Talandi um alvarlega mengun…

Talandi um alvarlega mengun…

Ritstjórn Fararheill er síðasta fólkið á jörð til að setja út á ferðir og ferðalög. Ekkert undir sólinni er uppbyggilegra fyrir sálina en þvælingur um heiminn að okkar mati. En þar með er ekki sagt að af því hljótist ekkert slæmt. Hið slæma við það er loftmengun. Þó meginsök mengunar á heimsvísu eigi takmarkað skylt … Continue reading »

Wow Air nú formlega á pari við Iceland Express

Wow Air nú formlega á pari við Iceland Express

Við værum að ljúga ef við segðumst ekki hafa talið dagana þangað til það gerðist. Það var jú óumflýjanlegt að hörmungarþjónusta Wow Air félli loks niður á sama par og hins ekki-svo-æðislega-flugfélags Iceland Express. Engum sem Fararheill les að jafnaði kemur á óvart að Wow Air Skúla Mogensen er nú formlega í flokki með hinu … Continue reading »

Að láta ekki hafa sig að fífli í Leifsstöð

Að láta ekki hafa sig að fífli í Leifsstöð

Fyrir eigi svo alllöngu síðan vakti furðu eins úr ritstjórn á leið úr landi með Icelandair að á brottfararskjám í Leifsstöð kom tilkynning um að halda til hliðs, go to gate, 65 mínútum áður en áætluð brottför var á dagskrá. Auðvitað þýddi það bara langa bið í afdalasal í flugstöðinni þar sem engin sæti voru … Continue reading »

Að fá súperdíl á flugmiða „betra en kynlíf“

Að fá súperdíl á flugmiða „betra en kynlíf“

Hafi einhver þarna úti efast um hversu rótgróin neysluhyggja er hjá mörgu fólki ætti þetta að þagga niður í þeim hið snarasta. Samkvæmt viðamikilli könnun ferðamiðilsins Expedia vestanhafs upplifa 44 prósent meiri nautn eftir að hafa keypt ódýran flugmiða en eftir kynlíf. Það segir sitt um dapurt kynlífið hjá þessum fjölda að til þurfi fimm … Continue reading »

Af hverju er þetta litla gat á öllum gluggum í flugvélum?

Af hverju er þetta litla gat á öllum gluggum í flugvélum?

Viðurkenndu það bara. Þú hefur oft velt fyrir þér hvaða hlutverki þetta litla gat á glugganum í flugvélinni gegnir. En þú gleymir allaf að spyrja. Gatið atarna virðist sannarlega kjánalegt. Og hvers vegna er það neðst á glugganum? Er þetta til að halda burt móðu eða hvað? Þetta er þó ekkert til að hafa áhyggjur … Continue reading »

Hvað ef flugfélag skilur farangurinn þinn eftir?

Hvað ef flugfélag skilur farangurinn þinn eftir?

Alltaf annars lagið kemur upp sú staða að flugfélög misreikna þyngd véla sinna og verða að skilja innritaðan farangur fólks eftir áður en farið er í loftið. Hvað gera þeir sem fyrir verða þá? Þó hvergi séu réttindi flugfarþega eins sterk og í Evrópu er ekki neglt í stein í þeim lögum nákvæmlega hvaða bætur … Continue reading »

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Ok, við vitum að fátt er leiðinlegra en langt hangs í troðinni Leifsstöð. En farþegar Icelandair til Köben þennan daginn geta þó huggað sig við að vera orðnir tæplega 50 þúsund krónum ríkari án þess að hreyfa legg né lið. Þeir farþegar þurftu nefninlega að gera sér að góðu að bíða aukalega í rúmlega þrjár … Continue reading »

Bretar íhuga að banna drykkju um borð í farþegavélum

Bretar íhuga að banna drykkju um borð í farþegavélum

Lítil furða að Bretar, sem fyrir svo ekki margt löngu réðu hálfum heiminum og það bókstaflega, falla hraðar niður skynsemis- og virðingarstigann en Ólafur Ólafsson, svindlari og almennur skíthæll með meiru. Nú íhuga þeir bresku að banna alfarið drykkju um borð í farþegavélum. Þar á bæ þykir orðið fullreynt að veita áfengi á flugvöllum og … Continue reading »

Hjá Primera Air ljúga menn eins og þeir eru langir til

Hjá Primera Air ljúga menn eins og þeir eru langir til

Einn stærsti eigandi Primera Air, hinn slánalegi Andri Már Ingólfsson, slefar í tæpa tvo metrana á hæðina. Sem gerir kappann að príma dæmi um að menn ljúgi eins og þeir eru langir til. Primera Air, móðurfyrirtæki Heimsferða, fer mikinn á samfélagsmiðlum þessi dægrin. Öllu fögru lofað en við nánari athugun stendur vart steinn yfir steini. … Continue reading »

Flugumferðarstjórar úreltir eftir 20 ár?

Flugumferðarstjórar úreltir eftir 20 ár?

Þetta hljómar ekki vel. Flugumferðarstjórn myndu líklega flestir telja eitt allra mikilvægasta starfið við að tryggja góðar og öruggar samgöngur á heimsvísu. En innan fárra áratuga gætu drónar sent flugumferðarstjóra á atvinnuleysisbætur. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna og NASA hafa unnið að því um hríð að rannsaka hvort drónar geti sinnt flugumferðarstjórn í framtíðinni og fyrstu niðurstöður jákvæðar … Continue reading »