Hraðtilboð Icelandair ekki alltaf kjarakaup

Hraðtilboð Icelandair ekki alltaf kjarakaup

Myndir þú rjúka upp til handa og fóta ef einhver þjónustuaðili auglýsti fimm prósenta afslátt af tiltekinni vöru? Hæpið verður að segjast fyrir okkur flest. Fimm prósenta afsláttur einfaldlega ekki nógu drjúgt til að gera sér spes ferð eftir nema um eitthvað æði sérstakt sé að ræða. Það sem kemur sumum á óvart er að … Continue reading »

Sæmileg tilboð Icelandair en tímasetningin slæm

Sæmileg tilboð Icelandair en tímasetningin slæm

Ný hraðtilboð Icelandair litu ljós dagsins í dag og í boði til hádegis á morgun. Allsæmilega boðið að þessu sinni og safaríkast að komast til Birmingham og Kaupmannahafnar fram og aftur undir 30 þúsund krónum. Sértilboð aldrei leiðinleg per se en það sem setur skugga á hraðtilboðin að þessu sinni er sú staðreynd að Wow … Continue reading »

Er Icelandair að blöffa með „hraðtilboð“ sín?

Er Icelandair að blöffa með „hraðtilboð“ sín?

Getur staðist að risafyrirtækið Icelandair sé að svindla og svína með svokölluðum „hraðtilboðum“ sínum? Það eru nokkrir þarna úti að spyrja sig þeirrar spurningar. Ekki hvað síst eftir að þetta birtist á fésbókarvef flugfélagsins: Þetta lítur ekki vel út. Flugfélagið reyndar heppið því enginn les athugasemdir fólks um fyrirtækið á fésbókinni. En óheppið því Fararheill … Continue reading »

Lítið fútt í hraðtilboðum Icelandair

Lítið fútt í hraðtilboðum Icelandair

Þennan daginn skýtur Icelandair út nýjum hraðtilboðum til handa ferðaþyrstum. Alltaf jákvætt þegar flugfélögin bregða fyrir sig betri fætinum gagnvart landanum en kannski helst til aumingjalegur afsláttur. Það er tæpur sólarhringur, þegar þetta er skrifað, síðan Fararheill framkvæmdi verðúttekt á flugferðum Icelandair til Washington D.C. í Bandaríkjunum og þar sem flug þangað er meðal þeirra … Continue reading »

Til Boston, New York eða Toronto fyrir 14.900 með Icelandair

Til Boston, New York eða Toronto fyrir 14.900 með Icelandair

Stórfyrirtækið Icelandair lætur ekki af bellibrögðum þegar kemur að hugsanlegum viðskiptavinum. Sá sem á leið á íslenska heimasíðu flugfélagsins þessa stundina sér meðfylgjandi skjáskot þar sem auglýst eru fargjöld, meðal annars til Toronto, Boston og New York, frá 14.900 krónum. Því miður er hér um blekkingar einar að ræða og Fararheill hefur áður bent á … Continue reading »

Ný hraðtilboð Icelandair duga fram á sumar

Ný hraðtilboð Icelandair duga fram á sumar

Eins og Fararheill hefur bent á hefur mjög dregið úr framboði á tilboðsfargjöldum hjá Icelandair. En nú duttu í hús ný hraðtilboð flugfélagsins og þau hægt að nýta vel fram í júní. Um er að ræða lækkað verð á flugi til átta áfangastaða flugfélagsins og þar kannski mest áberandi flug aðra leið til New York … Continue reading »

Er þetta dýrasta hraðtilboð Icelandair frá upphafi?

Er þetta dýrasta hraðtilboð Icelandair frá upphafi?

Lítið hefur farið fyrir svokölluðum hraðtilboðum Icelandair síðustu misserin eins og Fararheill hefur ritað um áður. Það er enn einn mínusinn við miklar vinsældir Íslandsferða útlendinga að sértilboð til handa okkur sem haldið hafa flugfélaginu á flugi gegnum þykkt og þunnt gegnum árin eru sjaldgæfari en geirfuglinn. Í dag brá þó svo við að flugfélagið … Continue reading »

Icelandair rúllar út fleiri hraðtilboðum

Icelandair rúllar út fleiri hraðtilboðum

Ný hraðtilboð Icelandair hafa séð dagsins ljós og hefur fólk þar um sjö áfangastaði að velja á lægra verði en gengur og gerist. Menn gæta sín þó vandlega að bjóða engin tilboð yfir páska. Um er að ræða flug aðra leið eða fram og aftur til Kaupmannahafnar, London, Helsinki og Glasgow frá 14.900, til München … Continue reading »