Gamla góða Ítalía fyrir daga fjöldatúrisma

Gamla góða Ítalía fyrir daga fjöldatúrisma

Þau skipta þúsundum litlu vinalegu þorpin og bæirnir um gervalla Ítalíu. Flest þeirra eiga þó sameiginlegt að þar eru ferðamenn á vappi og oft helst til margir til að raunverulega sé hægt að taka inn smábæjarstemmninguna. Minnst einn staður er þó æði frábrugðinn. Þó klisjukennt sé að segja er alls óhætt að segja að tíminn standi kyrr … Continue reading »

Öllu verra að heimsækja Trevi-brunninn í Róm eftirleiðis

Öllu verra að heimsækja Trevi-brunninn í Róm eftirleiðis

Gárungarnir segja að allir góðir hlutir taki enda og þeim hittist satt á kjaft en gang imellem. Nú geta forvitnir aðdáendur fegurðar og byggingalistar ekki lengur dúllað sér við hinn magnaða lystibrunn Trevi í Róm. Það er með Trevi eins og fjölmarga aðra fræga staði í veröldinni að jafvel fallegustu myndir af þeim fyrirbærum blikna … Continue reading »

Abruzzo gæti vel verið best geymda leyndarmál Ítalíu

Abruzzo gæti vel verið best geymda leyndarmál Ítalíu

Mannskepnan er skrýtið fyrirbæri. Við erum mörg svo skilyrt og ósjálfstæð að við förum sjálfkrafa í raðir í bakaríum jafnvel þó engar séu merkingar um að fara í röð. Okkur er mörgum mikið í mun að setja skilrúm á færiband í verslunum svo afgreiðslufólkið ruglist nú alls ekki á brauðinu okkar og hangikjöti mannsins á … Continue reading »

Ferðafólki meinað að fylgjast með Feneyjarkarnivalinu

Ferðafólki meinað að fylgjast með Feneyjarkarnivalinu

Þeir eru ekkert mikið að grínast í Feneyjum. Borgaryfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að fækka þeim mikla fjölda ferðamanna sem borgina sækja. En það er algjör nýjung að senda lögregluna til að vísa þúsundum frá viðburðum í borginni. Hið fræga og vinsæla Feneyjarkarnival er í fullum gangi þessi dægrin en karnivalið hefur löngum … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir í Róm?

Hvað kosta svo hlutirnir í Róm?

Við skulum bara viðurkenna það. Stór ástæða þess að okkur flest langar að ferðast út fyrir steina þessa lands er til að komast í fjölbreyttara úrval verslana erlendis sem jafnframt bjóða vörur á töluvert lægra verði en hér er raunin. Samtök verslunarinnar mega mótmæla til endaloka heimsins en staðreyndin er samt sem áður sú að … Continue reading »

Öll þekkjum við Michelin en hversu margir þekkja Tre Spicchi

Öll þekkjum við Michelin en hversu margir þekkja Tre Spicchi

Líklega barátta við vindmyllur að ætla að benda Íslendingum á bestu pizzur í heimi. Þetta er jú sú þjóð sem borðar hvað mest af Domino´s pizzum en þær fara nærri að vera verstu pizzur heims að okkar viti. Það þarf ekki að fara í grafgötur með hvar bestu pizzur heims fást og það getur hver … Continue reading »

Viltu gera eitthvað spes á Sikiley? Drífðu þig á skíði :)

Viltu gera eitthvað spes á Sikiley? Drífðu þig á skíði :)

Heimurinn er stórkostlegri en nokkur gerir sér grein fyrir. Til marks um það finnast þó nokkrir staðir á jarðarkringlunni þar sem þú getur sólað þig í buff í 30 stiga hita við ströndina og klukkustund síðar rennt þér niður stórfínar skíðabrekkur án þess svo mikið sem blikka auga. Við höfum áður sagt lesendum okkar frá … Continue reading »

Hola í höggi fyrir lágmarks pening

Hola í höggi fyrir lágmarks pening

Fararheill.is bendir á að finnir þú eitthvað heillandi á umræddri síðu er þó þjóðráð að panta ekki í gegnum síðuna heldur fara beint á vefsíðu umrædds hótels eða golfvallar og panta beint þar sjálfur. Þannig sparast allnokkrar krónur sem annars færu fyrir lítið í umboðslaun.

Kannski magnaðasta ítalska borg sem þú hefur aldrei heyrt um

Kannski magnaðasta ítalska borg sem þú hefur aldrei heyrt um

Ritstjórn er nokkuð viss um að fáir nema harðkjarna Ítalíusinnar hafi nokkurn tímann heyrt talað um borgina Mantova. Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir að hún eigi meira skilið. Mantova er fimmtíu þúsund manna borg í hinu fræga Lombardia-héraði landsins, eða Lombardy á enska tungu, en þar finnast mun frægari stórstjörnur á borð við Mílanó … Continue reading »

Nákvæmlega svona á að njóta Cinque Terre

Nákvæmlega svona á að njóta Cinque Terre

Þeir eru fáir staðirnir á jarðríki sem er jafn indælt að ganga, hjóla eða aka um en Cinque Terre á ítölsku rivíerunni. Þetta bratta og fjalllenda landslag við ströndina er eitt og sér stórkostlegt en þegar við bætast hinir indælustu bæir, ljúft hitastigið og fersk hafgolan sem hér blæs 365 daga á ári eru vandfundnir … Continue reading »

Hinir ítölsku Versalir á hraðferð til helvítis

Hinir ítölsku Versalir á hraðferð til helvítis

Þú vissir kannski ekki að til er ítölsk útgáfa af hinni glæstu höll Versölum? Hún er raunverulega til og raunverulega kölluð Versalir Ítalíu af Ítölum sjálfum. En kannski ekki mikið lengur. Á frummálinu heitir fyrirbærið Reggia di Caserta eða Caserta höllin á hinu ylhýra. Sú er til skiptis kölluð bara Caserta eða Reggia og var … Continue reading »