Á Kanarí síðasti staður í Evrópu sem ræktar kaffi

Á Kanarí síðasti staður í Evrópu sem ræktar kaffi

Merkilega margir staðir á hinni litlu Kanarí státa af forvitnilegum hlutum. Það er þó líklega í grænum og grösugum dal upp af bænum Agaete á norðvesturströnd eyjunnar sem einna merkilegasti hluturinn finnst: Kaffiekrur Þessi dalur mun vera, eftir því sem ritstjórn kemst næst, eini staðurinn í Evrópu allri þar sem kaffiræktun á sér stað enn … Continue reading »

Golf á Kanarí dásemdin ein en ekki gefið

Golf á Kanarí dásemdin ein en ekki gefið

Margir Íslendingar sækja Kanarí ekki síður til að spila golf en til að sóla sig og sjá aðra. Eyjan er fantagóður staður til golfiðkunar enda veðurfar undantekningarlítið frábært og ólíkt mörgum öðrum stöðum verður sjaldan of heitt hér. Alls eru átta golfvellir á eynni Gran Canaria og flestir þeirra nýir eða nýlegir og allir opnir … Continue reading »

Hræbillegir túrar um Kanarí en fyndið flagð undir fögru

Hræbillegir túrar um Kanarí en fyndið flagð undir fögru

Það er með þetta fornkveðna: það sem virðist of gott til að vera satt reynist í 99 prósent tilvika vera prump og puður þegar öllu er á botninn hvolft. Það þarf ekkert að tölta lengi um á Ensku ströndinni á Kanarí til að rekast á hin ýmsu gylliboð varðandi skoðunarferðir og túra um hvipp og … Continue reading »

En ef þú vilt dvelja langdvölum undir sólinni yfir vetrartímann?

En ef þú vilt dvelja langdvölum undir sólinni yfir vetrartímann?

Sá sem tæki saman kvartanir þeirra sem eru á heimleið frá sólarstöðum á Kanaríeyjum eftir viku eða tveggja vikna vetrartúr og eru súrir að vera á heimleið væri sennilega ríkur maður fengi hann krónu fyrir í hvert sinn. Það getur vissulega verið súrt að fljúga heim úr þægilegum vetrarhitanum beint í hríðarbyl og ófærð heimavið … Continue reading »

Strætó númer átján á Kanarí

Strætó númer átján á Kanarí

Eðli málsins samkvæmt er hægt að stíga út víða á leiðinni og rölta upp á næsta tind eða prófa veitingastaðina á þessum smærri fjallastöðum sem eru ekki síðri en betri staðir við ströndina. Að ógleymdu því að það fylgir því alltaf nett spenna að taka strætisvagn í erlendu landi og vita ekki alveg upp á hár hvað tekur við eftir næstu beyju.

Flakk milli Kanaríeyja fljótlegt og ódýrt

Flakk milli Kanaríeyja fljótlegt og ódýrt

Mörg okkar halda árlega til Kanaríeyja til dvalar og yndisauka og sá hópur er stór sem það gerir jafnvel oftar en einu sinni á ári. En skrambi fáir nota tækifærið til að flakka um þessar fallegu eyjar sem saman flokkast sem Kanaríeyjar. Það er sérdeilis skemmtilegt að þvælast um eyjarnar og furðu einfalt og ódýrt … Continue reading »

Íslensk fjölskylda býr í helli á Kanarí

Íslensk fjölskylda býr í helli á Kanarí

Seint fær DV verðlaun fyrir blaðamennsku enda þar næsta engir lærðir blaðamenn af nokkru tagi. Sem útskýrir að stóru leyti hvers vegna blaðið fjallar um veikindi konu einnar á Kanarí en veitir því ekki athygli að konan sú og öll hennar fjölskylda býr hluta árs í helli!!! Það er með þetta fornkveðna með tréð og … Continue reading »

