Írland á einni mínútu

Írland á einni mínútu

Sé það satt að myndir segi meira en þúsund orð þarf vart að draga í efa að myndbönd segja enn meira. Ekki síst drónamyndbönd. Írska ferðamálaráðið hefur birt síðasta landkynningarmyndband sitt sem sjá má hér að neðan og er einstakt að því leyti að það alfarið tekið af flygildi, dróna, af fallegum náttúrulegum stöðum landsins. … Continue reading »

Í Dublin er Guinness ís líka vinsæll

Í Dublin er Guinness ís líka vinsæll

Spurðu heimamenn í Dublin út í bestu ísbúðina í plássinu og 99% þeirra munu gefa þér sama svarið: Murphy´s við Wicklow stræti. Það eru innan við tíu ár síðan tveir Bandaríkjamenn hófu að leika sér að því að framleiða framandi ís með bragðtegundum úr héraði á Írlandi. Nú eru staðir þeirra þrír og ísinn auðvitað … Continue reading »

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Þennan desemberdag tilkynnti Gamla konan, Icelandair, um sinn 44. áfangastað og þar varð borgin Belfast á Norður-Írlandi fyrir valinu. Vafasamt hvort það gengur upp. Belfast er firna skemmtileg enda Norður-Írar ekkert síðri Írar en hinir sunnar á eyjunni. Margt líkt með skyldum og gengur ekki fjöllum hærra sú saga að þorri kvenfólks á Íslandi megi … Continue reading »

Metnaðarleysi hjá Vita

Metnaðarleysi hjá Vita

Hundrað og sextíu þúsund krónur á par er það allra lægsta sem ferðaskrifstofan Vita getur boðið landanum í þriggja daga borgarferð til hinnar ágætu Dyflinnar á Írlandi. Það er töluvert dýrara en slík ferð þarf að kosta. Vitaferðir, dótturfyrirtæki Icelandair, býður upp á nokkrar ferðir þennan veturinn til Dublin í beinu flugi. Ágætar stuttar ferðir … Continue reading »

Betur má ef duga skal hjá TripCreator

Betur má ef duga skal hjá TripCreator

Hann hefur hlotið alþjóðleg verðlaun og fær ágæta dóma hjá mörgum notendum. En eftir duglega yfirlegu getur ritstjórn Fararheill EKKI mælt með hinum íslenska TripCreator. Ritstjórn hefur um hríð stúderað nýjan ferðavef sem ekki aðeins hefur hlotið alþjóðleg verðlaun heldur og virðist hitta vel í mark miðað við umsagnir. Þetta er hinn íslenski TripCreator sem … Continue reading »

Dagur heilags Patreks er glimrandi hátíð

Dagur heilags Patreks er glimrandi hátíð

Þeir sem þekkja Íra vita að þeir þurfa enga sérstaka ástæðu til að lyfta sér upp og þeir gera það af alefli meðan á Degi Heilags Patreks stendur

Gisting og golf á besta stað á Írlandi á brandaraverði

Gisting og golf á besta stað á Írlandi á brandaraverði

Golfáhugafólk ætti velflest að kannast við nafnið Druids Glen sem er einn af þremur frægustu og vinsælustu golfvallarsvæðum Írlands. Þar kostar yfirleitt formúgur að spila eða gista en ekki í mars og apríl. Druids Glen er samheiti tveggja golfvalla og fimm stjörnu hótels í írsku sveitasælunni í um 30 mínútna fjarlægð frá Dublin. Hér fara … Continue reading »

Írar afglæpavæða fíkniefni

Írar afglæpavæða fíkniefni

Það líður brátt að því að þeir sem vilja njóta góðrar jónu í góðum félagsskap geta gert það aldeilis óhræddir á Írlandi. Þetta tilkynntu stjórnvöld í landinu fyrir stuttu. Áfram verður glæpsamlegt að græða á fíkniefnum með einum eða öðrum hætti en notendur eiga að gera verið í friði með lítið magn efna. Það gildir … Continue reading »

Bótakröfur farþega Primera Air enn til skoðunar

Bótakröfur farþega Primera Air enn til skoðunar

Tæpur mánuður er liðinn síðan fjöldi farþega Primera Air lenti í vægast sagt ömurlegri heimferð frá Tenerife. Heimferð sem tók næstum sólarhring. Flugfélagið skoðar nú hugsanlegar bótagreiðslur. Það staðfestir upplýsingafulltrúi Primera Air við Fararheill en töluverður fjöldi farþega í umræddu heimflugi hefur farið fram á bætur vegna tafanna. Lesa má um heimferðina hér en í … Continue reading »

Svona kemstu á U2 tónleika í heimalandinu fyrir klink

Svona kemstu á U2 tónleika í heimalandinu fyrir klink

Fyrir nokkru setti ferðaskrifstofan Gaman ferðir í sölu túr til London á tónleika hjá hinum sívinsælu ellirokkurum U2. Þar um að ræða þriggja daga ferð; flug, hótel og miða á tónleikana fyrir tvo á 329.800 krónur. Það er um 200 þúsund krónum dýrara en ef þú gerir og græjar þína eigin ferð. Stórsveitin er að þvælast … Continue reading »