Ísavía alveg með þetta…

Ísavía alveg með þetta…

Það þarf allnokkrar umferðir í þvottavélinni til að losna við skítarákirnar hjá Ísavía síðustu misserin. Á sama tíma fær eini alvöru alþjóðaflugvöllur landsins feita falleinkunn meðal notenda. Öll þessi séní og sérfræðingar í stjórn og bestu vinir aðal hjá Ísavía. Séní og sérfræðingar, það er að segja, í því að gera slæma hluti enn verri. … Continue reading »

Hvers vegna er Ísavía að eyða tugmilljónum í auglýsingar?

Hvers vegna er Ísavía að eyða tugmilljónum í auglýsingar?

Ók, við hér ekki fræðingar í einu né neinu og sennilega tómir hillbillís við hliðina á útlærðu háskólagengnu fólki. En við föttum ekki hvers vegna Ísavía er að eyða tugmilljónum króna í auglýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Tugmilljónir króna er líklega vanmat. Heilt aukablað með Fréttablaði Jóns Ásgeirs Jóhannssonar, sem kostað hefur almenning milljarða króna, plús langar … Continue reading »

Halló Ísavía!!! Einhver vakandi þarna úti?

Halló Ísavía!!! Einhver vakandi þarna úti?

Forstjórinn með tæpar þrjár milljónir í mánaðarlaun, stjórnarformaðurinn með fimm millur á ári fyrir tíu 20 mínútna langa fundi og nokkrar millur á mánuði í ofanálag sem forstjóri Símans. En að starfsfólkið á gólfinu fái mannsæmandi laun er af og frá. Slíkur viðbjóður er mjög líklega ástæða þess að annar hver maður sem starfar á … Continue reading »

Vafasamur forstjóri Ísavía tekur pokann sinn fyrirvaralaust

Vafasamur forstjóri Ísavía tekur pokann sinn fyrirvaralaust

Við hér skrifað ítrekað um hinn mjög svo vafasama forstjóra ríkisfyrirtækisins Ísavía, Björn Óla Hauksson, gegnum tíðina. Nú virðast augu yfirmanna hans loks hafa opnast. Kauði hefur sagt starfinu lausu og það prontó. Frábærar fréttir fyrir alla þá sem dreymir um að ríkisforstjórar gæti hagsmuna almennings en ekki sérhagsmunaafla. Lesa má nánar um uppsögn Björns … Continue reading »

Hjá Ísavía þarf fólk að girða sig duglega í brók

Hjá Ísavía þarf fólk að girða sig duglega í brók

„Við vinnum saman að því að vera hluti af góðu ferðalagi innanlands sem utan.” Svo segir í stefnuyfirlýsingu ríkisfyrirtækisins Ísavía. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvernig farþegar um flugvelli landsins geta unnið að því með Ísavía að bæta ferðalög innanlands sem utan. Kannski með því að fá sér kaffibolla með þúsund prósent álagningu eða sitja … Continue reading »

Hvers vegna þúsund ferðamálastofnanir þegar Ísavía reddar málunum?

Hvers vegna þúsund ferðamálastofnanir þegar Ísavía reddar málunum?

Ferðamálastofa, stjórnstöð ferðamála, Ferðamálaráð, Ferðamannasamtök Íslands, Ferðamálastofa Akureyrar, Íslandsstofa, Samgöngustofa og svo videre og videre. Þúsund vellaunaðir púkar á ríkisfjósbitanum hjá fjölda stofnana sem eiga að sjá um að erlendir ferðamenn sæki farsæla Frón heim í tonnavís, elski land og þjóð, komi sem oftast og eyði eins miklum fjármunum og framast er hægt að kreista … Continue reading »

Ísavía með puttann á púlsinum (ekki)

Ísavía með puttann á púlsinum (ekki)

Guði sé lof fyrir að Ísavía rekur ekki sjúkrahús landsins. Þrátt fyrir að stjórinn hafi fengið súperdúndurmega-launahækkun nýlega er þjónustu þessa ríkisfyrirtækis enn ábótavant. Gott dæmi um það er að skoða lista Ísavía yfir þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavík. Sá listi eðalfínn fyrir fólk sem vill prófa eitthvað annað en það sem … Continue reading »

