Primera Air nálægt því að stunda þrælahald

Primera Air nálægt því að stunda þrælahald

Það þurfti svo sem ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo til að glöggva sig á hvers vegna fyrrum markaðsmaður ársins á Íslandi kaus að flytja flugfélag sitt í heilu lagi frá Íslandi til Lettlands. En jafnvel vel greint fólk áttar sig ekki á að Primera Air er að borga sínu fólki þvílík … Continue reading »

Barnafjölskyldur á leið í frí ættu að lesa þetta

Barnafjölskyldur á leið í frí ættu að lesa þetta

Aðeins ein innlend ferðaskrifstofa fer að alþjóðareglum um það hvenær barn verður fullorðinn einstaklingur. Barnafjölskyldur gætu sparað sér drjúgar upphæðir á að bóka þar en ekki annars staðar. Umrædd ferðaskrifstofa er Heimsferðir sem flokkar sem börn alla á aldrinum tveggja til átján ára aldurs. Aðrar ferðaskrifstofur virðast ákveða eftir hentugleik hvenær barn breytist í fullorðinn … Continue reading »

Stöku fín ferðatilboð Heimsferða ef þú kemst burt fyrirvaralaust

Stöku fín ferðatilboð Heimsferða ef þú kemst burt fyrirvaralaust

Það er næstum sem maður sé að bóka flug og gistingu gegnum easyJet skoði fólk 2-fyrir-1 ferðatilboð Heimsferða þessi dægrin. Allnokkur fantagóð tilboð í sólina svo lengi sem fólk komist úr vinnu með litlum sem engum fyrirvara. Merkilegt hvað stórar íslenskar ferðaskrifstofur geta lækkað verð á ferð um helming ef ekki er fullt í túrinn … Continue reading »

Tilboð á tilboð ofan hjá Primera Air en ekki til okkar

Tilboð á tilboð ofan hjá Primera Air en ekki til okkar

Fátt virðist skemmtilegra fyrir þá einstaklinga sem komist hafa í feitar álnir með því að selja okkur hér á klakanum vörur og þjónustu á okurverði en að setja nú oggupons salt í sárin í þokkabót svona að gamni sínu. Það á til dæmis við um fyrrum viðskiptamann ársins, Andra Má Ingólfsson eiganda Primera Air. Andri … Continue reading »

Er hægt að treysta ferðaskrifstofu sem veit ekki hvar Costa del Sol er?

Er hægt að treysta ferðaskrifstofu sem veit ekki hvar Costa del Sol er?

Bullandi sala hjá ferðaskrifstofunum. En að ráða fólk sem komið er til vits og borga því sómasamlega virðist fjarlægt takmark. Allaveganna hjá Heimsferðum Andra Más Ingólfssonar. Fararheill rakst á skondna ferðaauglýsingu Heimsferða fyrir skömmu. Þar verið að auglýsa golfferðir til Spánar og annaðhvort er ferðaskrifstofan að blekkja mann og annan eða að starfsfólk Heimsferða er … Continue reading »

Vita og Heimsferðir bjóða upp á verstu hugsanlegu staði á Krít

Vita og Heimsferðir bjóða upp á verstu hugsanlegu staði á Krít

Víst gerum við ballarhafsbúar almennt ekki miklar kröfur þegar við ætlum í sumarfrí. Meginkrafan að það sé sól og nóg af henni. Svo hjálpar ef maturinn kostar skid og ingenting og stór plús ef áfengir drykkir fást fyrir lítið. Mikil ósköp hvað gríska eyjan Krít smellpassar fyrir ofangreindar kröfur. Brennandi sólin hverfur aldrei, matur kostar … Continue reading »

Sumarferðir auglýsa „betri verð.“ Er það rétt?

Sumarferðir auglýsa „betri verð.“ Er það rétt?

