Sko Dohop!

Sko Dohop!

Hversu miklar líkur eru á að hinn íslensk-ættaði flugleitarvefur Dohop taki aftur gullverðlaunin á Óskarsverðlaunahátíð ferðaiðnaðarins? Æði góðar bara að okkar mati. Það má ekki misskilja okkur. Þó við höfum fundið eitt og annað athugavert við hinn íslensk-ættaða Dohop sem Framsóknarþingmaðurinn Frosti Sigurjónsson kom á koppinn og stjórnar meðfram þingstörfum. Ritstjórn Fararheill var mikill aðdáandi … Continue reading »

Enginn getur betur

Enginn getur betur

Við hjá Fararheill erum rammsek um að hafa otað okkar tota. En ólíkt 99.9 prósent annarra sem það gera þá erum við ekki að benda á hótelbókunarvél okkar til þess eins og moka inn seðlum og glotta út að eyrum í næsta banka.  Við erum að því sökum þess að þar finnurðu allra bestu hóteltilboð … Continue reading »

Gætið ykkar á Dohop

Gætið ykkar á Dohop

Æði margir eru gjarnir á að nota flugleitarþjónustu Dohop þegar leita skal að flugi út í heim og ekkert nema gott um það að segja. Dohop oftar en ekki staðið sig mætavel gagnvart öðrum helstu flugleitarvélum. En svo bregðast krosstré…. Við kíktum á hvað Dohop hefði upp á að bjóða þegar leitað væri að beinu … Continue reading »

Dohop bætir ráð sitt

Dohop bætir ráð sitt

Batnandi mönnum er best að lifa og það á við um starfsfólk Dohop eins og annarra á þessum bláa hnetti. Eftirleiðis munu verðkannanir Dohop taka tillit til flugfélagsins Primera Air. Það hefur Fararheill fengið staðfest en eins og lesendur hafa orðið varir við höfum við harðlega gagnrýnt verðkannanir fyrirtækisins sem eiga að sýna hvaða flugfélag … Continue reading »

Endastöð fyrir flugleitarvélar?

Endastöð fyrir flugleitarvélar?

Stórtíðindi áttu sér stað í liðnum mánuði. Þá loksins fékk flugleitarvefur leyfi til að birta upplýsingar um lággjaldaflugfélagið Ryanair. Kannski ypptir þú öxlum núna og spyrð hvað það komi okkur við. Þó eigi sé gott að alhæfa nokkurn skapaðan hlut gæti vel verið að þessi skráning gjörbreyti hegðun okkar sem kjósum að ferðast á eigin spýtur. … Continue reading »

Dohop skýtur risunum ref fyrir rass

Dohop skýtur risunum ref fyrir rass

Hinn íslenski flugleitarvefur Dohop stendur sannarlega fyrir sínu sem endranær samkvæmt síðasta samanburði Fararheill. Þar reyndist sá íslenski bjóða næstbesta verðið til Parísar og heim aftur í júlí og sló þar risavefi Kayak og Cheapoair í gólfið. En allra best var þó að Dohop var sá eini af fimm stórum leitarvélum sem benti leitendum á … Continue reading »

„Google bara enn einn samkeppnisaðilinn“

Ég geri fastlega ráð fyrir því að kollegar okkar hjá Kayak og Hipmunk [bandarískir ferðaleitarvefir, séu að svitna hressilega, en fyrir okkur er þetta bara enn einn samkeppnisaðilinn