Svo þú hélst að þú þekktir hvern krók og kima á Kanarí…

Svo þú hélst að þú þekktir hvern krók og kima á Kanarí…

Foreldrar eins úr ritstjórn hafa dvalið á Kanarí árlega í 30 ár eða svo. Þau búin, að eigin sögn, að skoða eyjuna atarna í þaula þann tíma. En gömlu hjónakornin áttu ekki orð eftir að hafa séð eitt nýlegt myndband frá eyjunni. Það er bæði auðvelt og ódýrt að fara í skoðunarferðir um Kanarí, Gran … Continue reading »

Á Kanarí, sandströnd sem er ekki við sjó

Á Kanarí, sandströnd sem er ekki við sjó

Það er afskaplega rík hefð fyrir því hjá móður náttúru að hafa sandstrendur sem allra, allra næst sjávarmáli svona heilt yfir. Á því er þó minnst ein undantekning. Þeir eru fáir sem láta sig hafa þvæling um vesturströnd Kanarí, Gran Canaria, þegar dvalist er á þeirri ágætu eyju. Það helgast fyrst og fremst af því … Continue reading »

Fjallaklifur á Tenerife, maraþon á Kanarí og megaerfitt á La Palma

Fjallaklifur á Tenerife, maraþon á Kanarí og megaerfitt á La Palma

Eitt að láta sig hafa eitt stykki maraþon í norðlægum borgum. Allt annað og töluvert erfiðara að hlaupa sömu vegalengd undir steikjandi sólinni á Kanaríeyjum. Ófáir Íslendingar ferðast nú vítt og breitt um heiminn í því skyni einu að taka þátt í langhlaupum um allar trissur. Okkur skilst að hátt í 60 Íslendingar hafi verið … Continue reading »

Svona veistu að bjórinn á Kanarí er nógu kaldur

Svona veistu að bjórinn á Kanarí er nógu kaldur

Allir sannir bjóráhugamenn vita sem er að til að bragðast eins og bruggarinn vildi þarf að hella bjór rétt og ekki síst halda bjórnum við kjörhitastig. Á Kanarí hafa menn fundið aldeilis fína leið til að ganga úr skugga um hið síðarnefnda. Ef þú kaupir þennan bjór í flösku á Kanaríeyjum veistu upp á hár … Continue reading »
Þvílík depurð hjá Úrval Útsýn

Þvílík depurð hjá Úrval Útsýn

Dabbadona!!! Sextíu og þrír dagar undir funheitri Kanarísólinni á „ævintýralegum“ kostakjörum með Úrval Útsýn. Aðeins 114.544 krónur á kjaft. Hallelújah! Alltaf dálítið skemmtilegt að vippa sér yfir á „tilboðsvef“ ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn. Þar eiga að finnast kostakjör á pakkaferðum með litlum fyrirvara. Og jú, víst finnst þar ferð í sólina eftir sex daga þegar þetta … Continue reading »

Á Kanarí skiptir máli hvar þú leigir bílinn

Á Kanarí skiptir máli hvar þú leigir bílinn

Hvort sem fólk er með fulla vasa fjár eða takmörkuð fjárráð er alltaf óskynsamlegt að greiða meira en þarf fyrir þjónustu eins og leigu á bíl á erlendri grundu. Lengi vel hefur það verið trú þorra ferðafólks að bestu kjör á bílaleigubílum fáist undantekningarlaust á flugvöllum. Ástæðan einfaldlega sú að eitt sinn var það raunverulega … Continue reading »

Allt innifalið að drepa Ensku ströndina á Kanarí?

Allt innifalið að drepa Ensku ströndina á Kanarí?

Tæplega 16 prósent fleiri ferðamenn sóttu Kanarí heim árið 2017 en 2016. Sem er jákvætt fyrir efnahag eyjunnar nema kannski að veitingahúsa- og bareigendur á Ensku ströndinni urðu þess ekkert varir. Í það minnsta ekki miðað við þá aðila í bar- og veitingarekstri sem Fararheill tók tali nýlega. Þrátt fyrir stóraukinn fjölda ferðamanna, mestu aukningu … Continue reading »