Tenerife fyrir jólin? Þá eru þrír flugkostir í boði

Tenerife fyrir jólin? Þá eru þrír flugkostir í boði

Áhugasamir einstaklingar þarna úti finna ekkert flug með Icelandair til hinnar sólríku Tenerife á Kanaríeyjum á vef þess flugfélags fyrir jólin. En skoppi fólk yfir á vef ferðaskrifstofunnar Vita eru þar í boði ferðir með Icelandair og á næstum nákvæmlega sama verði og Wow Air býður. Okkar ástkæra Icelandair sem lífeyrissjóðir landsmanna hafa haldið á … Continue reading »

Krambúleraðir krummar! Icelandair lokar aftur á viðskiptavini

Krambúleraðir krummar! Icelandair lokar aftur á viðskiptavini

Það er ekki bara forsætisráðherra sem er viðkvæmur fyrir að allt komi fram í dagsljósið. Forsvarsmenn Icelandair eru á sama báti. Fyrir rúmum mánuði greindum við frá því að einhver viti borinn persóna hjá flugfélaginu sem ber nafn landsins hefði ákveðið að opna á nýjan leik fyrir fésbókarkomment viðskiptavina. Fyrir utan þá staðreynd að hræðileg … Continue reading »

Loks kviknar á peru Icelandair

Loks kviknar á peru Icelandair

Seint koma sumir en koma þó. Það máltæki á mætavel við þennan daginn þegar forráðamenn flugfélagsins Icelandair komast loks inn í nútímann og mæta samkeppni með samkeppni en ekki fálæti. Örfáum árum of seint en betra er jú seint en aldrei 🙂 Icelandair kynnti í dag svokallað „economy light“ fargjald sem verður til sölu á … Continue reading »

Icelandair opnar fyrir fésbókarkomment á ný – og kvartanirnar streyma inn

Icelandair opnar fyrir fésbókarkomment á ný – og kvartanirnar streyma inn

Viti menn! Einhver háttsettur hjá Icelandair hefur tekið ábendingar Fararheill rækilega til sín. Nú hefur flugfélagið opnað á ný fyrir gestakomment á fésbókarsíðu sinni. Það eins og við manninn mælt: kvartanirnar streyma inn hraðar en Benny Hinn læknar sjúka. Um langa hríð nú hefur Icelandair, eins og reyndar Wow Air líka, bæði alfarið lokað á … Continue reading »

Fagmennskan allsráðandi í þjónustuveri Icelandair

Fagmennskan allsráðandi í þjónustuveri Icelandair

Kannski megum við þakka fyrir að enn séu starfandi Íslendingar í þjónustuverum íslenskra flugfélaga. Það eru jú indverskir aðilar sem aðstoða þig hjá Wow Air þessi dægrin. En það er samt full ástæða til að fara fram á þó ekki sé nema snefil af fagmennsku. Er það ekki? Einn viðskiptavinur Icelandair á fésbók gerði nýlega … Continue reading »

Til Brussel í haust og vetur er 50% ódýrara að fljúga með Wow Air en Icelandair

Til Brussel í haust og vetur er 50% ódýrara að fljúga með Wow Air en Icelandair

Einhver gæti haldið að stjórnendur Icelandair væru á táberginu nú þegar hlutabréf í flugfélaginu falla hraðar en æra Ólafs Ólafssonar. Svo er þó ekki. Í það minnsta ekki til Brussel í Belgíu þetta haustið og veturinn samkvæmt lauslegri og óformlegri úttekt Fararheill. Þar er Wow Air almennt að bjóða svo mikið betur en Icelandair að … Continue reading »

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Ok, við vitum að fátt er leiðinlegra en langt hangs í troðinni Leifsstöð. En farþegar Icelandair til Köben þennan daginn geta þó huggað sig við að vera orðnir tæplega 50 þúsund krónum ríkari án þess að hreyfa legg né lið. Þeir farþegar þurftu nefninlega að gera sér að góðu að bíða aukalega í rúmlega þrjár … Continue reading »

Tampa með Icelandair eða Miami með Wow Air?