Undarlegt sumar framundan

Undarlegt sumar framundan

Æði áhugaverðir hlutir að gerast í flugi til og frá landinu næsta vor, sumar og haust samkvæmt upplýsingum Ísavía ohf. Og sem fyrr fer það alveg framhjá steingeldum innlendum fjölmiðlum. Hver einasti fjölmiðill íslenskur hefur undanfarið fjallað um breyttar aðstæður í flugi til og frá Íslandi á næstu misserum. Flestir hafa birt meðfylgjandi töflu sem … Continue reading »

Hversu mikið er Ísavía sama um farþega? Svona mikið

Hversu mikið er Ísavía sama um farþega? Svona mikið

Þetta kæmi engum á óvart í Úkraínu eða Búrma en að íslenska ríkisfyrirtækið Ísavía neiti að gefa upp hversu oft flug Wow Air, Icelandair eða Primera Air hafa verið felld niður eða verið aflýst er aldeilis galið. Fararheill fór þess á leit við Ísavía að upplýsa hversu oft flugferðir ofangreindra flugfélaga hafa fallið niður. Við … Continue reading »

Enn versnar þjónustan hjá Ísavía (eða hvað?)

Enn versnar þjónustan hjá Ísavía (eða hvað?)

Þú að bíða eftir að afi og amma lendi í Keflavík frá Tenerife til að geta náð í þau og skutlað þeim heim eins og góðu barnabarni sæmir. Þú sérð á netinu að lending er staðfest klukkan X, þú rýkur af stað út í bíl og ert fyrir utan Leifsstöð í þann mund sem gömlu … Continue reading »

Er „framkvæmdastjóri flugvallasviðs” hjá Ísavía bara hlutastarf?

Er „framkvæmdastjóri flugvallasviðs” hjá Ísavía bara hlutastarf?

Viti menn! Yfirmaður heils sviðs hjá Ísavía segir upp störfum og sjéffinn segist sjálfur ætla að græja hlutina svona þangað til nýr maður er ráðinn. Undarleg frétt þennan daginn í Morgunblaðinu og síðar á vef blaðsins eins og lesa má um hér. Þar kemur fram að einstaklingur hyggist hætta sem yfirmaður flugvallasviðs Isavía samkvæmt tilkynningu … Continue reading »

Svínarí Ísavía á ekki að koma neinum á óvart

Svínarí Ísavía á ekki að koma neinum á óvart

Hinn aldni blaðamaður Eiríkur Jónsson fárast yfir því í nýlegri bloggfærslu að ríkisfyrirtækið Ísavía, sem rekur flugvelli landsins, skuli dirfast að hagræða, undir rós, tölum varðandi kostnað við bílastæði við Leifsstöð. Vitibornu fólki kemur það ekkert á óvart. Eiríkur heldur úti ágætum vef þar sem fjallað er um allt og ekkert en þó aðallega ekkert. … Continue reading »

Ítarlegar upplýsingar fyrir farþega? Ísavía ekkert á þeim buxunum

Ítarlegar upplýsingar fyrir farþega? Ísavía ekkert á þeim buxunum

Árið 2018 rétt að detta í garð. Tæp þrjátíu ár síðan internetið hélt innreið sína til Íslands með tilheyrandi loforðum um stóraukna og betri upplýsingagjöf til handa öllum um allt undir sólinni. Ríkisfyrirtækið Ísavía vill þó enn ekki segja okkur hvers vegna flugi er aflýst eða seinkar fram úr hófi. Forsvarsmenn Ísavía svona dæmigerðir plebbar … Continue reading »

Feitar og miklar seinkanir á flugi en enginn veit hvers vegna????

Feitar og miklar seinkanir á flugi en enginn veit hvers vegna????

Forstjóri Ísavía þarf aldeilis að fara að girða upp um sig buxur og nærbuxur og leggja sinn feita haus í bleyti. Nánast allan daginn þann 12. nóvember seinkaði flugi með velflestum flugfélögum um 10 til 80 mínútur og enginn er nokkru nær um hvers vegna. Algjörlega óboðlegt árið 2017 að farþegar eða þeir sem biðu … Continue reading »