Þess vegna er marsmánuður sérstaklega góður til að heimsækja Hong Kong

Þess vegna er marsmánuður sérstaklega góður til að heimsækja Hong Kong

Allir hafa gaman að Fiskideginum á Dalvík og fáum leiðist Food&Fun matarhátíðin í Reykjavík. Í Hong Kong í Kína rúlla þeir þessu tvennu saman eins og smjördegi utan um nautakjöt og öllum er boðið (ef þeir borga.) Stærsta matarhátíð þeirrar merkilegu borgar sem nefnist Hong Kong fer fram árlega í marsmánuði og þar á bæ, … Continue reading »

Heimsins stærsti og skemmtilegasti matarslagur
Núðlur í Kína? Þú ættir að fara varlega í það

Núðlur í Kína? Þú ættir að fara varlega í það

Allt viti borið ferðafólk gerir sér far um að kynnast kúltúr og menningu þeirra þjóða sem heimsóttar eru á ferðalögum. Þar með talið að prófa hina ýmsu þjóðlegu rétti sem landið státar af. En í Kína gæti það verið heilsuspillandi. Kapítalisminn hefur aldeilis gert innreið sína í „kommúnistaríkið” Kína síðustu áratugina og það með meiri … Continue reading »

Ekkert bólar á flugferðum Juneyao til og frá Íslandi

Ekkert bólar á flugferðum Juneyao til og frá Íslandi

Fréttablað milljarðamæringsins Helga Magnússonar hefur verið duglegt að flytja fregnir af kínverskum flugfélögum sem ætla að fljúga hingað til lands á næstunni. Eitt flugfélag staðfest hið minnsta en hvergi finnast slíkar ferðir á vef þess flugfélags. „Kínverska flug félagið Juneyao Air mun í lok mars hefja flug milli Keflavíkur og Sjanghæ, með viðkomu í Helsinki. … Continue reading »

Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Það getur verið dálítið erfitt að fylla hjartað af unun og gleði í nútímalegum stórborgum með sína fráhrindandi stálturna og fólk á götum úti sem er frosnara en sjávarútvegsráðherra að svara spurningum um Samherja. En viti menn! Sumar borgir, sem virðast algjörlega gleðisnauðar við fyrstu sýn, reynast vera svo troðnar af forvitnilegu fólki, sem lætur … Continue reading »

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Þannig má virða fyrir sér í dag stórkostleg mannvirki á borð við Eiffel turninn, Sagrada kirkjuna og Hagia Sophia í smækkaðri mynd í görðum sem gefa Lególandi lítið eða ekkert eftir.

Sextíu þúsund skref til ódauðleika

Sextíu þúsund skref til ódauðleika

Allmargir Frónbúar hafa áhyggjur af þeim mikla fjölda ferðamanna sem hér traðkar niður menjar og minjar. Vel rúm milljón manns þykir mörgum helst til mikið á ársgrundvelli og kannski með réttu. En setjið það í samhengi við þær 16 milljónir ferðalanga sem heimsækja eitt einasta fjall í Kína á hverju ári: Huangshan fjall. Nafnið reyndar … Continue reading »

Seint ódýrara að skottast til Hong Kong

Seint ódýrara að skottast til Hong Kong

Kínverjar eru að gera sig gildandi víðar en í kínahverfum heimsins. Kínversk flugfélög gera nú strandhögg víða og fylla rellur sínar gjarnan með fargjöldum sem eru næstum of góð til að vera sönn. Eða hvernig hljómar Köben til Hong Kong og sama leið til baka fyrir heilar 39 þúsund krónur!!! Þetta hljómar eins og lygi. … Continue reading »

Loks geta útlendingar greitt með símanum í Kína

Loks geta útlendingar greitt með símanum í Kína

Það vita þeir sem heimsótt hafa Kína síðustu misserin að þar þykir það helber afdalaháttur að greiða með kreditkortum og nánast óhugsandi að greiða með peningum. Hér enginn maður með mönnum nema greiða fyrir hlutina með símanum og sums staðar er einfaldlega ekki tekið við öðruvísi greiðslum. Þetta hefur verið töluvert vandamál fyrir erlent ferðafólk … Continue reading »

Flug til Kína frá Íslandi gegnum Helsinki eru engar fréttir!

Flug til Kína frá Íslandi gegnum Helsinki eru engar fréttir!

Hólimólí! Óþekkt kínversk flugflög ætla að fljúga til Íslands á næsta ári með stoppi i Helsinki Hvernig það er merkilegt skal alveg ósagt látið. Fávísir íslenskir miðlar, bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið, auglýsa þennan daginn að allt sé nú að gerast fyrir þá sem elska Asíu. Þrjú, ef ekki fjögur, kínversk flugfélög, sjá sóma sinn í … Continue reading »

Líklega merkilegasta verslunarmiðstöð heims

Líklega merkilegasta verslunarmiðstöð heims

Árið 1979 hefði fólki fyrirgefist að stoppa stutt í borginni Shenzhen í Kína enda þar nákvæmlega ekkert að sjá. Eini iðnaður þeirra 300 þúsund sálna sem þar bjuggu byggðist alfarið á fiskveiðum. Hraðspólum til ársins 2019 og enn þykir Shenzen að mestu leyti nauðaómerkilegur staður þó þar búi nú tólf milljónir. En þar er þó … Continue reading »

Að eyða nótt á Kínamúrnum

Að eyða nótt á Kínamúrnum

Yfirleitt þykir það slæm latína að tjalda til einnar nætur í lífinu en þó ekki ef ævintýramennska er í blóðinu og þú finnur þig í Kína að vori til. Eitt það eftirminnilegasta sem fólk vitnar á lífsleiðinni er að sjá og ganga hinn gríðarlega Kínamúr sem sagður er eina mannvirki heims sem sést greinilega frá … Continue reading »