Hvað ef flugfélag skilur farangurinn þinn eftir?

Hvað ef flugfélag skilur farangurinn þinn eftir?

Alltaf annars lagið kemur upp sú staða að flugfélög misreikna þyngd véla sinna og verða að skilja innritaðan farangur fólks eftir áður en farið er í loftið. Hvað gera þeir sem fyrir verða þá? Þó hvergi séu réttindi flugfarþega eins sterk og í Evrópu er ekki neglt í stein í þeim lögum nákvæmlega hvaða bætur … Continue reading »

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Ok, við vitum að fátt er leiðinlegra en langt hangs í troðinni Leifsstöð. En farþegar Icelandair til Köben þennan daginn geta þó huggað sig við að vera orðnir tæplega 50 þúsund krónum ríkari án þess að hreyfa legg né lið. Þeir farþegar þurftu nefninlega að gera sér að góðu að bíða aukalega í rúmlega þrjár … Continue reading »

Bretar íhuga að banna drykkju um borð í farþegavélum

Bretar íhuga að banna drykkju um borð í farþegavélum

Lítil furða að Bretar, sem fyrir svo ekki margt löngu réðu hálfum heiminum og það bókstaflega, falla hraðar niður skynsemis- og virðingarstigann en Ólafur Ólafsson, svindlari og almennur skíthæll með meiru. Nú íhuga þeir bresku að banna alfarið drykkju um borð í farþegavélum. Þar á bæ þykir orðið fullreynt að veita áfengi á flugvöllum og … Continue reading »

Hjá Primera Air ljúga menn eins og þeir eru langir til

Hjá Primera Air ljúga menn eins og þeir eru langir til

Einn stærsti eigandi Primera Air, hinn slánalegi Andri Már Ingólfsson, slefar í tæpa tvo metrana á hæðina. Sem gerir kappann að príma dæmi um að menn ljúgi eins og þeir eru langir til. Primera Air, móðurfyrirtæki Heimsferða, fer mikinn á samfélagsmiðlum þessi dægrin. Öllu fögru lofað en við nánari athugun stendur vart steinn yfir steini. … Continue reading »

Flugumferðarstjórar úreltir eftir 20 ár?

Flugumferðarstjórar úreltir eftir 20 ár?

Þetta hljómar ekki vel. Flugumferðarstjórn myndu líklega flestir telja eitt allra mikilvægasta starfið við að tryggja góðar og öruggar samgöngur á heimsvísu. En innan fárra áratuga gætu drónar sent flugumferðarstjóra á atvinnuleysisbætur. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna og NASA hafa unnið að því um hríð að rannsaka hvort drónar geti sinnt flugumferðarstjórn í framtíðinni og fyrstu niðurstöður jákvæðar … Continue reading »

Vonandi áttu ekki bókað til Barcelóna næstu vikurnar

Vonandi áttu ekki bókað til Barcelóna næstu vikurnar

Það er töluvert vandlifað í henni veröld eins og allt hugsandi fólk yfir fermingaraldri veit og þekkir af eigin raun. Allir þeir sem ekki þekkja það og eru á leið til Barcelóna á næstunni fá mjög líklega að minnsta kosti nasaþef af því. Ólíkt því sem gerist á Íslandinu góða þar sem launþegasamtök á borð … Continue reading »

Þess vegna ættu Vinstri grænir að fljúga með SAS

Þess vegna ættu Vinstri grænir að fljúga með SAS

Ef frá er talinn um það bil helmingur Bandaríkjamanna þá gerir vitiborið fólk sér grein fyrir að mengun af ýmsu tagi er hægt og bítandi að tortíma öllu lífi á jörð. Það gerist fyrr eða síðar en þar sem við eigum börn, barnabörn og barnabarnabörn er aðeins skemmtilegra að hafa það síðar ef hægt er. … Continue reading »

Hvað þarftu mikinn tíma milli tengiflugferða?

Hvað þarftu mikinn tíma milli tengiflugferða?

Fátt er minna spennandi á ferðalögum en missa af tengiflugi en það er orðið nokkuð algengt nú þegar sífellt stærri hópur fólks kýs að ferðast á eigin spýtum og gera sínar eigin ferðaáætlanir. Þumalputtareglan heilt yfir er að gefa sér aldrei minna en þrjár klukkustundir sem púða milli flugferða. Það jafnvel þó að tengiflugið sé … Continue reading »

Sjö ástæður fyrir að eiga ENGIN viðskipti við Icelandair

Sjö ástæður fyrir að eiga ENGIN viðskipti við Icelandair

Mörgu eldra fólki þarna úti hlýnar um hjartarætur þegar talið berst að flugfélaginu Icelandair, áður Loftleiðir Icelandair. Það verslar við sitt flugfélag hvað sem tautar og raular. Sama fólk og kann margar skemmtilegar sögur af því að hefja drykkju klukkan sjö á morgnana fyrir flug til Kanarí hér í fyrndinni þegar bandarískir hermenn þurftu að … Continue reading »

Þeir týna ekki bara hundum hjá Icelandair

Þeir týna ekki bara hundum hjá Icelandair

ÆÆÆÆÆ! Þú með barnið á ferðalagi og flugfélagið týnir þeirri tösku sem geymir mesta djásn barnsins: uppáhalds bangsann. Það sýnu verra en týna dýrari hlutum því ekki er verð sett á uppáhalds bangsa barnanna okkar. Þeir eru einfaldlega ómetanlegir. Svona svipað ómissandi og hundarnir okkar. Það er dálítið merkilegt hve illa Icelandair gengur að koma … Continue reading »

Icelandair 82. besta flugfélag heims

Icelandair 82. besta flugfélag heims

Jamm og jæja. Litla Icelandair kemst á lista yfir hundrað „bestu“ flugfélög heims. Nánar tiltekið slefar inn á þann lista og fellur um sæti milli ára þrátt fyrir mega-auglýsingaherferðir sínar og spark í rass á örþreyttum stjórnarmönnum. Einhver óupplýstur þarna úti gæti ályktað sem svo að það sé nú feitur árangur hjá litlu íslensku flugfélagi … Continue reading »

Fávísir farþegar í flugi

Fávísir farþegar í flugi

Frá örófi alda, eða síðan farþegaflug hófst að ráði, hafa farþegar haft skoðun á því fólki sem starfar um borð í flugvélum. Þjónusta og framkoma flugþjóna skiptir miklu máli eins og sést best á því hve margir tjá sig um það á samfélagsmiðlum og einkunnavefum hvers kyns. Allir virðast hafa skoðanir á þjónustu og liðlegheitum … Continue reading »