Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Hversu heillandi er Hong Kong? Svona heillandi

Það getur verið dálítið erfitt að fylla hjartað af unun og gleði í nútímalegum stórborgum með sína fráhrindandi stálturna og fólk á götum úti sem er frosnara en sjávarútvegsráðherra að svara spurningum um Samherja. En viti menn! Sumar borgir, sem virðast algjörlega gleðisnauðar við fyrstu sýn, reynast vera svo troðnar af forvitnilegu fólki, sem lætur … Continue reading »

Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Ók. Gætum haft hér langan og strangan inngang um dásemdir hins og þessa. En við sleppum því og látum nokkur skjáskot tala máli okkar. Þess vegna er næsti vetur kannski besti hugsanlegi tíminn fjárhagslega til að heimsækja Asíu 🙂 * Stikkprufur á hótelvél Fararheill klukkan 21 þann 11. júní 2020. Ein nótt 1.-2. desember 2020. … Continue reading »

Að eyða nótt á Kínamúrnum

Að eyða nótt á Kínamúrnum

Yfirleitt þykir það slæm latína að tjalda til einnar nætur í lífinu en kannski ekki ef ævintýramennska er í blóðinu og þú finnur þig í Kína að vori til. Eitt það eftirminnilegasta sem fólk vitnar á lífsleiðinni er að sjá og ganga hinn gríðarlega Kínamúr sem sagður er eina mannvirki heims sem sést greinilega frá … Continue reading »

Fjögur þorp heimsins sem heimta aðgangseyri

Fjögur þorp heimsins sem heimta aðgangseyri

Það auðvelt að finna greinar í íslenskum fjölmiðlum þar sem hinar og þessar bæjar- og sveitastjórnir hugsa stjórnvöldum þegjandi þörfina og vísa þar til þess að njóta þess ekki neitt að hingað hafa flykkst ferðamenn sem aldrei fyrr síðustu sjö árin með tilheyrandi kröfum um þjónustu, án þess að ríkið hafi veitt neinum neitt aukalega. … Continue reading »

Þetta vissir þú líklega ekki um Hong Kong

Þetta vissir þú líklega ekki um Hong Kong

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi er gamalkunnugt máltæki. Aldeilis ágætt að hafa það hugfast á töltinu í stórborginni Hong Kong. Ekki svo að skilja að þúfur finnist mikið í strætum og á torgum þessarar stórborgar. Þvert á móti eiginlega því hér er allt steinsteypt og malbikað út í eitt og græn svæði í borginni … Continue reading »

Líklega merkilegasta verslunarmiðstöð heims

Líklega merkilegasta verslunarmiðstöð heims

Árið 1979 hefði fólki fyrirgefist að stoppa stutt í borginni Shenzhen í Kína enda þar nákvæmlega ekkert að sjá. Eini iðnaður þeirra 300 þúsund sálna sem þar bjuggu byggðist alfarið á fiskveiðum. Hraðspólum til ársins 2020 og enn þykir Shenzen að mestu leyti nauðaómerkilegur staður þó þar búi nú tólf milljónir. En þar er þó … Continue reading »

Þess vegna er marsmánuður sérstaklega góður til að heimsækja Hong Kong

Þess vegna er marsmánuður sérstaklega góður til að heimsækja Hong Kong

Allir hafa gaman að Fiskideginum á Dalvík og fáum leiðist Food&Fun matarhátíðin í Reykjavík. Í Hong Kong í Kína rúlla þeir þessu tvennu saman eins og smjördegi utan um nautakjöt og öllum er boðið (ef þeir borga.) Stærsta matarhátíð þeirrar merkilegu borgar sem nefnist Hong Kong fer fram árlega í marsmánuði og þar á bæ, … Continue reading »

Heimsins stærsti og skemmtilegasti matarslagur

Heimsins stærsti og skemmtilegasti matarslagur

Því á ekki að koma á óvart að tómathátíðir með sömu formerkjum og í Buñol spretta nú upp víðar á heimskringlunni

Núðlur í Kína? Þú ættir að fara varlega í það

Núðlur í Kína? Þú ættir að fara varlega í það

Allt viti borið ferðafólk gerir sér far um að kynnast kúltúr og menningu þeirra þjóða sem heimsóttar eru á ferðalögum. Þar með talið að prófa hina ýmsu þjóðlegu rétti sem landið státar af. En í Kína gæti það verið heilsuspillandi. Kapítalisminn hefur aldeilis gert innreið sína í „kommúnistaríkið” Kína síðustu áratugina og það með meiri … Continue reading »

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Þannig má virða fyrir sér í dag stórkostleg mannvirki á borð við Eiffel turninn, Sagrada kirkjuna og Hagia Sophia í smækkaðri mynd í görðum sem gefa Lególandi lítið eða ekkert eftir.

Held ég gangi heim

Held ég gangi heim

Þó flestir Íslendingar yfir fertugu kippi sér lítt upp yfir hræðilegum vegum eru þeir nokkrir til úti í heimi sem best væri sennilega að sleppa alfarið eða í besta falli ganga eða hjóla.

Íslandsflug Juneyao á ís í bili

Íslandsflug Juneyao á ís í bili

Ekkert verður af því að kínverska flugfélagið Juneyao hefji ferðir hingað til lands frá Helsinki en þær ferðir áttu að hefjast í lok mars. Flugfélagið hefur tímabundið frestað þeim ráðagerðum vegna kórónafaraldursins. Samkvæmt fréttatilkynningu flugfélagsins hefur öllum nýjum flugleiðum til og frá Evrópu verið skotið á frest vegna faraldursins sem skekið hefur Kína svo um … Continue reading »

Gróusögur algengar meðal ferðafólks

Gróusögur algengar meðal ferðafólks

Einhverra hluta vegna virðist það regla fremur en undantekning að kínverskir ferðalangar ljúga til um dásemdir ferðalaga sinna eftir að heim er komið. Þeir þó fjarri því þeir einu. Hér er verðugt rannsóknarefni fyrir mannfræðinga: hvers vegna ýkir fólk sögur af ferðum og ferðalögum við vini og vandamenn? Það er niðurstaða alþjóðlegrar könnunar Hotels.com sem … Continue reading »

Ekkert bólar á flugferðum Juneyao til og frá Íslandi

Ekkert bólar á flugferðum Juneyao til og frá Íslandi

Fréttablað milljarðamæringsins Helga Magnússonar hefur verið duglegt að flytja fregnir af kínverskum flugfélögum sem ætla að fljúga hingað til lands á næstunni. Eitt flugfélag staðfest hið minnsta en hvergi finnast slíkar ferðir á vef þess flugfélags. „Kínverska flug félagið Juneyao Air mun í lok mars hefja flug milli Keflavíkur og Sjanghæ, með viðkomu í Helsinki. … Continue reading »