund í káetu með svölum. Það er fjarri því dýr … Continue reading »