Icelandair í samstarfi við fyrirtæki sem tímir ekki að borga lágmarkslaun

Icelandair í samstarfi við fyrirtæki sem tímir ekki að borga lágmarkslaun

Það er langstærsta flugþjónustufyrirtæki heims og þjónustar alls 850 flugfélög á heimsvísu og þar á meðal okkar ylhýra Icelandair. Illu heilli tímir fyrirtækið þó ekki að greiða fólkinu sínu lágmarkslaun. Fljúgandi fólk með augu í kolli þekkir ábyggilega merki hins velþekkta fyrirtækis Swissport en það starfar á velflestum flugvöllum heims og veitir alla hugsanlega þjónustu … Continue reading »

Skringilegur barnaleikur í smábæ á Spáni

Skringilegur barnaleikur í smábæ á Spáni

Því meira sem ferðast er um borgir og héruð þar sem trú hvers kyns á sér djúpar rætur því meira dregur almennt úr virðingu fyrir trú á æðri máttarvöld hjá hugsandi fólki. Mörg eru dæmin en eitt það versta finnst líklega í smábænum Castrillo de Murcia skammt frá borginni Burgos á Spáni. Þar fer fram … Continue reading »

Þess vegna skiptir smáa letrið hjá Úrval Útsýn svona miklu máli

Þess vegna skiptir smáa letrið hjá Úrval Útsýn svona miklu máli

Pálmi svindlari Haraldsson er kominn í samstarf við Morgunblaðið ef marka má umfjöllun hins síðarnefnda á fljótasiglingum í boði eins fyrirtækis Pálma: ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn. Þar kynnir blaðið „nýjar og spennandi“ fljótasiglingar með bandaríska fyrirtækinu AMA Waterways um helstu fljót Evrópu sem Úrval Útsýn selur ferðir fyrir hönd Bandaríkjamannanna. Hvers vegna Úrval Útsýn leitar til … Continue reading »

Trix ef þú vilt vita nákvæmar fjarlægðir á ferðalögum

Trix ef þú vilt vita nákvæmar fjarlægðir á ferðalögum

Það kemur reglulega fyrir hjá ritstjórnarmeðlimum Fararheill að misreikna herfilega vegalengdir á stöðum í heiminum. Væntanlega fleiri sem lenda í slíku. En á þessu vandamáli er sáraeinföld lausn. Við vorum minnt á þetta vandamál í vikunni þegar óskað var aðstoðar okkar varðandi hótel á Maspalomas á Kanarí. Tvenn hjón vildu gjarnan bóka hótel eitt í … Continue reading »

Hvar er Balí og aðrar fávísar spurningar

Hvar er Balí og aðrar fávísar spurningar

Vigdís Hauks er ekki ein. Tugþúsundir annarra þarna úti þjást af fávisku eða þekkingarleysi í einni mynd eða annarri. Engar fréttir fyrir hugsandi fólk auðvitað en fyrir þá sem eru efins ættu vinsælustu leitarsetningar varðandi ferðalög á leitarvél Google þetta árið að gefa nokkrar vísbendingar. Kíkjum á þær helstu: Hvar er Balí? Hvað er hægt … Continue reading »

Að bera bossann í Asíu ekki góð hugmynd

Að bera bossann í Asíu ekki góð hugmynd

Að bera afturendann hefur sjaldan þótt tiltökumál á Vesturlöndum. Slíkt oftar en ekki til gamans gert og sé það utan alfaraleiða er lítill skaði skeður. Það á hins vegar ekki við um flest lönd Asíu. Tveir samkynhneigðir menn voru fyrir stuttu stöðvaðir á heimleið í flugstöð í Tælandi. Sem getur jú gerst burtséð frá kynferði … Continue reading »

