Topp tíu að sjá og gera í Aberdeen

Topp tíu að sjá og gera í Aberdeen

Einhvern tímann fyrir ekki svo löngu hefði verið talið fráleitt að bjóða upp á beint áætlunarflug til borgarinnar Aberdeen á austurströnd Skotlands. Það var raunin hjá Flugfélagi Íslands um hríð en sú tilraun dó drottni sínum og kom engum hér á óvart. Fráleitt vegna þess að Aberdeen er hvorki stór né stórmerkileg en ekki síður … Continue reading »
Fjöldi Íslendinga styðja fasistann Trump

Fjöldi Íslendinga styðja fasistann Trump

Það er víðar en vestanhafs sem fasistinn og fávitinn Donald Trump nýtur stuðnings. Allmargir Íslendingar styðja karlinn og sjá ekkert athugavert við að spila golf á völlum milljarðamæringsins í Skotlandi. Ferðaskrifstofan GB ferðir hefur lengi vel boðið upp á sérstaka golfpakka til Aberdeen í Skotlandi en þangað flýgur Flugfélag Íslands í beinu flugi. Á vef … Continue reading »

Viss um að þig langi til að fljúga með Air Iceland Connect?

Viss um að þig langi til að fljúga með Air Iceland Connect?

Það byrjar ekki beint vel hjá hinu orðfagra dótturfyrirtæki Icelandair: Air Iceland Connect. Fjölmiðlar greina frá nauðlendingu vélar á leið til Egilsstaða á Akureyri vegna reyks í flugstjórnarklefa. Forstjórinn lofar ítarlegri skoðun á málinu. Hafi einhvern tímann verið sóknarfæri fyrir nýtt flugfélag innanlands er tíminn aldeilis núna. Flugfélag Íslands, nú Air Iceland Connect, er að … Continue reading »

Icelandair sleikir erlenda rassa út yfir gröf og dauða

Icelandair sleikir erlenda rassa út yfir gröf og dauða

Vill ekki Costco vinsamlegast koma á fót innlendu flugfélagi svona í og með innflutningi á helmingi ódýrari vörum en landinn hefur fengið síðustu ár og áratugi? Því ekki viljum við eiga viðskipti við erlenda innanlandsflugfélagið Air Iceland Connect! Hmmmmmmmmmm. Flugfélag Íslands ekki alveg að gera sig samkvæmt síldarplebbanum Björgólfi Jóhannssyni né Toyota-forstjóranum Úlfari Steindórssyni. Ósagt … Continue reading »

Auðvitað má treysta Icelandair til að setja heimsmet í okri

Auðvitað má treysta Icelandair til að setja heimsmet í okri

Samkvæmt nettri úttekt Fararheill má á netinu finna og bóka ferð alla leið til Maldíveyja fyrir tvo fyrir rétt rúmar tvö hundruð þúsund krónur. Slíkt flug tæki seint minna en 30 klukkustundir fram og aftur. En Icelandair þykir við hæfi að heimta sama pening fyrir netta helgarferð til Grænlands fyrir einn. Ritstjórn Fararheill hefur á … Continue reading »

Helgarferð til Edinborgar eða Akureyrar?

Helgarferð til Edinborgar eða Akureyrar?

Fjölmargar fínustu upplýsingar er að finna á breyttum og bættum vef flugleitarvefsins Dohop eins og við höfum fjallað um áður. Þar má til dæmis sjá að jafn mikið kostar að skjótast í 50 mínútur til Akureyrar frá Reykjavík og til Edinborgar frá Keflavík. Hvor ætli sé nú meira spennandi… Með virðingu fyrir annars ágætri Akureyri … Continue reading »

Lágmarksverð á flugi FÍ til Ilulissat í sumar tæpar 150 þúsund krónur

Lágmarksverð á flugi FÍ til Ilulissat í sumar tæpar 150 þúsund krónur

Með forsjálni að vopni er þessi dægrin hægt að komast frá Íslandi til Japan, Kína, Tælands, Kambódíu og jafnvel Ástralíu líka undir eitt hundrað þúsund krónum fram og aftur. En að skjótast fram og aftur til grænlenska bæjarins Ilulissat með Flugfélagi Íslands kostar að LÁGMARKI tæpar 150 þúsund krónur. Lausleg úttekt Fararheill á fargjöldum Flugfélags … Continue reading »

Flugfélag Íslands vs easyJet

Flugfélag Íslands vs easyJet

Hvað svo sem má segja um áætlunarflug Flugfélags Íslands til Aberdeen í Skotlandi sem hefst næsta vor þá eru fargjöldin töluvert lægri en í boði var hjá flugfélaginu hér fyrir fimm árum þegar tímabundið var boðið upp á beint flug til Noregs. Úttekt Fararheill leiðir í ljós að lægsta verð á flugi fram og til … Continue reading »

Væri ekki nær að lækka flugfargjöldin?

Væri ekki nær að lækka flugfargjöldin?

Hvers vegna eyðir Flugfélag Íslands hundruð þúsunda króna í að styrkja jólatónleika einnar poppstjörnu í stað þess að einbeita sér að því að lækka flugfargjöld fyrir þorra almennings? Eins og fjallað hefur verið um á þessum vef og víða annars staðar eru flugfargjöld innanlands með Flugfélagi Íslands því sem næst lúxusvara miðað við verðlagninguna. Ekki … Continue reading »

Langur fattarinn hjá RÚV

Langur fattarinn hjá RÚV

Fréttastofa ríkisins birtir ágæta grein þennan daginn um fáránlegan kostnað innlends flugfélags til Grænlands og Færeyja, okkar næstu nágranna, og ber saman við aðrar ferðir miklu lengra út í heim sem engu að síður eru miklu ódýrari. Þar er fréttastofan samt langt aftan á merinni. Fararheill hefur fjallað um þetta einum sex sinnum á undanförnum … Continue reading »

Hin undarlega háu flugfargjöld innanlands

Hin undarlega háu flugfargjöld innanlands

Ritstjórn Fararheill hefur um nokkurt skeið fylgst með forsvarsmönnum Flugfélags Íslands fara mikinn um hræðilega skattlagningu innanlandsflugsins. Skattlagningu sem sé meginorsök þess að þeim fækkar ár frá ári er notfæra sér þjónustu flugfélagsins. Sitthvað í þeim málflutningi stenst þó enga skoðun. Leit á Google leiðir í ljós að finna má fjölmörg viðtöl og greinar þar … Continue reading »

Flugfélag Íslands að verðleggja sig út í Hróa

Flugfélag Íslands að verðleggja sig út í Hróa

Flugið til Egilsstaða var tíðindalaust að mestu en athygli vakti að í vélinni á góðum tíma á sunnudegi yfir hásumarið voru 26 laus sæti. Leiðin til Reykjavíkur snemma morguns í miðri viku sömuleiðis tíðindalítil en aftur vakti fámenni um borð athygli. 28 sæti laus þar og einungis einn erlendur ferðamaður með í för. Mánuði fyrr, … Continue reading »

Fokdýr virðast lendingargjöldin á Grænlandi

Fokdýr virðast lendingargjöldin á Grænlandi

Flugfélag Íslands, dótturfélag Icelandair, hefur lengi vel boðið landanum ferðir til Grænlands og er það vel. Miður er hvað lendingagjöld á Grænlandinu góða virðast óheyrilega mikið dýrari en annars staðar. Flugfélagið flýgur þetta sumarið til nokkurra áfangastaða á nágrannaeyjunni til vesturs en fyrir hóp fólks er Grænland sífellt athyglisverðari áfangastaður og líklegt er að sú … Continue reading »