Fjarska fallega Istanbúl

Fjarska fallega Istanbúl

Höfuðborg Tyrklands er stór og mikil og bíla- og mannþröng þar á helstu götum og strætum 365 daga á ári. En hafi menn áhuga að stíga aðeins út úr kösinni og læra að meta borgina í allri sinni dýrð er bátsferð um Bosporus ákjósanleg leið. Furðu fáir ferðamenn til Istanbúl kjósa að fara slíka bátsferð … Continue reading »

Síðustu forvöð að skoða Ægisif?

Síðustu forvöð að skoða Ægisif?

Það þarf færari penna en þá sem reka Fararheill til að lýsa fyrir fólki tilfinningunni að ganga inn í hina ægifögru byggingu Ægisif í Istanbúl. Líklega dugar samt ekki að hóa í Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum því þeirri tilfinningu vart lýst með orðum. Ægisif er hið frábæra íslenska heiti á Hagia Sophia sem væntanlega alla fróðleiksfúsa … Continue reading »

Enn versnar ástandið í Tyrklandi

Enn versnar ástandið í Tyrklandi

Það var og. Tyrkir hafa eytt verulegum fjárhæðum til að bjarga því sem bjargað varð í ferðabransanum í landinu en nú er sennilega öll nótt úti. Að minnsta kosti tíu látnir eftir sprengju í helstu flugstöð landsins í Istanbúl. Sök sér að hryðjuverkamönnum ISIS takist að sprengja mann og annan á fáförnum stöðum eða á … Continue reading »

Vara við ferðum til Tyrklands

Vara við ferðum til Tyrklands

Þar kom að því. Tíu mánuðum eftir að ritstjórn Fararheill varaði við ferðum til Tyrklands bætist utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í hópinn. Formleg viðvörun hefur nú verið gefin út af hálfu Bandaríkjastjórnar til handa þegnum sínum að forðast að ferðast um suðausturhluta landsins og sérstakar viðvaranir til fólks á leið til Istanbúl og Antalya. Bandaríkjamenn telja töluverðar … Continue reading »

Hlutir sem þú skalt ekki kaupa í Tyrklandi

Hlutir sem þú skalt ekki kaupa í Tyrklandi

Vart fór framhjá neinum fyrir nokkru síðan þegar Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Tyrklandi og gefið að sök að hafa ætlað að smygla fornmunum úr landi. Það endaði illa og er víti til varnaðar en það er fleira en fornmunir sem gestir í Tyrklandi ættu að láta vera að kaupa. Fleiri og fleiri Íslendingar … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir í Istanbúl?

Hvað kosta svo hlutirnir í Istanbúl?

Við skulum bara viðurkenna það. Stór ástæða þess að okkur flest langar að ferðast út fyrir steina þessa lands er til að komast í fjölbreyttara úrval verslana erlendis sem jafnframt bjóða vörur á töluvert lægra verði en hér er raunin. Samtök verslunarinnar mega mótmæla til endaloka heimsins en staðreyndin er samt sem áður sú að … Continue reading »

Tvær lúxussiglingar á tombóluverði

Tvær lúxussiglingar á tombóluverði

Illu heilli hafa innlendar ferðaskrifstofur eyðilagt orðið lúxussigling enda hver einasta ferð þar sem dallur kemur við sögu kölluð því nafni af þeirra hálfu. Ferð með gömlu Akraborginni yfir Faxaflóann í denn hefði flokkast sem lúxussigling. Sem er synd þegar kynna á til sögunnar raunverulegar lúxussiglingar. Siglingar um heimsins höf þar sem allt er innifalið, … Continue reading »

Marmaris og Istanbúl og allt innifalið á lúxusprís

Marmaris og Istanbúl og allt innifalið á lúxusprís

Hér er tilboð sem sekkur öllum tilboðum sem í boði eru frá Íslandi til Tyrklands og gott betur. Vika í lúxus í Marmaris og þrír dagar í þokkabót í Istanbúl frá London í maí og október fyrir 85 þúsund krónur á mann miðað við tvo. Það gerir svo mikið sem 170 þúsund krónur á parið … Continue reading »

Bangkok besta borgin 2008

Samkvæmt ítarlegri könnun þótti Bangkok í Tælandi bera af öðrum borgum heimsins sem besti áfangastaðurinn á síðasta ári en borgin þótti sú þriðja skemmtilegasta heim að sækja árið áður.