Bestu nektarstrendur heims
Hvernig er ódýrast komist á eigin vegum til Karíbahafs?

Hvernig er ódýrast komist á eigin vegum til Karíbahafs?

Bahamas, Cayman-eyjur, Kúba, Jamaíka, Puerto Rico, Dóminíska lýðveldið, Turks & Caicos, Aruba, Antigua, Martinique, Jómfrúreyjur…. Hann er æði langur listinn yfir allar þessar stórkostlegu eyjur Karíbahafs sem svo mjög heilla flesta lifandi menn og engin furða að jafnvel djúp efnahagskreppa í Evrópu og Bandaríkjunum hafði næsta engin áhrif á gestakomur til eyjanna. Þangað fer fólk … Continue reading »

Tíu nátta lúxus á Kúbu fyrir 180 þúsund á haus

Tíu nátta lúxus á Kúbu fyrir 180 þúsund á haus

Fjöldi þeirra Íslendinga sem heillast af Kúbu er merkilega mikill og góðu heilli eru stöku ferðir þangað til lands farnar að skjóta upp kollinum á nýjan leik eftir að hafa horfið algjörlega við hrunið. Fararheill hefur nýlega fjallað um stuttar og tiltölulega dýrar ferðir tveggja aðila til eyjarinnar heitu en fleiri eru um hituna. Heimsferðir … Continue reading »

Sólbrún og sælleg um áramótin

Sólbrún og sælleg um áramótin

Svo virðist sem jólin komi hraðar og hraðar eftir því sem árin færast yfir. Breytir þá engu hvort fólk hafi sett sér það áramótaheit árið áður að taka lífinu rólegar, njóta í stað þess að keppa sig í gröfina öllum stundum. Þó æði margt sé dásamlegt við jólin sjálf þá er ekkert dásamlegt við aðdraganda … Continue reading »

Vika með öllu í Karíbahafinu á tombóluverði

Vika með öllu í Karíbahafinu á tombóluverði

Reyndar gætu dagsetningar verið betri en maður fær ekki allt sem maður vill. Í boði er nú frá Bretlandi vikuferð með öllu inniföldu til eyjarinnar Tobago í Karíbahafi í júnímánuði fyrir litlar 125 þúsund krónur á mann. Tobago er alla jafna ekki alveg á dagskrá ferðafólks en eyjan sú er nánast uppi í flæðarmáli Venesúela … Continue reading »

Spánn ódýrasti áfangastaður Evrópu