Dohop fær óskarinn í þriðja skiptið

Dohop fær óskarinn í þriðja skiptið

Yfirleitt má ekki Íslendingur prumpa erlendis án þess að yfirborðskenndir íslenskir fjölmiðlar fjalli um málið frá A til Ö. Þess vegna vekur sérstaka athygli að engir minnast orði á að flugleitarvefurinn Dohop var fyrir skömmu valinn besti flugleitarvefur heims og það í þriðja skipti. Það er sérdeilis fínn árangur í bransa þar sem samkeppnin er … Continue reading »

Dohop aftur í Meistaradeildina

Dohop aftur í Meistaradeildina

Íslenski flugleitarvefurinn Dohop er aftur kominn í Meistaradeildina. Vefurinn hefur komist inn á lista þeirra átta flugleitarvéla sem bestar þykja á heimsvísu samkvæmt Óskarsverðlaunahátíð ferðabransans. Hér um að ræða World Travel Awards, WTA, en þar keppir Dohop við sjö aðrar flugleitarvélar um gullverðlaunin árið 2016. Gullið einu sinni áður lent í skaut Dohoppara en eins … Continue reading »

Wow hvað Dohop er aftarlega á meri

Wow hvað Dohop er aftarlega á meri

Þetta er nú eiginlega ekki boðlegt. Einum og hálfum mánuði eftir að flugfélagið AirBaltic hóf að selja beint flug milli Keflavíkur og Vilníus í Litháen og til baka auðvitað er íslenski flugleitarvefurinn Dohop enn úti á þekju. Við hjá Fararheill spáðum réttilega fyrir um það hér fyrir ári síðan að líkurnar á að flugleitarvefurinn Dohop … Continue reading »

Miklu betri þjónusta hjá Dohop

Miklu betri þjónusta hjá Dohop

Flugleitarvefurinn Dohop hefur nú fengið andlitslyftingu svo um munar og þar nú hægt að leita og finna með mun auðveldari og skemmtilegri hætti en hingað til. Þrátt fyrir allar tækninýjungar, eða kannski vegna þeirra allra, er hreint ekkert alltaf auðvelt að finna upplýsingar á netinu. Þar er svo margt villandi eða jafnvel rangt líka að … Continue reading »

Flott nýjung hjá Dohop

Flott nýjung hjá Dohop

Loks hefur flugleitarvefurinn Dohop sett rúsínu í pylsuendann. Nú er þar líka í boði að láta vaka yfir verðbreytingum á flugfargjöldum svo þú þurfir þess ekki. Verðvaki er vægast sagt tímasparandi tækni fyrir þá sem ekki vilja borga of mikið fyrir flug um heiminn. Fyrirbærið hefur verið í boði á fjölmörgum öðrum sams konar vefmiðlum … Continue reading »

Sko Dohop!

Sko Dohop!

Hversu miklar líkur eru á að hinn íslensk-ættaði flugleitarvefur Dohop taki aftur gullverðlaunin á Óskarsverðlaunahátíð ferðaiðnaðarins? Æði góðar bara að okkar mati. Það má ekki misskilja okkur. Þó við höfum fundið eitt og annað athugavert við hinn íslensk-ættaða Dohop sem Framsóknarþingmaðurinn Frosti Sigurjónsson kom á koppinn og stjórnar meðfram þingstörfum. Ritstjórn Fararheill var mikill aðdáandi … Continue reading »

Oft ódýrast að bóka flug hjá fleiri en einu flugfélagi

Oft ódýrast að bóka flug hjá fleiri en einu flugfélagi

Það er vandlifað í þessum heimi. Í aðra röndina er yfirleitt vænlegt að bóka flug fram og aftur hjá einu og sama flugfélaginu en í hina röndina er mjög oft hægt að fá allra lægstu flugfargjöldin hjá mismunandi flugfélögum sé samkeppni á þeirri leið á annað borð. Það er í seinni tilfellunum sérstaklega sem flugleitarvélar … Continue reading »

Haustúttekt Fararheill: Dohop vs Momomdo

Haustúttekt Fararheill: Dohop vs Momomdo

Lesendum okkar er kunnugt um úttektir okkar á hinum íslenska flugleitarvef Dohop. Þær hafa sýnt að frekar hallar undan fæti hjá þeim íslensku sem hér fyrir þremur til fjórum árum fundu og buðu næstum undantekningarlaust lægsta verð á flugi. Það hefur breyst. Við höfum líka ítrekað fyrir fólki sem ekki er alveg sama um peningana … Continue reading »

Örlítil ábending til Dohop

Örlítil ábending til Dohop

Þó ekki sé hægt að saka flugleitarvefinn Dohop um að veita hundrað prósent þjónustu þá er það staðreynd að vefurinn sá var valinn besti flugleitarvefur heims á World Travel Awards hátíðinni í vetur. Slíkt ætti að vera spark í rass um að gera enn betur en eitthvað virðist vanta á það. Dohop hefur verið að … Continue reading »

Dohop gleymir aðalatriðunum

Dohop gleymir aðalatriðunum

Fararheill varð þess heiðurs aðnjótandi að heyra auglýsingu frá Dohop á öldum ljósvakans þennan ágæta dag þar sem nánast er fullyrt að hvergi sé betra að bóka hótel um víðan völl. Það náttúrulega fullyrðing sem stenst enga skoðun eins og úttektir Fararheill hafa ítrekað leitt í ljós og lesendur vorir vita. Dohop, eins og Wow … Continue reading »

Fjölgar syndum Dohop

Fjölgar syndum Dohop

Flugmiðillinn Dohop er sekur um fleira en finna ekki alla þá aðila sem bjóða flug milli Keflavíkur og London næsta vetur. Þar finnst heldur ekki beint flug til Gdansk í Póllandi. Það vekur athygli fyrir þær sakir að rúmur mánuður er síðan lággjaldaflugfélagið Wizz Air tilkynnti um formlegt áætlunarflug milli Keflavíkur og Gdansk og það … Continue reading »

Borað í nef hjá Dohop

Borað í nef hjá Dohop

Flestir þeir sem ekki lesa Fararheill.is að staðaldri telja að íslenska flugleitarvélin Dohop sé það allra framúrstefnulegasta síðan hársprey var fundið upp. Vel færi þó á að þeir hinir sömu stöldruðu aðeins við. Við leituðum að flugi til London þann 4. desember og heim aftur þann 13. desember á vef Dohop. Fáum strax upp lægsta … Continue reading »

Dohop – Momondo: 1-3

Dohop – Momondo: 1-3

Nýr stjóri hjá íslensku flugleitarvélinni Dohop en sá þarf aðeins að taka til höndum ef marka má nýja skyndikönnun Fararheill. Leit að lægsta verði á flugi til fjögurra áfangastaða og heim aftur leiðir í ljós að sá íslenski fer nokkuð halloka gagnvart hinum danska Momondo. Fararheill hefur áður komið inn á það að gera verðsamanburð … Continue reading »