Lítill plús og stór mínus við Madríd yfir hásumarið

Lítill plús og stór mínus við Madríd yfir hásumarið

Höfuðborg Spánar heillar margan ferðamanninn og aldrei sem nú þegar samkeppni er á flugi þráðbeint til Madríd frá Keflavík og öfugt auðvitað. En þó Spánn allur heilli flesta fölbleika Íslendinga að sumarlagi er óráð að þvælast um í Madríd í júlí og ágúst. Rithöfundurinn Ernest Hemingway skrifaði í einni bók sinni að óvíða væri loftslagið betra … Continue reading »

Sólskinsparadísin Boston

Sólskinsparadísin Boston

Það er óumdeilt meðal virtari vísindamanna að heimurinn okkar hlýnar hraðar en góðu hófi gegnir sem líklegt er að hafa ýmsar afdrifaríkar afleiðingar fyrir komandi kynslóðir. En fátt er svo með öllu illt… Að því gefnu að það verði líf á jörðinni eftir 82 ár eða svo um aldamótin 2100 geta kaldir Íslendingar á því … Continue reading »

Sumarið ekki tíminn í Miami á Flórída

Sumarið ekki tíminn í Miami á Flórída

Nú situr einhver við eldhúsborð heimavið og lætur sig dreyma um sumartúr til hinnar sólríku Miami meðan regnið bylur látlaust fyrir utan og gerir bjartan heim dimman hér heima. En hinkraðu aðeins við. Eins og kunnugt er hefur Wow Air bætt enn einum áfangastað í Bandaríkjunum við áætlun sína og það Miami í Flórída af … Continue reading »

Hvað er gaman erlendis í 40 gráðum?

Hvað er gaman erlendis í 40 gráðum?

Hér skal fullyrt fullum hálsi en ENGUM ÍSLENDINGI líður vel í 40 stiga hita og undir linnilausri stingangi sólinni. Það er þó það sem velflestir í ellefu Evrópulöndum þurfa að láta sig hafa þessa dagana. Hitabylgja dauðans hangir nú yfir stórum hluta Evrópu við Miðjarðarhafið og gott betur inn í land. Evrópskar veðurstofur vara fólk … Continue reading »

Þrúgandi molla á Mallorca gæti valdið angist

Þrúgandi molla á Mallorca gæti valdið angist

Okkur vitandi eru engar opinberar tölur til um þetta vandamál hérlendis en miðað við umtal og kvartanir í sólarlandaferðum eiga ekki allir svo auðvelt með svefn í miklum hita.  Það er ekki auðvelt vandamál að eiga við á stöðum þar sem næturhiti hangir í og yfir 20 gráðum sem er algengt á vinsælum sólarlandastöðum á … Continue reading »

Sannkallað Majorkaveður?

Sannkallað Majorkaveður?

Skemmtilegar fréttir sem berast af „þjóðhátíð“ í Vestmannaeyjum á vef Mbl. Þar er gríðarlegt stuð og „sannkallað Majorkaveður“ samkvæmt fyrirsögn á vef Moggans. Mogginn gleymir stundum að fjölmiðlum er ætlað að gefa eins raunsanna mynd af málum og frekast er unnt og skiptir þá engu hversu góð stemmning er í Eyjum. Hitastigið á Mallorca þegar … Continue reading »

Hversu heitt er of heitt?

Hversu heitt er of heitt?

Það eru rúmlega fjögur ár síðan við síðast framkvæmdun könnun meðal lesenda á því hvenær hitastig færi yfir það sem talist getur þolanlegt eða þægilegt. Flesta Íslendinga dreymir jú um sól og sand eftir dimma og kalda vetur en hvenær er nóg komið af hita? Ólíkt kuldanum er illa hægt að klæða hitann af sér. … Continue reading »

Heitasta ár á Spáni frá upphafi mælinga

Heitasta ár á Spáni frá upphafi mælinga

Þá hefur spænska veðurstofan staðfest það. Árið 2014 er það heitasta í landinu frá upphafi mælinga og hluti Baskalands við landamæri Frakklands að meðaltali fjórum til fimm gráðum hlýrra en í meðalári. Tæplega 20 stiga hiti er í Malaga þegar þetta er skrifað og spáin eins framyfir helgi. Það þykir spænskum koma spænskt fyrir sjónir … Continue reading »

Heitara nyrst í Noregi en við Miðjarðarhafið

Heitara nyrst í Noregi en við Miðjarðarhafið

Flest erum við líklega orðin dálítið langþreytt á blautu og köldu íslensku sumri þetta árið og fátt meira spennandi en rjúka af stað út í heim þar sem vitað er að sól og hiti gera sig heimakomin daginn út og inn. En þessi dægrin þurfum við ekki að fara svo ýkja langt til að komast … Continue reading »