50 gráir skuggar Barcelóna

50 gráir skuggar Barcelóna

Fararheill biður þá sem vonuðust eftir svæsnum kynlífssögum frá Miðjarðahafinu afsökunar en hér er erindið að fjalla um dekkri skugga en gerast í klámheimum. Þar fremsta þá merkilegu staðreynd að enginn þeirra aðila sem bjóða og kynna ferðir til höfuðborgar Katalóníu finnst nokkur ástæða til að benda á að Barcelona er smáglæpahöfuðborg Evrópu. Undir liðinn … Continue reading »

Meiriháttar adrenalínkikk upp Huayna Picchu

Meiriháttar adrenalínkikk upp Huayna Picchu

Lengi vel hefur ekki verið mjög flókið mál að komast upp að fjallaborginni mikilfenglegu Machu Picchu í Andesfjöllum Perú. Yfirgnæfandi meirihluti fer langleiðina með lest og síðasta spottann með rútu allsvakalega leið en að þeirri ferð lokinni eru aðeins nokkur skref að hinni frægu borg Inkanna. En sé litið á helstu myndir af stórkostlegri fjallborginni … Continue reading »

Nýjasta nýtt í fluginu: klósett með útsýni

Nýjasta nýtt í fluginu: klósett með útsýni

Víst eru níðþröng sæti óspennandi í langflugi. Ekki skárra að hafa hné klesst upp við sætisbakið hele vejen. Og hvern hlakkar til klósettferða í háloftunum? Jamms, það er falinn kostnaður því samfara að negla flugmiða á tombóluverði. Því þótt miðinn kosti kannski klink og ingenting þá greiðirðu samt vel fyrir með óþægilegheitum sem eiga ekkert … Continue reading »

Göngugata Pattaya að taka stakkaskiptum?

Göngugata Pattaya að taka stakkaskiptum?

Í fjórða skiptið á innan við áratug íhuga borgaryfirvöld í Pattaya í Tælandi nú að henda frægri göngugötu sinni, Walking Street, út í hafsauga og endurhanna allt það svæði á nútímalegri máta. Göngugata Pattaya er mögulega frægasta göngugata heims og fyrsta gata heims sem formlega ber heitið Göngugata þrátt fyrir að ökutæki geti ekið þar … Continue reading »

Stóri plúsinn við Filippseyjar

Stóri plúsinn við Filippseyjar

Sjö þúsund sólbrenndar eyjur með sandströndum sem eru mýkri en ungabarn við fæðingu og verðlag svo lágt að þú þarft meira að leita í klinkið en veskið. Velkomin til Filippseyja 🙂 Ein úr ritstjórn var að lenda á köldum klakanum frá ylhýru Filippseyjum. Mánaðartúr um eyjurnar Luzon, Tablas, Leyte og Siargao og hólímólí hvað allt … Continue reading »

Töskugjöld Icelandair komin út fyrir gröf og dauða

Töskugjöld Icelandair komin út fyrir gröf og dauða

Árið 2012 gátu allir farþegar Icelandair tekið með sér 15 kílóa handfarangur, eina alvöru 30 kílóa ferðatösku og þurftu aðeins að greiða rúman fimm þúsund kall, á verðlagi þess árs, til að taka TVÆR 30 kílóa töskur. Átta árum síðar er handfarangur takmarkaður við 10 kíló og lágmarks töskugjald fram og aftur litlar 7.700 krónur!!! … Continue reading »

Boeing Max á áætlun hjá Icelandair þrátt fyrir kyrrsetningu

Boeing Max á áætlun hjá Icelandair þrátt fyrir kyrrsetningu

Einn úr ritstjórn að skoða flug fimm mánuði fram í tímann og rakst þá á nokkrar flugferðir Icelandair. Sem er súper eðlilegt mál enda flugfélag. Óvenjulegra að þær ferðir á áætlun með Boeing Max 8 vélum félagsins. Sem enn hafa ekki fengið flughæfisvottun og fátt bendir til að þær fái grænt ljós á næstu mánuðum. … Continue reading »

Sex yndisleg þorp á Ítalíu

Sex yndisleg þorp á Ítalíu

Fegurð er í augum sjáandans og sitt sýnist hverjum um velflest undir sólinni. En flestir geta líklega sammælst um að fátt er yndislegra en þessi litlu krúttlegu þorp sem finna má utan þjónustusvæðis á Ítalíu. Þessi þorp þar sem líf bæjarbúa gengur sinn gang hvort sem inn í bæinn þvælast ferðamenn eður ei. Þar sem … Continue reading »

Áhugaverð sjón í Perpignan í Frakklandi

Áhugaverð sjón í Perpignan í Frakklandi

Að frátöldum Ómari Ragnarssyni eru líklega ekki margir sem láta heillast af smærri flugvöllum. Þar oftast fátt að sjá og enn minna um að vera. Undantekning frá því finnst hins vegar á einum stað Perpignan flugvallar í Frakklandi. Þar situr, eins og skratti úr sauðalegg, Airbus A340 farþegaþota og safnar ryki að því er virðist. … Continue reading »

Flugfiskar á Spáni

Flugfiskar á Spáni

Flugfiskar er yfirleitt ekkert til að hafa áhyggjur af á Spáni. Jafnvel þó þeir væru almennt hér til staðar er hættan lítil sem engin því þeir gera ekkert nema fljúga um loftin blá nokkur sekúndubrot. Bærinn Deba er vel falinn í fjallasal Baskalands. Áin Deba Ibaia rennur þar í gegn. Mynd Barrutia En fljúgandi fiskar … Continue reading »
Mannvirki í Danmörku sem eru eldri en píramídarnir í Egyptalandi!

Mannvirki í Danmörku sem eru eldri en píramídarnir í Egyptalandi!

Einn úr ritstjórn gekk árið 2002 fram á mikinn steinhnulling á graslendi við golfvöll einn skammt frá Árósum í Danmörku. Lítt merkilegt kannski nema fyrir þá staðreynd að tveggja tonna hnullungurinn lá ofan á átta öðrum minni hnullungum. Danaveldi er ekki gamalt fyrirbæri í neinni merkingu. Elstu þekktu merkin um orðið Danmörk í landinu sjálfu … Continue reading »

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þrjú lítt þekkt undur heimsins

Þegar þetta er skrifað eru formlega 1032 staðir á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna í 163 mismunandi löndum heims. Þar eru margir af fallegustu og merkilegustu stöðum heims. En ekki allir. Líkt og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna er Heimsminjanefnd, UNESCO, of illa fjármögnuð til að valda starfi sínu 100 prósent. Það kostar heilmikið að ákveða hvaða staðir … Continue reading »