Óráð að leggjast til sunds við strendur Flórída á næstunni

Óráð að leggjast til sunds við strendur Flórída á næstunni

Eflaust hefðu fáir heilvita menn geð til að stinga sér ofan í sundlaug sem í væru þungmálmar, seyra, ókunnug ertandi eiturefni og undarleg bleikleit kvoða hér og þar í lauginni. Þetta bíður þín ef þú dembir þér í sjóinn við Flórída þessa dagana. Kaninn er meistari að hugsa hlutina ekki til enda og er gnótt … Continue reading »

Fort Lauderdale ekki lengur djammstaður númer eitt, tvö og þrjú á Flórída

Fort Lauderdale ekki lengur djammstaður númer eitt, tvö og þrjú á Flórída

Sú var tíðin um langt árabil að strandbærinn Fort Lauderdale á Flórída var áfangastaður númer eitt, tvö og þrjú hjá háskólanemum í páskafríi. Hann er ennþá vinsæll en bestu partíin fara þó fram í Panama City þessa dagana. Spring Break er það kallað þegar háskólanemar vestanhafs fá langþráð páskafrí og sú hefð lengi verið við … Continue reading »

Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Það fer mikið fyrir djammi, djúsi, skemmtigörðum og tilbúinni afþreyingu víðast hvar í Flórídafylki í Bandaríkjunum. Öllu minna fyrir því sem líklega er eitthvað það allra skemmtilegasta sem hægt er að gera í sólskinsríkinu: heimsókn í þjóðgarð. Flórídafylki eitt og sér er ekki ýkja stórt en mörgum bregður í brún að í fylkinu finnast hvorki … Continue reading »

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Að fara alla leið til Flórída í Bandaríkjunum og ekki njóta strandlífs á þeim aragrúa stranda sem þar er að finna er jafn fáránlegt og að kaupa ekkert kaffi í Kólombíu eða fá sér engan ís á ferð um Grænland. En að gamni slepptu er strandlífið í Flórída minna spennandi en margur heldur. Nánar tiltekið … Continue reading »

Ein assgoti góð ástæða til að fara aldrei í Disneyworld

Ein assgoti góð ástæða til að fara aldrei í Disneyworld

Auðvitað er það toppurinn fyrir smáfólkið að heimsækja Disneyworld. Hver yrði ekki uppnumin af því að hitta Mikka, Mínu, Andrés, Guffa eða Plútó og það í eigin persónu!!! Walt Disney fyrirtækið, sem á og rekur Disneyworld á heimsvísu, mokar inn seðlum hraðar en hægt er að framleiða skóflur til mokstursins. Stjórnendur synda í seðlum og … Continue reading »

Falin tollagjöld Hertz og Thrifty í Flórída vekja reiði

Falin tollagjöld Hertz og Thrifty í Flórída vekja reiði

Það er víðar sem hlutir eru rotnir en í Danmörku. Það er ekki laust við það heldur í Flórída þar sem yfirvöld íhuga nú aðgerðir gagnvart bílaleigum sem bæta feitum aukagjöldum ofan á leiguverð til ferðamanna. Fáum á að koma á óvart að þar er risinn Hertz fremstur í flokki og dótturfyrirtækið Dollar/Thrifty. Þau fyrirtæki … Continue reading »

Feit verðbólga í Disneyworld í Orlando

Feit verðbólga í Disneyworld í Orlando

Hætt er við að Walt Disney snúi sér töluvert við í gröfinni þessi misserin. Fyrirtækið sem ber nafn hans hækkar linnulítið gjaldið inn í hinn fræga Disneyworld í Orlandó Flórída. Það kemur ekki á óvart hjá risafyrirtæki en gengur þvert á hugmyndir Walt Disney á sínum tíma sem tiltók það sérstaklega að skemmtigarðar Disney yrðu … Continue reading »

Þess vegna er janúar besti mánuðurinn til að heimsækja Flórída

Þess vegna er janúar besti mánuðurinn til að heimsækja Flórída

Hvenær nákvæmlega ætli sé besti tíminn að heimsækja sólskinsríkið Flórída í Bandaríkjunum? Það góð og gild spurning en svarið veltur töluvert á því hver sé að fara og hvers vegna. Sé um hefðbunda íslenska fjölskyldu með smáfólk með í för er þó engin einasta spurning hvenær tíminn er réttur. Það er janúar eða ef illa … Continue reading »

Bestu nektarstrendur heims
Þú þarft heldur ekki að druslast með golfsettið til Orlando

Þú þarft heldur ekki að druslast með golfsettið til Orlando

Það vita sennilega velflestir golfáhugamenn að það getur stundum tekið töluvert á að þvælast um heimsins horn með golfsett í ofanálag við annan farangur. Fyrir það fyrsta getur verið æði dýrt að flakka með golfsett milli landa og álfa. Þar hjálpa klúbbar á borð við Icelandair golfers upp á sakir en ætli fólk með öðrum … Continue reading »

Er zika-veiran ennþá vandamál í Flórída?

Er zika-veiran ennþá vandamál í Flórída?

Ef mark er takandi á yfirvöldum í Flórídaríki í Bandaríkjunum heyra zika-vandamál sögunni til. Ekkert er að óttast lengur. Það stemmir þó ekki alveg við upplýsingar innanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Það er æði freistandi fyrir Flórídaríki að koma þeim skilaboðum á framfæri að zika-veiran, sem berst með tiltekinni tegund moskítóflugna og veldur höfuðrýrnun hjá fóstrum í móðurkviði, … Continue reading »

Babb í bát í Flórída

Babb í bát í Flórída

Bandaríkjamenn eru að taka til í sínum ranni þó framfarir teljist í barnaskrefum. Senn líður að lokum þess að ferðamenn í Flórída geti farið um geysifalleg fenjasvæði fylkisins á hinum frægu flatbotna fenjabátum. Bátarnir eru þessir skrýtnu en skemmtilegu flatbotna bátar fenjamanna vestanhafs sem drifnir eru áfram af risastórum viftum og þekkjast óvíða annars staðar … Continue reading »