Skip to main content
Tíðindi

Leiðbeiningar fyrir Laos

  11/10/2012mars 23rd, 2021No Comments

Alltaf gaman að fá opinberar ríkisleiðbeiningar áður en fólk leggur í ferðalög til framandi staða. Það er einmitt slíkt sem ríkisstjórn Laos hefur látið útbúa og birta og það á skemmtilegan máta.

Ferðamálayfirvöldum í Laos er í mun að ferðafólk virði reglur og venjur í landinu.

Þar kemur afar myndrænt fram að íbúar Laos eru afar lítið fyrir læti og hróp og köll afar illa séð. Sömuleiðis eru íbúar Laos ekki fyrir neinar reikistefnur eða vandamál.

Það er vissulega svo að í Asíu eru hefðir aðrar en vestrænir ferðamenn eiga að venjast og í raun lágmark hjá ferðafólki að kynna sér þær reglur þó öllu megi reyndar ofgera.

Um að gera að kíkja á leiðbeiningar yfirvalda í Laos því þær eru að minnsta kosti settar fram í skemmtilegum myndasögustíl. Hér má sjá þær.