Bestu nektarstrendur heims
Á Spáni láta menn sér ekki allt fyrir brjósti brenna

Á Spáni láta menn sér ekki allt fyrir brjósti brenna

Ókunnugir á leið um héraðið gætu auðveldlega dregið þá ályktun úr fjarska að smábærinn San Bartholomé de Pinares standi í björtu báli. Eldtungur teygja sig langt til himins og þykkur reykjarmökkur ljær öllu vofeiflegan svip.  Þegar nær dregur kemur þó í ljós að hér amar ekkert að enda á sér stað sams konar viðburður hvert … Continue reading »

Óþarfi að flíka landamerkinu erlendis

Óþarfi að flíka landamerkinu erlendis

Allir þeir sem ætla sér að þvælast um á eigin bíl um Evrópu ættu kannski að hugsa sig tvisvar um áður en þeir setja landamerkimiðann IS á besta stað á bílnum. Svo virðist sem margir telji að það standi fyrir Ísrael jafnvel þó nafn Íslands og fáni prýði einnig merkið. Landamerki er sögð skylda að … Continue reading »

Facebook færir neytendum aukin áhrif

Facebook færir neytendum aukin áhrif

Það er enn á allra fyrstu stigum en Facebook var fyrir tveimur vikum að færa okkur neytendum aðeins meiri vigt en verið hefur hingað til. Brátt munu allir geta gefið fyrirtækjum sem skráð eru á facebook einkunn frá einum upp í fimm fyrir þjónustu. Það er töluvert jákvætt skref í þágu neytenda sem hingað til … Continue reading »

Breytingar framundan á Kúbu

Breytingar framundan á Kúbu

Raúl Castro, bróðir einræðisherrans Fidels, virðist hafa vit í kolli og vilja til að láta gott af sér leiða ef marka má nýjustu fréttir frá eyjaskeggjum. Stjórnvöld hafa ákveðið að leggja af það tvöfalda peningakerfi sem verið hefur við lýði um áratugaskeið og fyllt fátækari íbúa illu blóði. Eins og þeir vita sem til Kúbu … Continue reading »

Oska-Travel vaknar til lífsins

Oska-Travel vaknar til lífsins

Undarlegt ómerkt bréf fylgdi Morgunblaði sumra landsmanna þennan laugardagsmorgunn. Í því var nýtt tilboð norsku ferðskrifstofunnar Oska-Travel sem vaknað hefur til lífsins eftir hlé. Ár er síðan fyrst birtust auglýsingar frá fyrirtækinu þar sem það bauð fantaverð á sólarlandaferð til Tyrklands. Fantaverð að minnsta kosti samanborið við það sem Íslendingum bauðst hér innanlands fram að … Continue reading »

Ferðalangur.net getur sparað þér tugþúsundir

Ferðalangur.net getur sparað þér tugþúsundir

Ritstjórn Fararheill tekur öll ofan hattinn, meira að segja hattlausar stelpurnar,  fyrir öllum þeim einstaklingum sem reyna að gera ferðalög einfaldari og ódýrari fyrir bláókunnugt fólk. Það krefst ákveðinnar fórnfýsi og oftar en ekki koma viðkomandi út í mínus fyrir að reyna að gera gott. Þó allt of lítið fari fyrir þá hefur Margrét Gunnarsdóttir … Continue reading »