Tampa með Icelandair eða Miami með Wow Air?

Góðu heilli halda innlend alþjóðaflugfélög áfram að bæta stað og stað við flugáætlanir og þó markmiðið sé ekki að trylla lýðinn hér á klakanum heldur fyrst og fremst að ná í fleiri erlenda ferðamenn þá njótum við klakafólkið góðs af líka þó hið sama verði ekki sagt um náttúruna okkar. Bæði Wow Air og Icelandair … Continue reading »

Svar við bréfi Axels

Svar við bréfi Axels

„Heil og sæl þið hjá Fararheill. Þakkir fyrir frumlegan og á flestan hátt afar skemmtilegan og fróðlegan vef þó reyndar mér finnist þið oft fara offari gagnvart tilteknum fyrirtækjum og einstaklingum. Mig langaði aðeins að benda ykkur á að sá flugtími sem okkur stendur til boða til vinsælla áfangastaða eins og Gautaborgar með Icelandair þar … Continue reading »

Þessir farþegar Icelandair voru að vinna sér inn 50 þúsund krónur :)

Þessir farþegar Icelandair voru að vinna sér inn 50 þúsund krónur :)

Algjör óþarfi að sýta það ef flug tefst lítið eitt. Svo lengi sem fólk er með réttindi sín á hreinu og sækir rétt sinn getur stutt töf þýtt feitan pening í veskið. Eins og til dæmis farþegar Icelandair frá London þennan daginn geta látið sig hlakka til. Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af … Continue reading »

Icelandair frábært flugfélag til að týna hundum

Icelandair frábært flugfélag til að týna hundum

Eftir að hafa stundað og stúderað ferðalög og ferðamennsku um áraraðir þarf skrambi mikið að fara úrskeiðis til að við hjá Fararheill lyftum brúnum mikið. Við hins vegar lyftum þeim öllum þegar við lásum um þau merkilegu vinnubrögð hjá Icelandair að troða litlum chihuahua hundi svo langt inn í farangurslest flugvélar and hann fannst ekki … Continue reading »

Engin miskunn hjá Icelandair vegna krabbameins

Engin miskunn hjá Icelandair vegna krabbameins

Milljarða hagnaður og grillað daginn út og inn hjá yfirmönnum og eigendum Icelandair. En að endurgreiða krabbameinsveikri manneskju einn skitinn flugmiða reynist þeim ofviða. Fararheill hefur fengið send ansi brútal skeyti í kjölfar þess að við gagnrýndum að Icelandair sé einu sinni á ári að monta sig af því að „bjóða“ langveikum börnum í flugferð. … Continue reading »

Fararheill – Icelandair 1-0

Fararheill – Icelandair 1-0

Bara ef sjóðstjórar hjá lífeyrissjóðunum okkar hefðu lesið og fylgt eftir ábendingum Fararheill hér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá væri sjóðirnir ekki að grátblæða peningum, selja bréf á slikk og hugsanlega senda komandi ellilífeyriskynslóð á guð og gaddinn. Sá hlær best sem síðast hlær. Sem er ástæða þess að hlátrasköll hafa heyrst reglulega af hæð … Continue reading »

Icelandair er dásamlegt flugfélag og þið eruð fávitar

Icelandair er dásamlegt flugfélag og þið eruð fávitar

Jamm og jæja. Svo virðist sem rökfest gagnrýni okkar á flugfélagið Icelandair fari mjög miður niður. Átján undirskrifuð hatursskeyti þegar þetta er skrifað plús ótaldar feitar pillur á samfélagsmiðlum. Verst að ekki einn gagnrýnandi færir rök fyrir máli sínu. Fararheill hefur um langa hríð verið gagnrýnin á flugfélagið Icelandair og það sem það fyrirtæki býður … Continue reading »