Feit verðbólga á miðum til Moskvu hjá Wow Air

Feit verðbólga á miðum til Moskvu hjá Wow Air

Flugfélagið Wow Air á ennþá lausa flugmiða til Moskvu í Rússlandi daginn áður en íslenska landsliðið mætir því argentínska á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og heim aftur daginn eftir leik. En seint verður sagt að Mogensen sé að auðvelda fólki málið: flugmiðinn sá hefur hækkað um 20 prósent á skömmum tíma. Þrátt fyrir að á forsíðu … Continue reading »

Hverjum dettur annars í hug að keyra milli keppnisstaða Íslands á HM?

Hverjum dettur annars í hug að keyra milli keppnisstaða Íslands á HM?

Stórundarleg „stórfrétt“ hjá Fréttablaðinu þess efnis að kreditkortatryggingar dekki ekki leigu á bíl í Rússlandi þar sem HM fer fram næsta sumar. Nánar tiltekið kortatryggingar Vátryggingafélags Íslands. Blaðamaðurinn sem skrifar hefur margra ára reynslu en spurningarnar sem vakna við lestur greinarinnar eru mun fleiri en þær sem greinin svarar. Í fyrsta lagi gefur Vátryggingafélag Íslands … Continue reading »

Tómt bull að bóka flug á HM í Rússlandi strax

Tómt bull að bóka flug á HM í Rússlandi strax

Sekúndubroti eftir að ljóst varð hvaða landsliðum Ísland mætir í riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi næsta sumar voru fjölmiðlar flestir búnir að fá viðtöl við flugfélögin og ferðaskrifstofurnar og þar öllu fögru lofað með flug og ferðir. En það er heldur klént að spreða fúlgum í flug og gistingu ÁÐUR en ljóst verður hvort fólk fær … Continue reading »

Það næstbesta við Brasilíu er Íslandsbryggja

Það næstbesta við Brasilíu er Íslandsbryggja

Það er himinn og haf milli þess að horfa á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í sjónvarpi og að vera raunverulega á staðnum þar sem leikirnir fara fram. En fjandi góður millivegur er Íslandsbryggja í Kaupmannahöfn. Allir mætir Íslendingar eiga vitaskuld að þekkja Íslandsbryggju sem er einn af fáum þekktum stöðum í þessari fínu borg þar sem … Continue reading »

Miðalaus á HM í Brasilíu? Ekki stórt vandamál

Miðalaus á HM í Brasilíu? Ekki stórt vandamál

Ritstjórn Fararheill veit af ellefu einstaklingum hið minnsta sem voru svo bjartsýnir fyrir Íslands hönd fyrir umspilsleikina gegn Króatíu að þeir keyptu farseðla til Brasilíu áður en leikirnir fóru fram. Einhverjir þeirra fengið bakþanka en það er í raun engin ástæða til. Víst komst Ísland ekki áfram en með fullri virðingu fyrir landsliðinu þá er … Continue reading »

HM í S.Afríku heillar en kostar sitt

Gallharðir áhugamenn um knattspyrnu eru væntanlega þegar farnir að gæla við að komast á Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í S.Afríku næsta sumar. Það er vissulega langt að fara en það stöðvar ekki sanna áhugamenn hvorki hér né annars staðar.