Rómantísk hugmynd í Kaupmannahöfn

Rómantísk hugmynd í Kaupmannahöfn

Það er jafnan yndislegt á góðviðrisdögum í okkar gömlu höfuðborg að rölta um gömul stræti Kaupmannahafnar. Margt að sjá víða og einhvern veginn fer merkilega lítið fyrir stressi á götum hér. En ekki síður indælt er að sigla um sund og síki þessarar borgar. Vertu þinn eigin skipstjóri í Kaupmannahöfn. Mynd Miss Copenhagen Það hefur … Continue reading »
Kjarakaup á útsölumarkaði Royal Copenhagen

Kjarakaup á útsölumarkaði Royal Copenhagen

Lengi vel hafa fjölmargir Íslendingar gert sér far um að eiga fínt postulín í skápum sínum fyrir tyllidaga. Framleiðandi slíkra vara oftar en ekki hið þekkta danska fyrirtæki Royal Copenhagen. Það fyrirtæki rekur afskaplega fínan útsölumarkað í Köben. Royal Copenhagen er, fyrir þá sem ekki vita, eitt allra elsta fyrirtæki heims hvorki meira né minna … Continue reading »

Næsta skíðaferð gæti verið til Kaupmannahafnar

Næsta skíðaferð gæti verið til Kaupmannahafnar

Ef bara Reykjavík væri eitthvað í átt við okkar gömlu höfuðborg Kaupmannahöfn. Danirnir varla heimsóttir án þess að höfuðborgin státi af einhverju nýju og spennandi á fimm mínútna fresti sem miðast við borgarbúa en ekki erlenda ferðamenn. Ók, kannski fullhart tekið á árinni að segja að næsta skíðaferð verði til Köben enda þar engin fjöll … Continue reading »

Auðvitað er outlet í Kaupmannahöfn

Auðvitað er outlet í Kaupmannahöfn

Við sögðum ykkur um daginn frá skemmtilegri útsöluverslun hins virta postulínsframleiðanda Royal Copenhagen í Kaupmannahöfn. En það eru fleiri afsláttarverslanir í borginni en það. Það vita allir sem dvalið hafa stundarkorn í okkar gömlu höfuðborg síðustu misserin að hún er orðin æði dýr á fóðrum. Raunin er náttúrulega að danska krónan hefur svo sem ekki … Continue reading »

Fram og aftur til Kína fyrir 65 þúsund kall

Fram og aftur til Kína fyrir 65 þúsund kall

Normið er að áhugasamir um flug til Kína og heim aftur hin síðari messeri þurfa gjarnan að fjarlægja 80 til 100 þúsund krónur úr veskinu. Nú er í boði að skottast til Peking og heim aftur niður í 65 þúsund kall seinnihluta ársins. Ekki svo að skilja að í boði sé beint flug frá Íslandi … Continue reading »

Emirates að bjóða dúndurgóð tilboð frá Kaupmannahöfn

Emirates að bjóða dúndurgóð tilboð frá Kaupmannahöfn

Besta flugfélag heims, Emirates flugfélagið, er næstu vikurnar og reyndar alveg fram í apríl að bjóða sérdeilis fín kjör á flugi til margra tiltölulega framandi staða. Fyrir ævintýragjarna sem geta ekki hugsað sér að planta rassi eina mínútu á Benídorm eða Costa Adeje á Tenerife er margt vitlausara en kíkja á danska tilboðssíðu Emirates. Þar … Continue reading »

Ninjago, Fatamorgana og fleira skemmtilegt í Danmörku í sumar

Ninjago, Fatamorgana og fleira skemmtilegt í Danmörku í sumar

Einn galli og þrír plúsar við Danmörku í sumar. Gallinn hversu dýrt landið er orðið fyrir íslenska krónueigendur. Plúsarnar að það fjölgar enn skemmtiatriðunum í Tívolíinu, Lególandi og Djurs Sommerland. Enn eitt vorið að ganga í garð. Á Íslandi bíða menn lóunnar til að tímasetja komu vorsins en í kóngsins Köben eru margir sem setja … Continue reading »

Í september er langódýrast með SAS til Kaupmannahafnar

Í september er langódýrast með SAS til Kaupmannahafnar

Viti menn! Skandinavíska flugfélagið SAS er að bjóða okkur lang hagstæðustu fargjöldin til og frá Kaupmannahöfn í næsta mánuði samkvæmt úttekt Fararheill.  SAS hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir dúndurlág fargjöld svona heilt yfir þó á því séu einstöku undantekningar. En samkvæmt úttekt okkar á þremur handahófskenndum dagsetningum í septembermánuði er SAS ekki aðeins … Continue reading »

Ódýrt út með Wow Air en dýr er leiðin til baka

Ódýrt út með Wow Air en dýr er leiðin til baka

Það er nú alltaf indælt að rekast á flugtilboð hjá Wow Air undir tíu þúsund krónum eins og finna má gnótt af til margra áfangastaða flugfélagsins nú. En sú gleði kannski örlítið skammvinn þurfi fólk að komast heim til sín aftur. Sem flestir þurfa jú að gera fyrr en síðar og þá vandast aðeins málið. … Continue reading »

SAS úti á þekju til Kaupmannahafnar

SAS úti á þekju til Kaupmannahafnar

Það líður að því að skandinavíska flugfélagið SAS hefji beint flug milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. En úttekt Fararheill sýnir að SAS er úti á þekju í verðlagningu. Hún sýnir líka að ódýrara er að fljúga til okkar gömlu höfuðborgar með Icelandair en Wow Air. SAS langaftast á meri til Köben í sumar SAS hefur lengi … Continue reading »