Þú þarft heldur ekki að druslast með golfsettið til Flórída

Þú þarft heldur ekki að druslast með golfsettið til Flórída

Það vita sennilega velflestir golfáhugamenn að það getur stundum tekið töluvert á að þvælast um heimsins horn með golfsett í ofanálag við annan farangur. Fyrir það fyrsta getur verið æði dýrt að flakka með golfsett milli landa og álfa. Þar hjálpa klúbbar á borð við Icelandair golfers upp á sakir en ætli fólk með öðrum … Continue reading »

Golf á Kanarí dásemdin ein en ekki gefið

Golf á Kanarí dásemdin ein en ekki gefið

Margir Íslendingar sækja Kanarí ekki síður til að spila golf en til að sóla sig og sjá aðra. Eyjan er fantagóður staður til golfiðkunar enda veðurfar undantekningarlítið frábært og ólíkt mörgum öðrum stöðum verður sjaldan of heitt hér. Alls eru átta golfvellir á eynni og flestir þeirra nýir eða nýlegir og allir opnir aðkomufólki þó … Continue reading »

Fjöldi Íslendinga styðja fasistann Trump

Fjöldi Íslendinga styðja fasistann Trump

Það er víðar en vestanhafs sem fasistinn og fávitinn Donald Trump nýtur stuðnings. Allmargir Íslendingar styðja karlinn og sjá ekkert athugavert við að spila golf á völlum milljarðamæringsins í Skotlandi. Ferðaskrifstofan GB ferðir hefur lengi vel boðið upp á sérstaka golfpakka til Aberdeen í Skotlandi en þangað flýgur Flugfélag Íslands í beinu flugi. Á vef … Continue reading »

Leitin að réttu golfferðinni orðin mikið auðveldari

Leitin að réttu golfferðinni orðin mikið auðveldari

Þessa dagana er enginn skortur á leitarvélum á netinu. Flestir þekkja Bing, Google, Yahoo og þessa stóru og margir þekkja sérhæfðari miðla á borð við þá sem leita að gistingu, bílum og svo framvegis. En okkur vitandi eru þeir ekki margir sem sérhæfa sig í leit að réttu golfferðinni. Það hefur lengi verið vandasamt að … Continue reading »
Gisting og golf á besta stað á Írlandi á brandaraverði

Gisting og golf á besta stað á Írlandi á brandaraverði

Golfáhugafólk ætti velflest að kannast við nafnið Druids Glen sem er einn af þremur frægustu og vinsælustu golfvallarsvæðum Írlands. Þar kostar yfirleitt formúgur að spila eða gista en ekki í mars og apríl. Druids Glen er samheiti tveggja golfvalla og fimm stjörnu hótels í írsku sveitasælunni í um 30 mínútna fjarlægð frá Dublin. Hér fara … Continue reading »

Svona sparar þú 200 þúsund krónur á golfferð til Tenerife

Svona sparar þú 200 þúsund krónur á golfferð til Tenerife

Látum okkur nú sjá. Flug, gisting og fimm golfhringir á Tenerife fyrir 549.800 krónur á par eða flug, gisting og fimm golfhringir á Tenerife fyrir 353.000 krónur á par? Þetta hljómar einfalt. Hver fer að eyða hundruð þúsunda aukalega í sams konar ferð nema kannski þeir sem eiga svo mikla peninga að 200 kall er … Continue reading »

Svona spilar þú Valle del Este fyrir miklu lægra verð

Svona spilar þú Valle del Este fyrir miklu lægra verð

Einn „vinsælasti“ golfáfangastaður Íslendinga þessa síðustu og verstu er Valle del Este hótelið og golfvöllurinn í Almeríu á Spáni. Þangað hafa fleiri en ein ferðaskrifstofa auglýst ferðir og golf eins og þú getur í þig látið. Valle del Este er sannarlega flottur staður. Völlurinn er fyrirtak og þjónusta góð miðað við spænskan mælikvarða. Þá er … Continue reading »

Þrjár nætur og þrír hringir á Montecastillo á Spáni fyrir klink

Þrjár nætur og þrír hringir á Montecastillo á Spáni fyrir klink

Okkur er tjáð að fáar golfferðir njóti meiri vinsælda en þar sem gist er og spilað á hinum fallega Montecastillo golfvelli í Jerez á Spáni. Nú er hægt að grípa allverulega gott tilboð á þeim bænum. Golfferðamiðillinn Yourgolftravel er nú að selja magnaða pakka á Montecastillo en þar aðeins gisting og golf í boði svo … Continue reading »

Bestu golftilboðin finnast oft yfir vetrartímann

Bestu golftilboðin finnast oft yfir vetrartímann

Ritstjórn Fararheill hefur löngum undrast þá tilhögun innlendra ferðaskrifstofa að bjóða aðeins golfferðir til Evrópu tímabundið fram á vetur en loka svo fyrir allt slíkt þangað til komið er fram á vor á nýjan leik. Undarlegt sökum þess að mjög vel er hægt að spila golf syðst í álfunni allan ársins hring í venjulegu árferði … Continue reading »

Hvernig er svo Icegolf að standa sig

Hvernig er svo Icegolf að standa sig

Hvort það er til marks um ótakmarkaða bjartsýni og þor eða hreina og beina fífldirfsku skal ósagt látið en það má merkilegt heita hérlendis að vart er maður búinn að blikka auga fyrr en ný ferðaskrifstofa hefur tekið til starfa. Ein í nýrri kantinum er Icegolf sem sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna, … Continue reading »

Vænn afsláttur á Belfry með GB ferðum

Vænn afsláttur á Belfry með GB ferðum

Ekki er nema mánuðir síðan við gagnrýndum ferðaskrifstofuna GB ferðir fyrir afar dýra golfpakka þeirra til Belfry á Englandi eins og lesa má um hér. Kannski hafa menn þar á bæ tekið gagnrýnina til sín því nú hefur ferðaskrifstofan lækkað verð á golfpökkum sínum. Verð á sömu ferðum þeirra og auglýstar voru á 170 þúsund … Continue reading »