Ferðamenn kvarta oftast yfir siglingum

Ferðamenn kvarta oftast yfir siglingum

Ekkert lát er á vinsældum siglinga hvers kyns um heimsins höf og helst á sem flottustum skipum. Þess vegna kemur kannski á óvart að það eru siglingar sem ferðafólk kvartar mest undan. Það allavega raunin sé mið tekið af kvörtunum og kærum sem berast einni af helstu lögfræðiskrifstofum heims sem sérhæfa sig í vandamálum tengdum … Continue reading »

Vilja að Evrópusambandið rannsaki Primera Air

Vilja að Evrópusambandið rannsaki Primera Air

Ekkert lítið sem íslenskir milljarðamæringar eru að gera það gott. Nú vill hópur fólks að Evrópusambandið rannsaki hið hálf-íslenska flugfélag Primera Air. Úfffff! Primera Air Andra Más Ingólfssonar ekki beint að rokka meðal evrópska neytenda. Flugfélagið lofar gulli og grænu og hræódýrum fargjöldum en fellir svo niður aðra hverja ferð og neitar að greiða viðskiptavinum … Continue reading »

Makalaust kvart og kvein hjá ferðalöngum

Makalaust kvart og kvein hjá ferðalöngum

Sumum er einfaldlega ekki hægt að gera til geðs. Það á sannarlega við hluta þeirra tugmilljóna ferðamanna sem um heiminn þvælast ár hvert. Vefmiðillinn Skyscanner hefur grafið upp nokkur gullkorn frá kvörtunardeildum hótela, ferðaskrifstofa og flugfélaga hin síðari ár og sem fyrr er það hin skemmtilegasta lesning og sönnun þess að stöku einstaklingar ættu að … Continue reading »

Skúli of bissí til að virða viðskiptavini sína viðlits

Skúli of bissí til að virða viðskiptavini sína viðlits

„Siðblinda (e. psychopathy) er alvarleg persónuleikaröskun sem einkennist af skorti á samúð og samlíðan.“ Hmmm. Persónuleikaröskun sem einkennist af skorti á samúð og samlíðan…. Hvern gæti sú lýsing átt við? Okkur dettur helst í hug Ólafur Ólafsson, Sigurjón Þ. Árnason, Donald Trump og kannski fellur Skúli Mogensen í sama hóp. Í það minnsta lætur hann … Continue reading »

Icelandair opnar fyrir fésbókarkomment á ný – og kvartanirnar streyma inn

Icelandair opnar fyrir fésbókarkomment á ný – og kvartanirnar streyma inn

Viti menn! Einhver háttsettur hjá Icelandair hefur tekið ábendingar Fararheill rækilega til sín. Nú hefur flugfélagið opnað á ný fyrir gestakomment á fésbókarsíðu sinni. Það eins og við manninn mælt: kvartanirnar streyma inn hraðar en Benny Hinn læknar sjúka. Um langa hríð nú hefur Icelandair, eins og reyndar Wow Air líka, bæði alfarið lokað á … Continue reading »

Svona ef þú varst að velta fyrir þér hvernig Þjóðverjar sækja rétt sinn

Svona ef þú varst að velta fyrir þér hvernig Þjóðverjar sækja rétt sinn

Fararheill hefur áður og ítrekað fjallað um þá staðreynd að neytendavitund Íslendinga er skertari en framtíðargreiðslur úr innlendum lífeyrissjóðum. Það að vissu leyti aumum fjölmiðlum að kenna sem reiða sig alfarið á auglýsendur og birta lítið sem ekkert sem veldur þeim auglýsendum minnsta hugarangri. Orsakir þessa eru eflaust fleiri en það en það nægir okkur hjá Fararheill … Continue reading »

Wow Air að færast of mikið í fang?

Wow Air að færast of mikið í fang?

Við erum farin að hafa verulegar áhyggjur af Wow Air. Kannski kappið hafi verið full mikið án forsjár. Í það minnsta fer kvörtunum farþega og viðskiptavina á samfélagsmiðlum mjög fjölgandi. Það er ekki laust við að það sé örlítill Iceland Express fnykur af Wow Air þessa dagana. Sem kannski á ekki að koma á óvart … Continue reading »

Icelandair tekur sér heilan mánuð til að aðstoða viðskiptavini

Icelandair tekur sér heilan mánuð til að aðstoða viðskiptavini

Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að bóka flug með Icelandair. En komi eitthvað upp á fyrir, á meðan eða að flugi loknu tekur flugfélagið sér allt að 30 daga til að aðstoða. Æði skrýtið hvað metvelta, methagnaður og metarður hjá fyrirtækinu virðist lítt skila sér til að aðstoða það fólk sem lendir í vandræðum á … Continue reading »

Sex vikna bið eftir svörum vegna hörmulegrar þjónustu

Sex vikna bið eftir svörum vegna hörmulegrar þjónustu

Og við hjá Fararheill sem héldum að sjö til átta vikna bið eftir þjónustu ef eitthvað bjátar á hjá Icelandair væri fráleitt langur tími. Í ljós kemur að hið öllu smærra flugfélag Andra Más Ingólfssonar, Primera Air, tekur sér lágmark sex vikur til að sinna ósáttum farþegum sínum. Við vitum ekki alveg hvað við eigum … Continue reading »

Náði sér niðri á British Airways með tísti

Náði sér niðri á British Airways með tísti

Ýmislegt miður má segja um samskiptamiðla sem margir vilja meina að takmarki enn frekar persónuleg samskipti fólks. En óumdeilt er að sömu miðlar veita okkur neytendum frábæran vettvang til að kvarta og kveina og jafnvel koma á umbótum í leiðinni. Það þekkja þeir sem eiga viðskipti við stórfyrirtæki mörg að æði erfitt getur verið að … Continue reading »

Kvörtunum vegna flugfélaganna fækkar óðum

Kvörtunum vegna flugfélaganna fækkar óðum

Annaðhvort eru helstu flugfélög sem hingað og héðan fljúga farin að taka á honum stóra sínum gagnvart viðskiptavinum ellegar íslenskir neytendur eru algjörlega úti á þekju hvað rétt þeirra varðar. Þetta má lesa úr þeirri staðreynd að nú í árslok 2013 eru kvartanir sem borist hafa Flugmálastjórn / Samgöngustofu vegna mistaka eða slælegrar þjónustu flugfélaganna … Continue reading »

Ferðaþjónustuaðilar að svindla á þér? Prófaðu þetta

Ferðaþjónustuaðilar að svindla á þér? Prófaðu þetta

Svo sem Fararheill hefur áður fjallað um eru Íslendingar heilt yfir afskaplega lítið meðvitaðir um rétt sinn gagnvart fyrirtækjum. Margir gera sér enn þann dag í dag til dæmis ekki grein fyrir að veruleg töf á flugi eða vesen í skipulagðri ferð geta skapað skaðabótarétt. Hér á landi hefur verið í fá hús að venda … Continue reading »