Dótturfyrirtæki Úrval Útsýn Pálma Haraldssonar, Sumarferðir, auglýsir nú víða að fyrirtækið bjóði „betri verð  í sumarsól“ eins og það er orðað. Enginn þar virðist nógu gamall til að vita að orðið verð fyrirfinnst aðeins í eintölu. Burtséð frá kjánalegum stafsetningarvillum lék okkur hugur að vita hvort yfirlýsing Sumarferða standist. Það er jú ólöglegt að auglýsa … Continue reading »

Kakkalakkar og fimmtán þúsund kallinn

Kakkalakkar og fimmtán þúsund kallinn

Hvað ætti ferðaskrifstofa að gera ef það sendir viðskiptavini sína á hótel sem reynist yfirfullt? Yfirfullt af kakkalökkum. Það er nákvæmlega það sem ferðaskrifstofan Heimsferðir þurfti að glíma við í desember 2015 þegar fjöldi farþega ferðaskrifstofunnar á tilteknu hóteli á ensku ströndinni á Kanarí fékk alls ókeypis félagsskap á herbergjum sínum. Kakkalakka og maura. Kannski … Continue reading »

Svona ef þig langar til að eiga viðskipti við Heimsferðir eða Primera Air

Svona ef þig langar til að eiga viðskipti við Heimsferðir eða Primera Air

Svo þú fannst brilljant verð á ferð með Heimsferðum til Mallorca nýlega? Óvitlaust, svona áður en þú rúllar fram kortinu, að hafa í huga að eigandinn lifir dúndurgóðu lífi á því að forðast íslenska skatta. Skatta sem ætlað er að greiða fyrir vegi, sjúkrahús og menntun fyrir Íslendinga. Alltaf gaman að íslenskum milljarðarmæringum. Annaðhvort vaða … Continue reading »

Með viðskiptum við Heimsferðir stuðlar þú að þrælahaldi

Með viðskiptum við Heimsferðir stuðlar þú að þrælahaldi

Svo fyrirsögnin kom þér á óvart? Kannski vegna þess að þú ert nýkomin/nn úr þessari dýrindis ferð til Tenerife sem bókuð var gegnum Heimsferðir og flogið var með Primera Air. Hugsandi lesendum Fararheill.is kemur alls ekki á óvart að flugfélagið Primera Air er að fá það óþvegið frá annars handónýtum verkalýðsfélögum á Íslandi þessi dægrin. … Continue reading »

Lygar Heimsferða

Lygar Heimsferða

Rákumst á þessa ágætu auglýsingu frá Heimsferðum Andra Más Ingólfssonar á fésbókinni þetta kvöldið. Þriggja nátta ferð til hinnar ljúfu Prag í Tékklandi niður í 59.995 krónur á kjaft sem sagt er vera 25 prósenta afsláttur af hefðbundnu verði!!! Ekkert amalegt við að hvíla lúin bein í Prag nokkra daga í lok apríl þegar vorið … Continue reading »

Í sólina í sumar á Úrval Útsýn ekki roð í Heimsferðir

Í sólina í sumar á Úrval Útsýn ekki roð í Heimsferðir

Niðurstaðan kemur þeim ekki á óvart sem gera verðsamanburð reglulega. Þið hin gætuð fengið smá sjokk. Ferðaskrifstofur landsins keppast nú um hylli sólþyrstra næsta sumarið og velflestar þegar opinberað sumaráfangastaði sína, gististaði og verð. Sumar þeirra, sérstaklega Heimsferðir, auglýsa sérstaklega afslátt sé bókað strax í janúar og þar allt að hundrað þúsund króna afsláttur í … Continue reading »

Aðeins Heimsferðir með nýja valkosti í sólarferðum þetta árið

Aðeins Heimsferðir með nýja valkosti í sólarferðum þetta árið

Af þeim þremur stóru ferðaskrifstofum hérlendis; Heimsferðir, ÚrvalÚtsýn og Vita, er það aðeins sú fyrstnefnda sem hefur metnað fyrir að bjóða Íslendingum upp á nýja sólarstaði þetta árið. Sama gamla úrvalið hjá hinum tveimur. Nú kann vel að vera að landinn almennt sé svo einstrengingslegur að aldrei komi annað til greina en sami sólarstaðurinn ár … Continue reading »

Sólbrún fyrir jólin fyrir klink

Sólbrún fyrir jólin fyrir klink

Ekkert leiðinlegt að setjast niður við jólasteikina hér heima sólbrún og sælleg án þess að maka sig brúnkukremum eða hanga daglega í ljósabekk. Ekki miður heldur ef það er hægt án þess að kosta til þess allri jólauppbótinni. Ferðaskrifstofan Heimsferðir er þessa stundina að henda út vel safaríkum ferðum til Tenerife fyrir jólin á mjög … Continue reading »