Sex yndisleg þorp á Ítalíu

Sex yndisleg þorp á Ítalíu

Fegurð er í augum sjáandans og sitt sýnist hverjum um velflest undir sólinni. En flestir geta líklega sammælst um að fátt er yndislegra en þessi litlu krúttlegu þorp sem finna má utan þjónustusvæðis á Ítalíu. Þessi þorp þar sem líf bæjarbúa gengur sinn gang hvort sem inn í bæinn þvælast ferðamenn eður ei. Þar sem … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir í Róm?

Hvað kosta svo hlutirnir í Róm?

Við skulum bara viðurkenna það. Stór ástæða þess að okkur flest langar að ferðast út fyrir steina þessa lands er til að komast í fjölbreyttara úrval verslana erlendis sem jafnframt bjóða vörur á töluvert lægra verði en hér er raunin. Samtök verslunarinnar mega mótmæla til endaloka heimsins en staðreyndin er samt sem áður sú að … Continue reading »

Kostakaup erlendis gerast síst í miðborgum

Kostakaup erlendis gerast síst í miðborgum

Hægt og bítandi og án þess að vekja of mikla eftirtekt hefur verslunarmynstur víða í evrópskum borgum tekið nokkrum breytingum. Það er með tilkomu kínverskra afsláttarverslana og auðvitað verslunar á netinu. Ekkert nýtt að Kínverjar hvarvetna hafa um áratugaskeið verið duglegir að opna verslanir og veitingastaði í þeim erlendu löndum sem þeir setjast að í. … Continue reading »

Gamla góða Ítalía fyrir daga fjöldatúrisma

Gamla góða Ítalía fyrir daga fjöldatúrisma

Þau skipta þúsundum litlu vinalegu þorpin og bæirnir um gervalla Ítalíu. Flest þeirra eiga þó sameiginlegt að þar eru ferðamenn á vappi og oft helst til margir til að raunverulega sé hægt að taka inn smábæjarstemmninguna. Minnst einn staður er þó æði frábrugðinn. Þó klisjukennt sé að segja er alls óhætt að segja að tíminn … Continue reading »

Ítölsk hönnun á tombóluverði í Róm

Ítölsk hönnun á tombóluverði í Róm

Ahhhh. Það vita þeir sem gengið hafa götur Rómar að þar er ekki aðeins saga, menning og mögnuð mannvirki við hvert fótmál heldur og þar dásamlegt að versla. Best af öllu að versla hönnunarvörur á botnverði. Verðlag almennt á Ítalíu er mjög gott og algjörlega frábært þegar allt er að 50 til 70 prósent afslætti. … Continue reading »
Að þvælast um Ítalíu með lestum getur margborgað sig

Að þvælast um Ítalíu með lestum getur margborgað sig

Það eru sennilega ekki margir Íslendingar á faraldsfæti sem leggja sig eftir að kanna hvort hagkvæmt sé að ferðast með lestum í löndum Evrópu. En það getur verið töluvert betra og ódýrara en flakk með rútum eða á bílaleigubíl. Það kannski eðlilegt. Landinn er óvanur lestarferðum og auðvitað eru töluverð þægindi við að leigja bíla … Continue reading »

Fantagóður túr um Ítalíu með haustinu

Fantagóður túr um Ítalíu með haustinu

Réttu upp hönd ef einhver þessara staða heillar: Flórens, Napolí, Róm, Palermo, Taormina, Pompei, Lucca, Catania, Segeste, Vatíkanið. Einhver byrjaður að slefa? Ekki ólíklegt enda flestir ofangreindir staðir á listum yfir staði sem fólk verður að heimsækja áður en maðurinn með ljáinn mætir og heimtar sitt. Jákvæðu fréttirnar þær að alla þessa staði og nokkra … Continue reading »

Kostulegur tveggja vikna túr til Amalfi með gistingu og bíl fyrir 130 þúsund

Kostulegur tveggja vikna túr til Amalfi með gistingu og bíl fyrir 130 þúsund

Ef þú skyldir ekki vera að gera neitt sérstakt í aprílmánuði og átt 130 þúsund kall til að eyða í þig er hægt að gera marga verri hluti en koma sér fyrir á ágætu hóteli á hinni frægu Amalfi-strönd á Ítalíu í tvær vikur með bílaleigubíl til umráða. Allt heila klabbið fyrir 130 þúsund kall. … Continue reading »

Sardinía fyrir byrjendur á sértilboði

Sardinía fyrir byrjendur á sértilboði

Mörg ykkar getið lítt hugsað ykkur að bregða undir betri fætinum í sumarfrí strax í lok maí eða byrjun júní og fyrir vikið þarf oft að greiða allt að því tvöfalt verð fyrir sams konar ferð mánuði síðar í júlí eða ágúst. Það á við um sérdeilis fína ferð til Sardiníu í vikustund á tilboðsverði … Continue reading »

Olía, vín og sveitarómantík á Ítalíu fyrir lítið

Olía, vín og sveitarómantík á Ítalíu fyrir lítið

Ýmislegt er í boði þarna úti fyrir ferðaþyrsta og rómantíska elskendur. En auðvelt væri að færa rök fyrir að einn besti kosturinn sé vikudvöl í endurnýjaðri sveitavillu skammt frá bestu ströndum Ítalíu. Einhver gæti hugsað sem svo að hér séum við að meina Umbria eða Toskana héruð sem hafa lengi vel þótt kjörstaðir fyrir ástfangna … Continue reading »

Frí gisting á Ítalíu… ef þú þorir

Frí gisting á Ítalíu… ef þú þorir

Oftar en ekki þurfa ferðamenn að punga drjúgt fyrir hvers kyns gistingu í Alpafjöllum enda úrval takmarkað og ásókn mikil. Það á þó ekki við um einn kósí fjallakofa á Foronon Buinz fjalli Ítalíumegin. Þar má gista frítt. Hér hangir þó aðeins á spýtu því kofinn atarna stendur efst á umræddum toppi í 2532 metra … Continue reading »

Ljúf vika á Sardiníu fyrir lítið

Ljúf vika á Sardiníu fyrir lítið

Óvitlaust er að seilast í veskið og rífa upp kort ef ljúfur vikutúr á einni ljúfustu eyju Miðjarðarhafsins og á lágmarksverði í þokkabót er eitthvað sem þú gætir hugsað þér og það strax í maí eða júní. Ferðavefurinn Secret Escapes er þessa stundina og næstu þrjá sólarhringa að bjóða ferðapakka frá Englandi til ítölsku eyjarinnar … Continue reading »