Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Þess vegna er Asía hið besta mál á næstunni

Ók. Gætum haft hér langan og strangan inngang um dásemdir hins og þessa. En við sleppum því og látum nokkur skjáskot tala máli okkar. Þess vegna er næsti vetur kannski besti hugsanlegi tíminn fjárhagslega til að heimsækja Asíu 🙂 * Stikkprufur á hótelvél Fararheill klukkan 21 þann 11. júní 2020. Ein nótt 1.-2. desember 2020. … Continue reading »

Næsta stopp við Balí er Balí eins og hún var fyrir 30 árum

Næsta stopp við Balí er Balí eins og hún var fyrir 30 árum

Líkast til hefur þú aldrei heyrt talað um eyjuna Lombok í Indónesíu. En þú hefur 100 prósent heyrt um eyjuna Balí í sama landi. Lombok er Balí eins og Balí var áður en fjöldatúrismi hélt þar inngöngu sína. Engum blöðum um að fletta að Balí hin indónesíska er stórkostleg með stóru essi. Djamm, djúserí og … Continue reading »

Til að sjá kómódódreka þarf ekkert til Kómódóeyja

Til að sjá kómódódreka þarf ekkert til Kómódóeyja

Það er sannarlega upplifun að vitna stærstu og hættulegustu eðlur heims í sínu náttúrulega umhverfi á Kómódó-eyju í Indónesíu. En það þarf að hafa mikið fyrir, kostar böns af peningum og er nett kjánalegt þegar vitna má þessar fallegu skepnum í nærmynd í flottum garði í höfuðborginni Jakarta. Kómódó-drekar eru auðvitað alls engir drekar. Það … Continue reading »

Sól, sæla og sálarhreinsun á Balí

Sól, sæla og sálarhreinsun á Balí

Sól og sæla er príma ávísun á bætt og betra geð svona hjá flestum okkar. En hvað ef þú gætir gengið skrefinu lengra og fengið sól, sælu og sálarhreinsun í einu höggi? Sálarhreinsun er stórt orð og auðvitað seint eða aldrei hægt að sanna neitt í þeim efnum. Það er hins vegar staðreynd að sálarhreinsun … Continue reading »

Að finna innri frið á Balí með því að láta ropa á þig

Að finna innri frið á Balí með því að láta ropa á þig

Svo þú vilt innri frið og rósemd án þess að hafa mikið fyrir. Þjóðráð að drífa sig til Balí og láta ropa á þig. Sjaldan öll vitleysan eins. Rákumst á þetta myndskeið á vef megastjörnunnar Kim Kardashian. Þar fer stjarnan til nokkurra heilara á eynni fallegu í von um að finna frið og ró í … Continue reading »

Trix ef þig langar að dvelja lengur á Balí en 30 daga

Trix ef þig langar að dvelja lengur á Balí en 30 daga

Merkilegt með Balí. Nánast hinu megin á hnettinum fyrir fölbleika Íslendinga en þar er engu að síður fjöldi landsmanna að dúlla sér daginn út og inn allt árið um kring. Kannski ekki svo merkilegt. Þó túrismi sé þar yfirþyrmandi víða er Balí og megnið af eyjum Indónesíu samt sem áður himnaríki á jörð fyrir þau … Continue reading »

Kannski eitt merkilegasta þorp Indónesíu

Kannski eitt merkilegasta þorp Indónesíu

Líklega ekki ýkja margir Íslendingar sem láta sig hafa túr til eyjunnar Lombok í Indónesíu. Þó sú státi af sömu yndislegheitum og nágrannaeyjan Balí er hún ekki jafn vinsæl og meira þarf að hafa fyrir heimsókn hingað. Það er samt í Lombok sem er mögulega eitt forvitnilegasta þorp landsins alls. Það þarf mikla stækkun á … Continue reading »

Pjallan farin að lykta og síga? Drífðu þig til Balí

Pjallan farin að lykta og síga? Drífðu þig til Balí

Við glímum öll við leiðindaáhrif tímans. Hann tekur toll á líkama flestra okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr og fátt eitt til ráða í flestum tilfellum. Ef marka má indónesíska speki er þó til þjóðráð fyrir þær konur sem vilja fríska upp á þreyttar og lúnar pjöllur sínar. Ratu-meðferð er megavinsæl meðal indónesískra … Continue reading »

Líklega ALDREI ódýrara að ferðast um Indónesíu en næstu mánuðina

Líklega ALDREI ódýrara að ferðast um Indónesíu en næstu mánuðina

Eins dauði alltaf annars brauð. Að þessu sinni þeirra Íslendinga sem sjá Indónesíu og stórkostlegur eyjur þess lands í hillingum. Kórónavírusfaraldurinn í Kína hefur sett stórt strik í ferðalög milljóna Kínverja og margra annarra að auki. Kínverjum er nú beinlínis meinað að heimsækja Indónesíu og nokkur önnur lönd í Asíu meðan faraldurinn geysar og fátt … Continue reading »

Fengið nóg af fjöldatúrisma á Balí

Fengið nóg af fjöldatúrisma á Balí

Við hjá Fararheill erum að reyna að gera okkur grein fyrir hvort nýleg tilmæli ferðamálayfirvalda í Indónesíu eru stórmerkilegar fréttir eða aðeins plott til að auglýsa ferðamannastaði sína enn frekar. Plottið snýst um að þeir hafa fengið nóg af ferðamönnum til eyjarinnar Balí. Ferðamálayfirvöld eru að hvetja ferðamenn til að ferðast til annarra staða í … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir á Balí?

Hvað kosta svo hlutirnir á Balí?

Við skulum bara viðurkenna það. Stór ástæða þess að okkur flest langar að ferðast út fyrir steina þessa lands er til að komast í fjölbreyttara úrval verslana erlendis sem jafnframt bjóða vörur á töluvert lægra verði en hér er raunin. Samtök verslunarinnar mega mótmæla til endaloka heimsins en staðreyndin er samt sem áður sú að … Continue reading »

Fjórir ómissandi hlutir á Balí

Fjórir ómissandi hlutir á Balí

Það er engin tilviljun að indónesíska eyjan Balí hefur um árabil verið einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna. Heimsklassa strendur, fjölbreytt landslag og dýralíf, menning eyjaskeggja bæði framandi og heillandi og verðlag hæfir pyngjum allra. Auðvelt er að gleyma sér á gullnum ströndunum dag eftir dag en þeir sem leggja á sig langt ferðalag hingað ættu … Continue reading »

Denpasar, Ubud eða Kuta? Hvar er best að dvelja á Balí?

Denpasar, Ubud eða Kuta? Hvar er best að dvelja á Balí?

Valið kann að virðast auðvelt við fyrstu sýn. Það er jú ekki eins og hin gullfallega indónesíska eyja Balí sé ýkja stór og því vandalaust að finna stað við hæfi allra ekki satt? Það er ekki eins og skipulagðar ferðir til Balí héðan frá Íslandi séu algengar en þá sjaldan það gerist þá eru áfangastaðirnir … Continue reading »