Besta leiðin frá L.A. til Las Vegas auk annars

Besta leiðin frá L.A. til Las Vegas auk annars

Viðurkenndu það bara! Þú ert ekki í Los Angeles bara til að vitna flott pálmatrén í Beverly Hills og dúllast á flottri ströndinni á Venice Beach. Þig langar líka að spreyta þig í spilavítunum í Las Vegas. Þá eru góð ráð oft dýr. Víst er hægt að leigja bíltík og skottast þær fjóru klukkustundir sem … Continue reading »

Assgoti góð ástæða til að heimsækja aldrei Disneyworld

Assgoti góð ástæða til að heimsækja aldrei Disneyworld

Auðvitað er það toppurinn fyrir smáfólkið að heimsækja Disneyworld. Hver yrði ekki uppnumin af því að hitta Mikka, Mínu, Andrés, Guffa eða Plútó og það í eigin persónu!!! Walt Disney fyrirtækið, sem á og rekur Disneyworld á heimsvísu, mokar inn seðlum hraðar en hægt er að framleiða skóflur til mokstursins. Stjórnendur synda í seðlum og … Continue reading »

Hvernig hljómar mánaðartúr um fjóra frábæra staði fyrir 250 þúsund kallinn?

Hvernig hljómar mánaðartúr um fjóra frábæra staði fyrir 250 þúsund kallinn?

Ertu að gera eitthvað sérstakt frá miðjum mars til miðs apríl á næsta ári? Áttu 200 kall til að henda í tóma vitleysu og njóta þannig fjögurra magnaðra áfangastaða á heimskringlunni í einum og sama túrnum? Lífskúnstnerar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar mæla mikið til með sama pakkanum til að þú náir geðheilsunni á ný án þess … Continue reading »

Svona flakkarðu milli Los Angeles og San Francisco með afslöppuðum hætti

Svona flakkarðu milli Los Angeles og San Francisco með afslöppuðum hætti

Allt að gerast í Kaliforníu. Senn mun Icelandair hefja beint flug til San Francisco frá klakanum og bætast þar í hóp Wow Air sem hefur boðið slíkt um skeið. Síðarnefnda flugfélagið flýgur líka beint til Los Angeles sem gefur færi fyrir ferðaþyrsta að fljúga til einnar borgar og heim frá annarri. Kannski erum við hér … Continue reading »

Fimm sem skal forðast… og þó
Frítt flug með Wow Air til og frá Los Angeles?

Frítt flug með Wow Air til og frá Los Angeles?

Örlítið meira röfl um nýkynnt flug Wow Air til Indlands sem hefst í desember næstkomandi. Hvernig getur mögulega staðið á því að íbúar Los Angeles, á vesturströnd Bandaríkjanna, njóti næstum nákvæmlega sömu kjara á flugi til Indlands og við Íslendingar? Við hér lærðum sömu skólabókarstærðfræði og flestir aðrir þarna úti. Tveir plús tveir eru fjórir … Continue reading »

Ný ástæða til að skreppa til Kaliforníu á næstunni

Ný ástæða til að skreppa til Kaliforníu á næstunni

Það er varla fréttnæmt lengur þegar lönd eða staðir ákveða að leyfa sölu kannabis til Jóns og Gullu Almúgafólks. Þeim fjölgar jú hægt og bítandi alls staðar. Og nú hefur „sjöunda“ stærsta ríki heims slegist í þann hóp eins og það leggur sig. Ríki er reyndar ofmælt í þessu tilviki því Kalifornía er ekki þjóðríki … Continue reading »

Wow Air setur nýtt en töluvert vafasamt met

Wow Air setur nýtt en töluvert vafasamt met

Tæplega níu klukkustunda flug er varla á óskalista nokkurs lifandi manns. Eins gott að í svo löngu flugi sé ærið pláss til að teygja úr sér og jafnvel spássera um reglulega til að fá blóðið á hreyfingu, þjónusta sé fyrsta flokks og nóg af afþreyingu til að stytta stundirnar. Ekkert ofantalið var í boði í … Continue reading »

Wow Air gerir mun betur við Kanann en okkur Frónbúa

Wow Air gerir mun betur við Kanann en okkur Frónbúa

Flugfélagið Wow Air bætti í vikunni enn einum áfangstaðnum við leiðakerfi sitt og að þessu sinni Tel Aviv í Ísrael. Eðalfínt að fá aukið úrval en öllu lakara að við Bandaríkjamenn fá fargjaldið á öllu vægara verði en við hér á klakanum. Allra lægsta verð aðra leiðina til Tel Aviv frá Keflavík með Wow Air … Continue reading »

Nótt á heimili Charlie Chaplin

Nótt á heimili Charlie Chaplin

Ómögulegt er að vita fyrir víst hversu margir Íslendingar notfæra sér íbúðaleigur á borð við Airbnb sem njóta gríðarlegra vinsælda á kostnað hótela og hefðbundinna gististaða. En eflaust ekki margir gera sér grein fyrir að þar er meira að segja hægt að leigja fyrrum heimili stórstjarna. Charlie Chaplin bjó um tíma í ágætri villu í … Continue reading »

Wow Air á pari við SAS og Norwegian til Los Angeles

Wow Air á pari við SAS og Norwegian til Los Angeles

Allra lægstu fargjöld Wow Air fram og aftur til Los Angeles í Kaliforníu frá Keflavík eru á pari við lægstu fargjöld flugfélaganna Norwegian og SAS frá Osló í Noregi. Athugun á vef Wow Air leiðir í ljós að til Los Angeles kostar að lágmarki 26 þúsund krónur án farangurs að fljúga út og aðeins meira … Continue reading »

Farmiðar Wow Air til Kaliforníu fljúga út

Farmiðar Wow Air til Kaliforníu fljúga út

Svo virðist sem Wow Air hafi veðjað á réttan hest þegar ákveðið var að leggjast í langferðalög alla leið til Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þetta má merkja með því að skoða bókunarvél flugfélagsins og þar flug til og frá Los Angeles annars vegar og San Francisco hins vegar. Gagnrýnisraddir hafa lengi heyrst vegna slíkra langferða lággjaldaflugfélaga … Continue reading »

Lag að negla Kaliforníu næsta vetur

Lag að negla Kaliforníu næsta vetur

Fæstir eru sennilega á þeim buxum í byrjun febrúar að ákveða undir hvaða sól skal stytta næsta vetur. Kanaríeyjar auðvitað alltaf klassískar í því tilliti. En okkur hefur náttúrulega aldrei áður boðist beint flug til Kaliforníu heldur. Flugið er vissulega langt en á móti kemur að Kalifornía er stútfull af skemmtilegum hlutum og fólki. Né … Continue reading »