Sönn veisla fyrir augað í Lyon í desember

Sönn veisla fyrir augað í Lyon í desember

Franska borgin Lyon er nú alla jafna ekki hátt á stalli þeirra ferðalanga sem þvælast um Evrópu í desembermánuði. Þá eru flestir með hugann við dúllulegar gamlar jólahátíðir. En það er engu minna ævintýri sem fram fer í Lyon. Fête des Lumières heitir frægasta hátíð borgarinnar og fer ávallt fram í byrjun desember ár hvert. … Continue reading »

Topp 10 að sjá og gera í Lyon í Frakklandi

Topp 10 að sjá og gera í Lyon í Frakklandi

Hingað til hefur ekki verið ýkja auðvelt fyrir Íslendinga að ferðast um aðra hluta Frakklands en París og nágrenni. Það hefur breyst til batnaðar eftir að Wow air hóf að bjóða beint flug til Lyon í suðurhluta landsins en það gefur möguleika að heimsækja ýmsa spennandi staði í kring. En Lyon sjálf er þó aldeilis … Continue reading »

Góð hugmynd í Lyon

Góð hugmynd í Lyon

Ritstjórn Fararheill hefur æ og ítrekað bent á að ekki er til betri aðgangur að nýjustu upplýsingum um hverja borg eða áfangastað fyrir sig á ferðalögum en einfaldlega spyrja næsta heimamann á ferð sinni.  Ferðahandbækur geta verið og eru oft úr sér gengnar og gefa stundum beinlínis rangar upplýsingar. Sömuleiðis er steingelt að fara einungis … Continue reading »

Topp borgarferð á spottprís

Topp borgarferð á spottprís

Svo þig langar oggupons að lyfta þér upp með stuttri borgarferð áður en haustið byrjar að ofkæla fólk alvarlega niður hér heima með tilheyrandi pestum og niðurgangi. Leyfist okkur að mæla með Lyon í Frakklandi. Við mælum hiklaust með Lyon til stúss og ráðagerða við hvers kyns tilefni. Ekki aðeins er hún franskari en fransbrauð … Continue reading »

Í Lyon er bráðnauðsynlegt að vita hvað bouchon þýðir

Í Lyon er bráðnauðsynlegt að vita hvað bouchon þýðir

Jafnvel þeir sem eru svo forsjálir að fara á löng frönskunámskeið áður en haldið er í ferðalag til Frakklands lenda á vegg þegar kemur að veitingastöðum sem kenna sig við „bouchon.“ Það eru nú reyndar örlitlar ýkjur af hálfu Fararheill því hægt er að ferðast um velflesta skika Frakklands án þess að finna veitingastaði sem … Continue reading »

Best að láta betri helminginn vita að næsta sumarfrí verði í Frakklandi :)

Best að láta betri helminginn vita að næsta sumarfrí verði í Frakklandi :)

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi í júlí á næsta ári. Tími til að setjast niður með betri helmingnum og segja henni, eða honum, að breyting verði á sumarleyfisplönum 2016. Eins og aðdáendur vita er þetta í fyrsta skipti í sögu íslenskrar knattspyrnu sem … Continue reading »

Fram og aftur til Genfar fyrir tólf þúsund kall

Fram og aftur til Genfar fyrir tólf þúsund kall

Hvernig væri nú að leyfa sér eins og eina góða borgarferð svona snemma í vetur. Auðvitað áttu það skilið. Það er líka dálítið auðvelt þegar hægt er að komast út og heim aftur fyrir heilan tólf þúsund kall. Létt úttekt Fararheill á flugfargjöldum næstu vikurnar leiðir í ljós að allra ódýrasta fargjald sem finnst, fram … Continue reading »

Nokkur ágæt tilboð Wow Air þennan daginn

Nokkur ágæt tilboð Wow Air þennan daginn

Flugfélagið Wow Air er að skjóta út nokkrum ágætum flugtilboðum þennan daginn. London, Amsterdam, Dublin og Lyon á lágmarksverði. Um er að ræða flugferðir í júní aðra leið út til ofangreindra staða nema Lyon niður í 10.998 krónur. Engin taska með í för annað en fimm kílóa handfarangur þó. Tæplega ellefu þúsund krónur fyrir flug … Continue reading »

Líklega skemmtilegasta leiðin til Barcelona

Líklega skemmtilegasta leiðin til Barcelona

Allmargir hafa bölvað því reglulega í okkar eyru hversu dýrt sé yfirleitt að komast héðan af klakanum og til Barcelona á Spáni. Það má oft til sanns vegar færa og ferðir þangað oft á tíðum hátt í tvöfalt dýrari en flug til Alicante sem þó er lengra. Þessa stundina þarf sá sem ætlar með Icelandair … Continue reading »