Ekki allt með felldu hjá Icelandair

Ekki allt með felldu hjá Icelandair

Þetta er svona dálítið eins og tilboðin á svörtum föstudegi. Sum þeirra reynast ekki jafn súper dúper og gefið er í skyn. Og hjá Icelandair eru menn sekir um þetta líka. Skoðum þetta hér sem fannst á vef Icelandair klukkan 17:25 þennan daginn: Hreint ekkert slæmt við þetta. Tíu til tólf þúsund krónur hvora leið … Continue reading »

Seint ódýrara að skottast til Hong Kong

Seint ódýrara að skottast til Hong Kong

Kínverjar eru að gera sig gildandi víðar en í kínahverfum heimsins. Kínversk flugfélög gera nú strandhögg víða og fylla rellur sínar gjarnan með fargjöldum sem eru næstum of góð til að vera sönn. Eða hvernig hljómar Köben til Hong Kong og sama leið til baka fyrir heilar 39 þúsund krónur!!! Þetta hljómar eins og lygi. … Continue reading »

Súperfín vetrartilboð easyJet

Súperfín vetrartilboð easyJet

Vetur konungur mættur á klakann með allt sitt botnfrosna fylgdarlið. Þá er nú aldeilis tíminn til að gera sér dagamun erlendis og þá sakar ekki ef lággjaldaflugfélagið easyJet lækkar verðið á flugferðum sínum um extra 20 prósent fram í febrúar 🙂 Amms, þú last þetta rétt. EasyJet er að henda duglegum slatta af flugsætum á … Continue reading »

Frá Spáni er komist fram og aftur til Japan fyrir 50 kallinn :)

Frá Spáni er komist fram og aftur til Japan fyrir 50 kallinn :)

Fimmtíu þúsund krónur fram og aftur til Japan frá Evrópu er súperprímagóður díll á öllum tungumálum. Það er einmitt það sem er í boði þessi dægin frá fjölmörgum borgum Spánar. Ahhhh. Ekkert athugavert við Japan eða Japani og ferð þangað skilur eftir minningar fram á dánardægur. Túr fram og aftur til lands hinnar rísandi sólar … Continue reading »

Til Grænhöfðaeyja og heim aftur fyrir 40 þúsund krónur

Til Grænhöfðaeyja og heim aftur fyrir 40 þúsund krónur

Ef þú drífur þig að bóka flug til Stokkhólms í næsta mánuði gætir þú geirneglt flug fram og tilbaka þaðan til sólríkra Grænhöfðaeyja á algjöru brandaraverði. Breska ferðaskrifstofan TUI er þessa stundina að bjóða aldeilis fráleitt góð flugtilboð frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Boa Vista á Grænhöfðaeyjum í Afríku á tilteknum dagsetningum í næsta mánuði. … Continue reading »

Hvernig hljómar mánaðartúr um fjóra frábæra staði fyrir 250 þúsund kallinn?

Hvernig hljómar mánaðartúr um fjóra frábæra staði fyrir 250 þúsund kallinn?

Ertu að gera eitthvað sérstakt frá miðjum mars til miðs apríl á næsta ári? Áttu 200 kall til að henda í tóma vitleysu og njóta þannig fjögurra magnaðra áfangastaða á heimskringlunni í einum og sama túrnum? Lífskúnstnerar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar mæla mikið til með sama pakkanum til að þú náir geðheilsunni á ný án þess … Continue reading »

Til Úkraínu og heim aftur fyrir þrjátíu þúsund kallinn eða svo

Til Úkraínu og heim aftur fyrir þrjátíu þúsund kallinn eða svo

Óvíst hversu margir þarna úti eru áhugasamir um að heimsækja Úkraínu. En sé áhugi til staðar er Wizz Air nú að bjóða aldeilis fráleit tilboð frá London til borgarinnar Lviv í því ágæta landi. Úkraína er töluvert vinsælt ferðamannaland þessi dægrin og fyrir því helst sú ástæða vinsæl þáttaröð um Chernobyl-slysið plús sú staðreynd að … Continue reading »

