Skip to main content
Tíðindi

Hefðbundin kort framyfir rafræn á ferðalögum

  31/08/2012desember 21st, 2013No Comments

Merkilegt nokk kjósa enn fleiri að notast við gömlu góðu pappírskortin við að rata erlendis fremur en nýtísku síma eða iPad eða hvað allt þetta tæknidót heitir. Munurinn er þó næstum enginn.

Þetta er niðurstaðan í síðustu könnun Fararheill.is meðal lesenda sinna en þar segjast 51 prósent kjósa fremur hefðbundin kort en snjallsíma eða önnur slík tæki. 49 prósent segjast hins vegar aðeins notast við tæknina.

Kostir og gallar eru við báða þessa miðla. Pappírskortin fara oft vel í vasa og enginn skaði skeður ef þau týnast eða detta á gangstéttina. Þá fást þau oftar en ekki frítt á mörgum hótelum eða upplýsingastofum. Þá verða pappírskortin seint rafmagnslaus.

Snjallsímarnir bjóða upp á miklu meira úrval greina um viðkomandi stað í viðbót við ýmis mismunandi kort en þá má spyrja sig hversu miklum tíma fólk vill eyða á kaffihúsi í Mílanó við að nótera hjá sér leiðir og staði í Mílanó. Því það getur verið tímafrekur andskoti að detta á netið í símanum því þá eru gjarnan nokkrir vinir á kantinum eða fésbókin opin og þar fram eftir götunum.

Fararheill þakkar þátttökuna og bendir á að ný könnun er komin á vefinn. 224 greiddu atkvæði að þessu sinni.