Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Ef þig skyldi langa í sjóinn við Flórída

Að fara alla leið til Flórída í Bandaríkjunum og ekki njóta strandlífs á þeim aragrúa stranda sem þar er að finna er jafn fáránlegt og að kaupa ekkert kaffi í Kólombíu eða sleppa ísnum á ferð um Grænland. En að gamni slepptu er strandlífið í Flórída minna spennandi en margur heldur. Nánar tiltekið ekki strandlífið … Continue reading »

Hver er svo yndislegasti áfangastaðurinn á Flórída?

Hver er svo yndislegasti áfangastaðurinn á Flórída?

South Beach í Miami vissulega gæjalegur staður. International Drive í Orlandó mekka skyndibitastaða og afþreyingar og óvíða hægt að golfa fyrir meira klink en í grennd við Tampa. Góðu heilli komast engir þessara staða á topp tíu lista yfir yndislegustu áfangastaðina í Flórída samkvæmt nýrri úttekt. Góðu heilli segjum við sökum þess að allir ofangreindir … Continue reading »

Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Eitt það allra besta sem þú gerir á Flórída

Það fer mikið fyrir djammi, djúsi, skemmtigörðum og tilbúinni afþreyingu víðast hvar í Flórídafylki í Bandaríkjunum. Öllu minna fyrir því sem líklega er eitthvað það allra skemmtilegasta sem hægt er að gera í sólskinsríkinu: heimsókn í þjóðgarð. Flórídafylki eitt og sér er ekki ýkja stórt en mörgum bregður í brún að í fylkinu finnast hvorki … Continue reading »

Fort Lauderdale ekki lengur djammstaður númer eitt, tvö og þrjú á Flórída

Fort Lauderdale ekki lengur djammstaður númer eitt, tvö og þrjú á Flórída

Sú var tíðin um langt árabil að strandbærinn Fort Lauderdale á Flórída var áfangastaður númer eitt, tvö og þrjú hjá háskólanemum í páskafríi. Hann er ennþá vinsæll en bestu partíin fara þó fram í Panama City þessa dagana. Spring Break er það kallað þegar háskólanemar vestanhafs fá langþráð páskafrí og sú hefð lengi verið við … Continue reading »

Nei! Þú ert ekkert sérlega velkomin til Flórída

Nei! Þú ert ekkert sérlega velkomin til Flórída

Dabbadona! Við þekkjum öll miður góða þjónustu víða í Alicante á Spáni og mörg okkar þekkja miður góða þjónustu í Flórída í Bandaríkjunum. Og ný könnun vestanhafs bendir til þess að við séum ekkert sérstaklega velkomin til Flórída. Flórída kallast sólskinsríkið af heimafólki og það nokkuð eðlilega enda þar sól og sveittur hiti vel yfir … Continue reading »

Assgoti góð ástæða til að heimsækja aldrei Disneyworld

Assgoti góð ástæða til að heimsækja aldrei Disneyworld

Auðvitað er það toppurinn fyrir smáfólkið að heimsækja Disneyworld. Hver yrði ekki uppnumin af því að hitta Mikka, Mínu, Andrés, Guffa eða Plútó og það í eigin persónu!!! Walt Disney fyrirtækið, sem á og rekur Disneyworld á heimsvísu, mokar inn seðlum hraðar en hægt er að framleiða skóflur til mokstursins. Stjórnendur synda í seðlum og … Continue reading »

Falin tollagjöld Hertz og Thrifty í Flórída vekja reiði

Falin tollagjöld Hertz og Thrifty í Flórída vekja reiði

Það er víðar sem hlutir eru rotnir en í Danmörku. Það er ekki laust við það heldur í Flórída þar sem yfirvöld íhuga nú aðgerðir gagnvart bílaleigum sem bæta feitum aukagjöldum ofan á leiguverð til ferðamanna. Fáum á að koma á óvart að þar er risinn Hertz fremstur í flokki og dótturfyrirtækið Dollar/Thrifty. Þau fyrirtæki … Continue reading »

Ein falleg strönd á Flórída sem þú ættir að láta eiga sig

Ein falleg strönd á Flórída sem þú ættir að láta eiga sig

Heimamenn í borginni New Smyrna í Flórída eru ekki feimnir við að segja aðkomumönnum sannleikann. En þeir þurfa þess nú oftast ekki. Borgin er gjarnankölluð höfuðborg hákarlaárása. Enginn sem stígur fæti ofan í sjóinn við ströndina við borgina er í ýkja mikilli fjarlægð frá næsta hákarli og fjöldi hákarlaárása gegnum tíðina hafa tryggt þessari borg … Continue reading »

Er gáfulegt að kaupa fasteign í Flórída?

Er gáfulegt að kaupa fasteign í Flórída?

Útvarpsþátturinn Í býtið á Bylgjunni er óumdeilanlega langskemmtilegasti morgunþáttur landsins. Gulli og Heimir og hinn alltaf hálfþreytti Þráinn, sem á ekkert líf utan enska boltans, smella saman eins og glæný samloka um ferskt hangakjöt eða skinku. En á köflum leyfa þeir félagar gestum að vaða á súðum út í eitt. Dæmi um það föstudagsmorguninn 25. … Continue reading »

Allt að helmings verðmunur á bílaleigubílum í Flórída

Allt að helmings verðmunur á bílaleigubílum í Flórída

Hvort hljómar nú betur í þín eyru: meðalbíll í vikutíma fyrir 60 þúsund krónur eða sams konar bíll í vikutíma fyrir 28.000 krónur? Þarna töluverður verðmunur jafnvel þó upphæðirnar sem um ræðir séu nú ekki háar. En þetta er í grunninn meðalverðmunur á að leigja bílaleigubíl í Orlando, Fort Lauderdale eða Miami hjá stórum þekktum … Continue reading »

Þess vegna er janúar besti mánuðurinn til að heimsækja Flórída

Þess vegna er janúar besti mánuðurinn til að heimsækja Flórída

Hvenær nákvæmlega ætli sé besti tíminn að heimsækja sólskinsríkið Flórída í Bandaríkjunum? Það góð og gild spurning en svarið veltur töluvert á því hver sé að fara og hvers vegna. Sé um hefðbunda íslenska fjölskyldu með smáfólk með í för er þó engin einasta spurning hvenær tíminn er réttur. Það er janúar eða ef illa … Continue reading »