Aðeins auðveldara að þvælast um Indland í framtíðinni

Aðeins auðveldara að þvælast um Indland í framtíðinni

Ferðamálaráðherra Indlands hefur verið vandi á höndum um nokkurra ára skeið. Ítrekað hefur verið ráðist á erlenda ferðamenn í landinu og í nokkrum velþekktum tilfellum erlendum konum nauðgað og þær jafnvel skildar eftir nær dauða en lífi. Ekki alveg orðsporið  til að trekkja fleiri ferðamenn til landsins. Hryllilegar nauðganir og morð á stöku ferðamönnum komast … Continue reading »

Sól, sæla og ódýrar tannréttingar í leiðinni

Sól, sæla og ódýrar tannréttingar í leiðinni

Þeir sem eldri eru þarna úti ættu flestir að muna eftir óvenju tíðum ferðum Íslendinga til Búlgaríu hér fyrir um 20 árum síðan eða svo. Þá héldu margir í víking þangað til að njóta sólar en líka til að komast til lækna fyrir lágmarksverð. Sumir kölluðu þetta tannlæknaferðir enda fór annar hver maður í þessar … Continue reading »

Settu Taj Mahal á ís þetta árið

Settu Taj Mahal á ís þetta árið

Að minnsta kosti ein ung íslensk hjón verða eilítið skúffuð á Indlandi í mars næstkomandi. Þau skipulögðu funheitan túr um þetta mikla land á síðasta ári og ætlunin að sjá flest sem markvert er á tveimur mánuðum. Hið mikla mannvirki Taj Mahal mun valda þeim vonbrigðum. Það er þetta sígilda með Murphy og lögmálið hans: … Continue reading »

Leikfangalestin í Darjeeling

Leikfangalestin í Darjeeling

Fólk þarf að vera pínulítið undarlegt í hausnum til að setja orðið leikfangalest í annað samhengi en sem leikfang fyrir ungabörn. Ekki þó í Bengal á Indlandi þar sem ein frægasta lest landsins er einmitt þekkt sem Leikfangalestin í Darjeeling. Sú ágæta lest, The Darjeeling Toy Train, á fátt sameiginlegt með barnaleikföngum en hún er … Continue reading »

Á helgum stað á Indlandi kynlífsstellingar í hundraðavís

Á helgum stað á Indlandi kynlífsstellingar í hundraðavís

Á sama tíma og hér var kristni troðið með valdi ofan í lýðinn árið 1000 voru herrar hinu megin á hnettinum uppteknir við aðra iðju. Að byggja hin reisulegustu hof og musteri og sum þeirra skreytt á vægast sagt svæsinn hátt. Hér er verið að vísa til hinna stórmerkilegu mustera hindúa sem saman kallast Khajuraho … Continue reading »

Mánaðarlangur lúxusþvælingur um stórkostlega staði Asíu fyrir 750 kall á kjaft :)

Mánaðarlangur lúxusþvælingur um stórkostlega staði Asíu fyrir 750 kall á kjaft :)

Ok! Ekkert okkar er að verða neitt yngri og þaðan af síður léttari og enn er svo mikið þarna úti sem okkur langar að sjá og upplifa áður en maðurinn með ljáinn bankar á dyr. Hvernig má njóta sem mest af forvitnilegum stöðum Asíu án þess að íslenska meðalparið þurfi að veðsetja börnin og húsið … Continue reading »

Enga stutta kjóla eða pils segja Indverjar

Enga stutta kjóla eða pils segja Indverjar

Indversk stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að vara erlendar konur sem ferðast ætla um landið að klæðast þunnum, stuttum kjólum eða pilsum. Þá ættu þær konur sem ferðast á eigin vegum ekki að fara út eftir myrkur. Slíkur klæðaburður þykir helst til ögrandi meðal karlmanna margra en undanfarin ár hafa ítrekað heyrst sögur af … Continue reading »

Jóga á heimsmælikvarða

Jóga á heimsmælikvarða

Ef jógaiðkun í stofunni heima færir fólki lífsgæði hvað gerist taki menn kúrs á þeim jógastöðum heims sem þykja bera af?

Stórkostlegir tilbeiðslustaðir