Vilja banna fólki að drekka tollfrjálst áfengi um borð

Vilja banna fólki að drekka tollfrjálst áfengi um borð

Tvískinnungurinn ríður ekki við einteyming í Bretlandi. Samtök þarlendra flugfélaga hafa farið fram á við stjórnvöld að blátt bann verði lagt við því að viðskiptavinir geti haft með sér, og drukkið, áfengi um borð í breskum vélum. Góðu heilli engin tilviljun að Bretar, sem fyrir hálfri öld, réðu ríkjum á hálfum hnettinum með harðræði og … Continue reading »

Icelandair fær plús í kladdann hjá Bretum

Icelandair fær plús í kladdann hjá Bretum

Fjöður í hatt Icelandair þennan daginn og það frá breskum neytendum. Flugfélagið valið það fjórða besta á skemmri flugleiðum frá Bretlandi. Hér um að ræða könnun neytendatímaritsins Which! sem er langþekktasta neytendablað Bretlands og mikið mark á því tekið. Þeir spyrja tæplega átta þúsund lesendur sína árlega út í bestu flugfélögin og í þetta sinn … Continue reading »

Brátt geturðu fylgst með farangrinum þínum í flugi

Brátt geturðu fylgst með farangrinum þínum í flugi

Er þetta ekki draumur í dós? Að geta fylgst nokkuð grannt með farangrinum þínum eftir að þú tékkar inn töskur hjá næsta flugfélagi? Það er ekki bara draumur lengur. Vandamálið er sannarlega til staðar. Flotta nýja ferðataskan sem þú keyptir fyrir Mallorca-ferðina reynist vera illa rifin þegar hún skilar sér af færibandinu. Ekki nóg með það … Continue reading »

Þjóðráð dagsins: Ekki endilega kaupa yfirlýsingar um „örfá sæti laus“

Þjóðráð dagsins: Ekki endilega kaupa yfirlýsingar um „örfá sæti laus“

Markaðsmenn fyrirtækja beita öllum brögðum í bókinni til að fá þig til að kaupa hvers kyns vöru eða þjónustu. Þar eru flugfélög og ferðaskrifstofur ekki undanskilin. Þess vegna er ráð að leggja ekki mikið upp úr því þó á mörgum bókunarvélum flug- og ferðafyrirtækja standi að aðeins séu örfá sæti eftir. Það er sálfræðilega sniðugt … Continue reading »

JetBlue, Southwest og Alaska langbest í Bandaríkjunum

JetBlue, Southwest og Alaska langbest í Bandaríkjunum

Þurfir þú að þvælast flugleiðis milli staða í Bandaríkjunum eru aðeins þrjú flugfélög sem þú ættir að líta til: Alaska Airlines, Southwest Airlines og JetBlue. Þessi þrjú flugfélög eru einu þarlendu flugfélögin sem lenda fyrir ofan núllið, sem sagt betri en verri, í árlegri könnun bandarísku neytendasamtakanna en sú könnun nær til rúmlega 70 þúsund … Continue reading »

Vara flugfélög við tölvuhökkurum

Vara flugfélög við tölvuhökkurum

Ekki er svo með öllu gott að ekki fylgi eitthvað slæmt. Það má sannarlega segja um netaðgengi sem fæst nú í fjölmörgum millilandaþotum í heiminum. Vefmiðillinn Wired greindi frá því fyrir skömmu að engu minni aðili en bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefði það miklar áhyggjur af því að tölvuhakkarar geti komist í stjórnkerfi farþegaflugvéla að stofnunin … Continue reading »

British Airways, SAS og Lufthansa menga langmest flugfélaga yfir Atlantshafið

British Airways, SAS og Lufthansa menga langmest flugfélaga yfir Atlantshafið

Hin gamalkunnu flugfélög British Airways, Lufthansa og SAS nota mest eldsneyti per farþega og menga þar af leiðindi mest flugfélaga sem fljúga yfir Atlantshafið. Ágætt að fá þær upplýsingar fyrir þau okkar sem er ekki alveg sama hvort hreint loft verður í boði á hnettinum eftir 50 ár. Upplýsingarnar koma frá stofnun sem kallar sig … Continue reading »

Hvað ef flug tefst vegna verkfalla?

Hvað ef flug tefst vegna verkfalla?

Ritstjórn hefur fengið þrjár fyrirspurnir þennan daginn er varða réttindi ferðafólks við verkföll. Hluti starfsfólks Leifsstöðvar er í verkfalli vegna lágra launa sem hefur haft tafir í för með sér. Skemmst er frá að segja að verkföll opinberra starfsmanna eins og nú er í gangi skapa ekki grundvöll fyrir bótakröfum af neinu tagi. Það orsakast … Continue reading »

Aftur til fortíðar hjá Lufthansa

Aftur til fortíðar hjá Lufthansa

Þó margt megi finna að netheimum og þá sérstaklega að allt sem þar er skrifað og birt geymist einhvers staðar og er jafnvel notað til að græða peninga án okkar vitundar er líka margt jákvætt sem netið hefur gefið okkur á móti. Þar trónir nálægt toppnum, ef ekki á toppnum, sú mergð samanburðarsíða sem við … Continue reading »

Heimta takmarkanir á Open Skies samkomulaginu

Heimta takmarkanir á Open Skies samkomulaginu

Opinn og frjáls markaður er hið allra besta mál að mati flestra þeirra sem ekki sjá skóginn fyrir trjánum og hugsa ekki lengra en viku fram á veg. Allavega þangað til samkeppnin verður of mikil eða hörð. Stórfréttir berast frá Bandaríkjunum en New York Times greinir frá því að stærstu flugfélög Bandaríkjanna, United, Delta og … Continue reading »

Sífellt fleiri flugfélög fella niður eldsneytisgjald

Sífellt fleiri flugfélög fella niður eldsneytisgjald

Þeim fjölgar hægt og bítandi flugfélögunum sem fella niður sérstök eldsneytisgjöld. Nú síðast Virgin Australia og búist er við að helsti samkeppnisaðilinn Quantas fylgi fordæminu á næstu dögum. Þau bætast þá í hóp flugfélaga eins og Cebu, Emirates og Qatar Airways sem slíkt hafa einnig gert að undanförnu. Ástralir geta því glaðst aðeins að því … Continue reading »

Flugfélögin við sama heygarðshornið ár eftir ár

Flugfélögin við sama heygarðshornið ár eftir ár

Hjá Icelandair vilja menn meina að þú fljúgir betur og hjá Wow Air hafa menn gefið sjálfum sér stimpilinn „flugfélag fólksins.“ Hástemmdar yfirlýsingar falla þó um sjálft sig ef eitthvað bjátar á. Þá brjóta bæði flugfélög reglur til þess að farþegar komist ekki að því að þeir eigi kannski að fá tjón sitt bætt og … Continue reading »