Kafað við Kúbu

Kafað við Kúbu

Það er líklega aðeins tímaspursmál áður en allar ferðatakmarkanir til Kúbu frá Bandaríkjunum detta dauðar niður hinsta sinni og þó fyrr hefði reyndar verið. En það mun þýða miklar breytingar á eynni og kannski ekki síður, og miður, hafinu kringum eynna. Kúba, ein allra eyja í Karíbahafinu, státar nefninlega af nánast ósnertum hafsbotni kringum landið. … Continue reading »

Úrval Útsýn okrar töluvert meira á Kúbuferð en Vita

Úrval Útsýn okrar töluvert meira á Kúbuferð en Vita

Æ hvað græðgi og okur hvers kyns er leiðinlegur blettur á fólki og fyrirtækjum. Til að mynda hjá ferðaskrifstofu svindlarans Pálma Haraldssonar. Það er okkur hér hjá Fararheill hulin ráðgáta hvers vegna Úrval Útsýn er starfandi fyrirtæki þrátt fyrir að eigandinn sé aftur og ítrekað sekur um svindl og svínarí. Fool me once og það … Continue reading »

Enn fleiri ástæður til að gera sér ferð til Karíbahafs

Enn fleiri ástæður til að gera sér ferð til Karíbahafs

Ók. Við vitum flest að hitastig í Karíbahafinu fer yfirleitt aldrei undir himneskt fyrir bleiknefja frá ballarhafi í norðri. Sandurinn á ströndum eyjanna hér kornóttari en gerist og gengur sem þýðir enn ljúfara spásserí, heimamenn brosa og gleðjast eins og annað sé lögbrot og ekki hvað síst er hér engin eyja með eyjum nema bjóða … Continue reading »

Vegabréf eða vesen? Svarið færðu hér

Vegabréf eða vesen? Svarið færðu hér

Þau okkar sem kjósa helst að flakka um aðeins meira framandi staði en Tenerife eða Flórída er stundum sá vandi á höndum að fá ekki 100% nákvæmar upplýsingar um hvort við þurfum áritun eða eitthvað annað formlegt plagg til að fá inngöngu inn í þetta landið og hitt. Ein lausn er að heimsækja vef IATA. … Continue reading »

Þarmasýkingar næsta daglegt brauð í siglingum Royal Caribbean

Þarmasýkingar næsta daglegt brauð í siglingum Royal Caribbean

Yfir þrjú hundruð viðskiptavinir skipafélagsins Royal Caribbean þurftu að eyða degi eða tveimur í vikusiglingu um karabíska hafið á klósettinu með niðurgang og leiðindi í ferð skipafélagsins þessa vikuna. Matareitrun virðist ástæðan og svo virðist sem slík eitrun sé næsta algeng hjá þessu risa-skipafélagi. Fátt glataðra en sitja klofvega á klósetti klukkustundum saman í lúxussiglingu … Continue reading »

Hin undarlega símaskrá á St.Croix í Karíbahafi

Hin undarlega símaskrá á St.Croix í Karíbahafi

Vissulega fáránlegt á sólríkri unaðseyju í Karíbahafinu að eyða tíma í að fletta upp í símaskrá eyjaskeggja. En það sem þar stendur gæti komið þér verulega á óvart. Hvað er svo merkilegt við símaskránna atarna? Sú staðreynd að svo virðist sem tæpur helmingur heimamanna beri dönsk eftirnöfn. Hér eru reiðinnar býsn af Pedersen, Christiansen, Madsen … Continue reading »

Aðeins meira um okrið hjá Úrval Útsýn

Aðeins meira um okrið hjá Úrval Útsýn

Ferðaskrifstofa svindlarans Pálma Haraldssonar, Úrval Útsýn, freistar nú ferðaþyrstra með fimm nátta ljúfri siglingu um karabíska hafið í nóvember næstkomandi á sérdeilis góðu verði eins og ferðaskrifstofan sjálf kemst að orði. En þar sem Fararheill er þúsund sinnum heiðarlegra batterí en ÚÚ finnst okkur nauðsynlegt að benda á að NÁKVÆMLEGA sömu ferð geta tveir einstaklingar … Continue reading »

Helmingi lengri Kúbuferð á helmingi lægra verði

Helmingi lengri Kúbuferð á helmingi lægra verði

Byrjum á smá gestaþraut. Þú hefur annars vegar val um níu daga Kúbuferð með millilendingu og stoppi í Kanada fyrir 1.039.800 krónur á par. Hins vegar sextán daga Kúbuferð með millilendingu í Kaupmannahöfn fyrir 949.600 krónur á parið. Hvað velur þú? Ok, gefum aðeins fleiri vísbendingar. Í fyrri ferðinni er komið við í Varadero, Cienfuegos, Pinar … Continue reading »

Örfá orð um Aloe Vera

Örfá orð um Aloe Vera

Vitiborið fólk veit hversu kjánalegt það er að taka með sér kaffi á ferðalagi til Kólombíu. Færri vita að hið sama við um aloe vera sé fólk á leið til eyja karabíska hafsins. Vissulega kostar dolla af góðu aloe vera geli engin ósköp út í næstu verslun. En oftar en ekki eru viðbætt efni önnur … Continue reading »