Á Capri kemst einn og hálfur lítri ekki í eins lítra flösku

Á Capri kemst einn og hálfur lítri ekki í eins lítra flösku

Borgarstjórinn, eða öllu heldur, eyjastjórinn, á hinni íðilfögru ítölsku eyju Capri brosir ekki alveg út að eyrum þessa dagana. Karlinn, sem lengi vel undi hag sínum vel með sívaxandi straumi ferðafólks til eyjunnar, hefur nú snúið við blaðinu. Túristafjöldinn er að kæfa eyjuna alla. Kunnugleg orð hugsar einhver. Það var jú bæjarstjórinn á Klaustri sem … Continue reading »

Flestir ferðamenn féflettir á Spáni og í Frakklandi

Flestir ferðamenn féflettir á Spáni og í Frakklandi

Margir draga þá ályktun að ferðast beri með hvað mestri aðgát í lítt þekktari löndum Evrópu. Albanía kemur upp í hugann og Ungverjaland þykir mörgum vafasamt svo og Rúmenía. En sé mið tekið af breskum ferðamönnum eru túristar féflettir hvað mest á Spáni og í Frakklandi. Vefmiðillinn Money.co.uk framkvæmdi úttekt á því meðal þúsunda breskra … Continue reading »

Sódóma Ítalíu og Laxness

Sódóma Ítalíu og Laxness

Hvernig í ósköpunum endaði Halldór Laxness á ódýru gistiheimili í smáþorpi á Sikiley af öllum stöðum heimsins sumarið 1925? Þessari spurningu hafa ýmsir spurt sig gegnum tíðina án þess að hafa fengið svör sem merkileg þykja til að svala forvitninni.  Bækur hinna ýmsu merkismanna um skáldið svara þessari spurningu ekki með fullnægjandi hætti en staðurinn … Continue reading »

Svo þig vantar ódýrt þak yfir höfuð? Hér er ein lausn á því

Svo þig vantar ódýrt þak yfir höfuð? Hér er ein lausn á því

Staðan er þessi: þú ert nýútskrifuð/-aður hjúkrunarfræðingur og Landspítalinn býður aðeins 280 þúsund í byrjunarlaun meðan lágmarksleiga á gluggalausri skítakompu á höfuðborgarsvæðinu er 180 þúsund á mánuði og rottugangur innifalinn. Hvað skal gera? Víst er hægt að planta rassi tímabundið á Hótel Mamma og Pabbi. Nema að það er ekkert líf. Víst er hægt að … Continue reading »

Öllu verra að heimsækja Trevi-brunninn í Róm eftirleiðis

Öllu verra að heimsækja Trevi-brunninn í Róm eftirleiðis

Gárungarnir segja að allir góðir hlutir taki enda og þeim hittist satt á kjaft en gang imellem. Nú geta forvitnir aðdáendur fegurðar og byggingalistar ekki lengur dúllað sér við hinn magnaða lystibrunn Trevi í Róm. Það er með Trevi eins og fjölmarga aðra fræga staði í veröldinni að jafvel fallegustu myndir af þeim fyrirbærum blikna … Continue reading »

Dauðinn í Feneyjum

Dauðinn í Feneyjum

Það var ekki í fyrsta skipti og varla það síðasta heldur en fyrir nokkru síðan varð banaslys í Feneyjum sem ólíkt fyrri slysum þar virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Þýskur ferðalangur kramdist til bana í Stóraskurði, Canale Grande, þegar hann reyndi að bjarga þriggja ára dóttur sinni sem fallið hafði útbyrðis úr … Continue reading »

Gamla góða Ítalía fyrir daga fjöldatúrisma

Gamla góða Ítalía fyrir daga fjöldatúrisma

Þau skipta þúsundum litlu vinalegu þorpin og bæirnir um gervalla Ítalíu. Flestir þeirra eiga þó sameiginlegt að þar eru ferðamenn á vappi og oft helst til margir til að raunverulega sé hægt að taka inn smábæjarstemmninguna. Minnst einn staður er þó æði frábrugðinn. Þó klisjukennt sé að segja er alls óhætt að segja að tíminn standi kyrr … Continue reading »