Skip to main content
Tíðindi

Líkamsskannar hættulegir heilsunni?

  06/11/2011desember 6th, 2014No Comments

Mikil umræða hefur skapast í Bandaríkjunum um hugsanlega heilsufarsógn af þeim líkamsskönnum sem notaðir eru á öllum helstu flugvöllum landsins. Hefur vefmiðillinn Propublica skýrt frá því að skýrslu um hugsanleg neikvæð áhrif slíkra tækja á heilsufar fólks hafi verið breytt og færð í fallegri búning.

Snýst málið í raun um þá röntgengeisla sem líkamsskannar nota til að unnt sé að sjá hvort flugfarþegar geymi eitthvað ólöglegt innanklæða. Stífar reglur gilda um notkun slíkra tækja hjá læknum og tannlæknum og mikið eftirlit haft með slíkum tækjum í þeim atvinnugreinum.

Hins vegar eru alls engar reglur og heldur ekkert eftirlit með líkamsskönnum á flugvöllum sem þó gefa frá sér geislun eins og tæki lækna og tannlækna.

Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem hefur umsjón með flugvöllum landsins, NTSB, segja hættuna vegna geislunar í líkamsskönnum afar litla og allt of litla miðað við það öryggi sem skannarnir veita flugfarþegum.

Um þetta er deilt enda sannað að geislun er krabbameinsvaldandi. Þá er og vitað að röntgengeislar geta breytt genum fólks. Óljóst er þó hve mikið líkamsskannar auka hættuna því allar einstaklingar verða fyrir geislun á lífstíðinni. Slík geislun berst til jarðar frá geimnum og ekki síður frá rotnandi lífverum í jarðvegi.