Köben og Kúala Lúmpúr og heim aftur kringum 60 þúsund kallinn í nóvember

Köben og Kúala Lúmpúr og heim aftur kringum 60 þúsund kallinn í nóvember

Ummm! Til Malasíu og heim aftur í nóvember fyrir heilar sextíu þúsund krónur. Gæti verið verra 🙂 Vefmiðillinn Skyscanner hefur fundið sérdeilis ljúft verð á túrum frá Kaupmannahöfn alla leið til Kúala Lúmpúr í Singapor á allnokkrum dagsetningum í nóvember næstkomandi. Fram og aftur allt niður í 39 þúsund krónur. Með tilliti til þess að … Continue reading »

Fram og aftur til Kuala Lumpur í Malasíu fyrir 90 þúsund krónur

Fram og aftur til Kuala Lumpur í Malasíu fyrir 90 þúsund krónur

Íslenska krónan gefið jafn feitt eftir síðustu misserin og Golden State Warriors í einvíginu um NBA-titilinn. Í því tilliti kostar engin ósköp að punga út 90 þúsund krónum fyrir flug frá Keflavík til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Almennt talað má alveg komast til fjarlægra landa í Asíu frá Íslandinu góða allt niður í 80 þúsund … Continue reading »

Láttu verðvaka vinna fyrir þig

Láttu verðvaka vinna fyrir þig

Með tilkomu sífellt fleiri, fjölbreyttari og betri leitarvéla, appa hvers kyns og annarra tækninýjunga hefur sjaldan verið eins auðvelt fyrir ferðaþyrsta að finna nákvæmlega það sem leitað er að og það yfirleitt á sæmilega skömmum tíma. En stundum er fjallabaksleið betri kostur en malbikið. Það er upp og niður hjá flug- og ferðaleitarvefum nútímans hversu … Continue reading »

Sjaldan ódýrara að bregða sér til Tælands

Sjaldan ódýrara að bregða sér til Tælands

Það eru liðin fjögur ár síðan ritstjórn sá síðast auglýst flug fram og aftur til Bangkok í Tælandi frá Bretlandi niður í 70 þúsund krónur. Nú er það aftur í boði. Að vísu hér um sértilboð að ræða en ekki normalt flugfargjald eins og raunin var 2011 og 2012 þegar flug fram og aftur fékkst … Continue reading »

Dulítið sem gæti breytt ferðaáætluninni

Dulítið sem gæti breytt ferðaáætluninni

Á vafri okkar um ferðanetheima þennan daginn höfum við dottið um tvennt sem við teljum að landar vorir gætu haft not af. Enginn fær verðlaun fyrir að giska á hvert flugfélagið Airbaltic flýgur. Líklega er fólki ekki jafn heitt í hamsi að heimsækja Ríga, Tallinn eða Vilníus og Barcelóna og Róm en fyrir þá sem … Continue reading »

Lag að negla Kaliforníu næsta vetur

Lag að negla Kaliforníu næsta vetur

Fæstir eru sennilega á þeim buxum í byrjun febrúar að ákveða undir hvaða sól skal stytta næsta vetur. Kanaríeyjar auðvitað alltaf klassískar í því tilliti. En okkur hefur náttúrulega aldrei áður boðist beint flug til Kaliforníu heldur. Flugið er vissulega langt en á móti kemur að Kalifornía er stútfull af skemmtilegum hlutum og fólki. Né … Continue reading »

Ruglverð á flugi með Norwegian

Ruglverð á flugi með Norwegian

Nýárssala norska flugfélagsins Norwegian var að hefjast og þar margt safaríkra fargjalda á boðstólum. Ekki síst fyrir þá sem dreymir ævintýraferðir en hafa úr litlu að spila. Nægir kannski að nefna Karíbahafsferð til Puerto Rico fram og aftur fyrir fimmtán þúsund krónur og þið áttið ykkur á hvað við meinum með ruglverði. Það er raunverulega … Continue reading »