Ógleymanleg en stressandi lestarferð upp Andesfjöll í Ekvador

Ógleymanleg en stressandi lestarferð upp Andesfjöll í Ekvador

Það vita fæstir nema þeir sem persónulega hafa heimsótt hafa eitt fátækasta land Suður-Ameríku, Ekvador, að þrátt fyrir mikla fátækt alla tíð hefur þjóðinni tekist að byggja lestarteina á ólíklegustu stöðum. Þetta er eina land álfunnar sem býður ekki aðeins upp á lestarferðir milli fjalls og fjöru heldur og lúxus-lestarferðir milli fjalls og fjöru. Þrjátíu … Continue reading »

Loks lággjalda hraðlest á Spáni

Loks lággjalda hraðlest á Spáni

Það er ætíð fagnaðarefni þegar hægt er að ferðast um heilt land og það á 60 prósenta afslætti frá hefðbundum fargjöldum. Slíkt verður hægt að hluta á Spáni strax í sumar. Spænska lestarfyrirtækið Renfe mun með vorinu taka í notkun fyrstu lággjalda hraðlest landsins en sú mun flytja farþega milli Madríd og Barselón,a og öfugt … Continue reading »

Líklega magnaðasta lestarferð í Evrópu

Líklega magnaðasta lestarferð í Evrópu

Lestarferðir hafa lítið átt upp á pallborðið hjá íslenskum ferðalöngum enda engin hefð fyrir þeim hérlendis. En fátt jafnast á við að slíkan rúnt í góðu tómi og ekki síst þegar merkilega hluti ber fyrir augu á nokkurra sekúndna fresti. Mikil upplifun er að taka inn djúpa dali og fjalllendi svissnesku Alpanna í þægindum í … Continue reading »
Svo þig langaði alltaf að skoða Kanada í þaula fyrir lítið

Svo þig langaði alltaf að skoða Kanada í þaula fyrir lítið

Við hér elskum Kanada og erum líklega ekki ein um það. Hreint dásamlegt að þvælast um landið en gallinn auðvitað sá að það er allt of stórt og víðfeðmt til að skoða og sjá allt sem merkilegt telst. Eða hvað? Jú, það verður að viðurkennast að það er fjári erfitt að flakka um Kanada þvert … Continue reading »

Svíþjóð staðurinn til að reka lestina

Svíþjóð staðurinn til að reka lestina

Nema þú sért með ótakmarkaðan tíma til að eyða í Svíþjóðartúr er þjóðráð að sleppa því alfarið að reyna að flakka um landið með lestum. Það má merkilegt heita hjá annars stundvísum Svíum að komast að því að tafsamasta lestarkerfi Evrópu finnst í því ágæta landi. Hér eru jú hægt að stilla klukkuna eftir strætis- … Continue reading »

Að þvælast um Ítalíu með lestum getur margborgað sig

Að þvælast um Ítalíu með lestum getur margborgað sig

Það eru sennilega ekki margir Íslendingar á faraldsfæti sem leggja sig eftir að kanna hvort hagkvæmt sé að ferðast með lestum í löndum Evrópu. En það getur verið töluvert betra og ódýrara en flakk með rútum eða á bílaleigubíl. Það kannski eðlilegt. Landinn er óvanur lestarferðum og auðvitað eru töluverð þægindi við að leigja bíla … Continue reading »

Kannski ekki ráð að keyra mikið um Ítalíu

Kannski ekki ráð að keyra mikið um Ítalíu

Byrjum á einu myndbandi:  Þetta myndband af hruni Morandi brúarinnar í Genóa á Ítalíu sem kostaði tæplega 50 manns lífið fyrir réttu ári síðan. Nú er ráð fyrir Ítalíufara að hlusta/lesa og sérstaklega þá sem ætla sér að aka þvers og kruss um landið. Samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn Corriere della Sera hefur undir höndum … Continue reading »

Hvernig hljómar 90% afsláttur af lestarfargjöldum í Þýskalandi?

Hvernig hljómar 90% afsláttur af lestarfargjöldum í Þýskalandi?

Níutíu prósent afsláttarkjör eru vandfundin í vestrænum heimi. Slíkt býðst ekki einu sinni við útsölulok í fataverslunum þar sem hámarks afslættir miðast oftast við 70 prósent eða svo. En 90% afsláttur á lestarfargjöldum í Þýskalandi er ekki bara raunveruleiki heldur og auðvelt að negla. Þjóðverjinn kallar þetta Super Saver fargjöld og það á enskri tungu … Continue reading »

Dúndur útsala hjá flestum lestarfyrirtækjum Evrópu

Dúndur útsala hjá flestum lestarfyrirtækjum Evrópu

Ók, þið kannski búin að negla bílaleigubíl og niðurnjörva Evróputúrinn frá A til Ö áður en lagt er í hann. Þið hin sem ekki eruð svo fyrirhyggjusöm en elskið flakk um Evrópu getið brosað aðeins breiðar. Tökum dæmi: hraðlest París til Brussel eða sama leið til baka. Kostnaður per haus niður í 2.600 krónur. Miði … Continue reading »

Barcelóna á vitlausum stað en Marseille steinliggur

Barcelóna á vitlausum stað en Marseille steinliggur

Fleiri en ritstjórn Fararheill hafa undrast takmarkað úrval staða í Evrópu sem hægt er að ferðast til beint með hraðlest frá London. En það horfir mjög til betri vegar næstu árin. Tuttugu ár eru síðan Eurostar hraðlestirnar hófu að aka fólki gegnum Ermasundsgöngin milli London og Parísar og þótti ekki lítið afrek á sínum tíma. … Continue reading »

Flughrædd? Þá eru þessar leitarvélar fyrir ykkur

Flughrædd? Þá eru þessar leitarvélar fyrir ykkur

Ritstjórn Fararheill hefur um langt skeið undrast að þrátt fyrir mikla og hratt vaxandi samkeppni meðal flugleitarvéla, bílaleiguleitarvéla og hótelleitarvéla hefur lítið bólað á vef sem aðstoðar þá sem áhuga hafa að ferðast með lestum eða rútum um fjarlæg lönd. Nú kann einhver að hlæja og segja að rútuferðir hljóti að vera á síðustu metrunum … Continue reading »