Kirkjusókn í Amsterdam

Kirkjusókn í Amsterdam

Á Íslandi er vart til sú bygging sem orðin er fimm mínútna gömul sem ekki fer rakleitt á lista Húsafriðunarnefndar og enginn fær notið það sem eftir lifir. Það er aðeins meira lýsi í Hollendingum sem hugsa sig ekki tvisvar um að brúka elstu byggingu Amsterdam undir drynjandi gotneskt þungarokk. OK, það er reyndar undantekning … Continue reading »

Hið gamla lifir góðu lífi í Volendam

Hið gamla lifir góðu lífi í Volendam

Ímyndið ykkur eitt augnablik hversu mikið aðdráttarafl það hefði ef íbúar almennt í íslenskum smábæ klæddust reglulega þjóðbúningnum við dagsins amstur. Í Hollandi finnst einn slíkur bær. Íslenskir þjóðbúningar kannski ekki hentugasti klæðnaðurinn svona hvers dags við leik og störf en hollenski þjóðbúningurinn er engu betri. Samt finnst ennþá fólk í bænum Volendam sem klæðist … Continue reading »

Bestu skemmtigarðar Evrópu

Bestu skemmtigarðar Evrópu

En það eru talsvert fleiri frábærir skemmtigarðar í henni Evrópu sem Frónbúar heyra lítið um

Ekki klikka á Pönnukökubátnum í Amsterdam

Ekki klikka á Pönnukökubátnum í Amsterdam

Götur og síki Amsterdam-borgar eru mörgum kunn og flestir njóta sín vel á þeim slóðum. Öllu færri hafa séð Amsterdam af sjó en það er líka dágóð upplifun. Ekki hvað síst þegar hægt er að háma í sig ljúffengar pönnukökur á meðan eins og enginn sé morgundagurinn. Pönnukökubáturinn í Amsterdam er hann kallaður fljótabátur sem … Continue reading »

Everest Hollendinga er góð skemmtun

Everest Hollendinga er góð skemmtun

Sé Holland þekkt fyrir eitthvað annað en túlípana, Önnu Frank, tréklossa og hjólreiðamaníu landsmanna þá er það vafalítið sú mýta að landið sé flatara en pönnukaka. Það ekki alls kostar rétt. Vaalserberg heitir fjallið sem blæs þeirri mýtu út í hafsauga. Það er Everestfjall Hollendinga. Fjall kannski ekki alveg sanngjörn lýsing á fyrirbærinu því þetta … Continue reading »

Bestu veitingastaðir Amsterdam

Bestu veitingastaðir Amsterdam

Það er einu sinni svo að flest langar okkur að gera eitthvað aðeins extra á ferðum erlendis þó ekki sé nema láta eftir okkur að njóta veitinga á allra besta veitingastaðnum eitt kvöld. Fjölmargir góðir matstaðir í Amsterdam en hér eru þeir bestu. Mynd Iloveamsterdam En það er stundum ekki svo einfalt í stærri borgum … Continue reading »