Wow Air aftast á meri til Köben í sumar

Wow Air aftast á meri til Köben í sumar

Detta nú allar dauðans lýs. Bæði Icelandair og SAS bjóða nú lægra verð á flugi frá Keflavík til Kastrup í sumar heldur en lággjaldaflugfélagið Wow Air samkvæmt úttekt Fararheill. Jæja, ekki allar dauðar lýs því þetta er ekki einstakt fyrirbæri. Wow Air er æði oft að heimta meira fyrir flug en þessi hefðbundnu flugfélög eins … Continue reading »

Tafir til og frá Köben með Icelandair

Tafir til og frá Köben með Icelandair

Við liggur að tafir og seinkanir séu að verða fastur þáttur í starfsemi Icelandair. Þennan daginn, 16. september, er þriggja stunda seinkun á ferðum flugfélagsins til og frá Kaupmannahöfn. Það auðvitað miður fyrir farþega flugfélagsins en við þessar aðstæður er um að gera að leggja þriggja stunda múrinn á minnið. Það skapast nefninlega bótaábyrgð til … Continue reading »

Óvenjuleg en fantagóð skemmtisigling á vægu verði

Óvenjuleg en fantagóð skemmtisigling á vægu verði

Þann tólfta apríl næstkomandi leggur glæsilegt skemmtiferðaskip MSC skipafélagsins úr höfn frá Havana á Kúbu og siglir áleiðis alla leið til Þýskalands með ýmsum fínum stoppum á leiðinni. Þessi heillandi 25 daga túr fæst niður í 175 þúsund krónur á mann í innriklefa eða 275 þúsund í káetu með svölum. Það er fjarri því dýr … Continue reading »

Með tösku til Köben er Icelandair að bjóða betur en Wow Air í vetur

Með tösku til Köben er Icelandair að bjóða betur en Wow Air í vetur

Það er eitt að bjóða lægsta verð á flugi þegar ekkert er meðferðis en það er dapurt í meira lagi að sjálfskipað lággjaldaflugfélagið Wow Air skuli vera dýrara en Icelandair þegar ein taska er gripin með á leið til Kaupmannahafnar. Það er raunin samkvæmt nýrri úttekt Fararheill á lægstu fargjöldum með þessum tveimur flugfélögum til … Continue reading »

Einfaldasta leiðin til Balí

Einfaldasta leiðin til Balí

Þann þriðja júní verður örlítið auðveldara og jafnvel ódýrara fyrir landann að komast eins fljótt og auðið er til Balí í Indónesíu. Þann dag hefst flug Emirates til eyjarinnar frá dönsku höfuðborginni en Emirates hefur verið að bæta Balí inn í leiðakerfi sitt frá hinum ýmsu löndum smám saman. Ekki er um beint flug að … Continue reading »

Með tösku til Köben er Wow Air ekki alltaf að bjóða best

Með tösku til Köben er Wow Air ekki alltaf að bjóða best

Ætli landinn að bóka flug til Köben þetta sumarið er enn og aftur full ástæða til að gera verðsamanburð milli Icelandair og Wow Air. Þó hið síðarnefnda kalli sig lággjaldaflugfélag finnst lægra verð á vef Icelandair í júlímánuði. Fararheill kíkti á flugfargjöld héðan til Köben og heim aftur í júní, júlí og ágúst og leitaði … Continue reading »

Tíkallinn til Köben og London með Wow Air í apríl

Tíkallinn til Köben og London með Wow Air í apríl

Wow Air hefur slegið þúsund krónur af sínu lægsta verði fyrir flugmiða aðra leið til Kaupmannahafnar og London á völdum dagsetningum í aprílmánuði. Sem þýðir að þangað er komist farangurslaust undir tíu þúsund krónum. Ekkert hræðilegt við það verð sem auglýst er á 8.999 en er í raun 9.998 því gamla góða bókunargjaldið er aldrei … Continue reading »

Fleira vafasamt hjá Heimsferðum

Fleira vafasamt hjá Heimsferðum

Fararheill sagði lesendum sínum frá því í gær að ferðaskrifstofan Heimsferðir hefði auglýst flugsæti til Salzburg sem ekki væru svo í boði á vef fyrirtækisins. Það er alls ekki eina tilboð ferðaskrifstofunnar sem hvergi finnst við leit. Í nýjum haust- og vetrarbæklingi Heimsferða er að finna meðfylgjandi auglýsingu um flugsæti til Billund og Kaupmannahafnar frá … Continue reading »

Það næstbesta við Brasilíu er Íslandsbryggja

Það næstbesta við Brasilíu er Íslandsbryggja

Það er himinn og haf milli þess að horfa á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í sjónvarpi og að vera raunverulega á staðnum þar sem leikirnir fara fram. En fjandi góður millivegur er Íslandsbryggja í Kaupmannahöfn. Allir mætir Íslendingar eiga vitaskuld að þekkja Íslandsbryggju sem er einn af fáum þekktum stöðum í þessari fínu borg þar sem … Continue reading »

Í fyrsta sinn opið í Tívolí í Kaupmannahöfn á gamlársdag

Í fyrsta sinn opið í Tívolí í Kaupmannahöfn á gamlársdag

Gamlársdagur 2013 fer í sögubækur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Forráðamenn hafa tekið þá ákvörðun fyrsta sinn í 170 ára sögu þessa fornfræga staðar að hafa opið á gamlársdag og fram eftir kvöldi. Það er ekki tilviljun sem ræður því að tekin er slík ákvörðun heldur einungis sú staðreynd að í fyrra prófuðu menn að hafa … Continue reading »