Skip to main content
Dagatalið

HM í knattspyrnu

  15/05/2010maí 17th, 2014No Comments

Sé einhver einn tími sem eiginkonur fótboltatrylltra manna óttast meira en annað er það líklega sá mánuður á fjögurra ára fresti sem Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram. Fjölgar þá töluvert tilkynningum til lögreglu um horfna karlmenn sem oftast finnast þó á endanum í grennd við risaskjái á börum.

11. júní er því heilagur dagur í huga fótboltabullna og þeirri skemmtun lýkur ekki fyrr en með úrslitaleiknum 30 dögum síðar þann 11.júlí en mótið að þessu sinni fer fram í S.Afríku.

Hér er heimasíða leikanna og hér er dagskráin dag frá degi.

Keppt verður á nýjum eða endurbættum leikvöngum í Cape Town, Johannesburg, Durban, Mangaung, Port Elizabeth, Nelspruit, Polokwane, Rustenburg og Pretoria.