Lufthansa fyrsta evrópska fimm stjörnu flugfélagið

Lufthansa fyrsta evrópska fimm stjörnu flugfélagið

Það er nákvæmlega eins og fótboltasagan segir: aldrei afskrifa Þjóðverjann í einu né neinu 🙂 Fyrr í vikunni varð þýska flugfélagið Lufthansa það fyrsta í Evrópu til að verða valið fimm stjörnu flugfélag af viðskiptavinum gegnum ferðamiðilinn Skytrax. Stjörnugjöf Skytrax þykir sú markverðasta í netheimum hvað flug varðar. Ólíkt velflestum öðrum slíkum miðlum þá eru … Continue reading »

Tripadvisor varar við tilteknum gististöðum en á sérdeilis ömurlegan máta

Tripadvisor varar við tilteknum gististöðum en á sérdeilis ömurlegan máta

Með tilliti til að annar hver karlmaður virðist hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni samkvæmt #metoo bylgjunni er alveg þjóðráð hjá ferðarisanum Tripadvisor að tiltaka sérstaklega þau hótel eða gististaði þar sem kynferðisbrot hafa átt sér stað. En fyrirtækið gerir það afskaplega illa. Fáir hafa kannski veitt því eftirtekt, enda bóka fáir Íslendingar gistingu gegnum … Continue reading »

Tómt bull að bóka flug á HM í Rússlandi strax

Tómt bull að bóka flug á HM í Rússlandi strax

Sekúndubroti eftir að ljóst varð hvaða landsliðum Ísland mætir í riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi næsta sumar voru fjölmiðlar flestir búnir að fá viðtöl við flugfélögin og ferðaskrifstofurnar og þar öllu fögru lofað með flug og ferðir. En það er heldur klént að spreða fúlgum í flug og gistingu ÁÐUR en ljóst verður hvort fólk fær … Continue reading »

Hætta að fljúga til Birmingham og láta engan vita

Hætta að fljúga til Birmingham og láta engan vita

Það þótti „stórfrétt“ fyrir skömmu hjá Fréttablaðinu að Wow Air leggði flug til og frá Miami í Bandaríkjunum tímabundið á ís. Ekki þykir þó fréttnæmt þar á bæ að Icelandair hætti að fljúga til Birmingham á Englandi. Það er raunin þó reyndar áhugasamir um þær ferðir megi leita lengi að upplýsingum um að flugi til … Continue reading »

Ekki batnar þjónustan hjá Wow Air herra Mogensen

Ekki batnar þjónustan hjá Wow Air herra Mogensen

Það er einfalt fólk að skrifa greinar á Fararheill.is. Svo einfalt reyndar að halda að einn allra ríkasti maður landsins hefði snefil af áhuga að koma flugfélagi sínu úr ræsinu í þjónustulegu tilliti. Ekkert bendir þó til þess. Hvað svo sem segja má um samfélagsmiðla þá gefa þeir fólki tækifæri á að segja skoðun sína … Continue reading »

Hvað er Bib Gourmand veitingastaður?

Hvað er Bib Gourmand veitingastaður?

Allir elska góðan mat og ekki hvað síst þegar við erum erlendis. Kannanir hafa sýnt að ferðafólk almennt, að frátöldum bakpokaferðalöngum, gerir mun betur við sig í mat og drykk utanlands en innan. Fyrir því eru margar ástæður. Fleiri spennandi veitingastaðir og fjölbreyttara úrval. Sú staðreynd að ferðalög eru ákveðinn lúxus í huga flestra og um … Continue reading »

Tvöfaldaðu ánægjuna í Helsinki með skottúr til Pétursborgar

Tvöfaldaðu ánægjuna í Helsinki með skottúr til Pétursborgar

Ýmislegt forvitnilegt og fallegt ber fyrir augu þeirra sem þvælast um höfuðborg Finnlands þó Helsinki verði aldrei talin til fegurstu borga. En ein sú borg sem sannarlega fellur í flokk þeirra fegurstu á heimsvísu er aðeins í þriggja stunda fjarlægð frá þeirri finnsku. Aðeins tekur þrjár stundir að skjótast til Pétursborgar frá Helsinki og öfugt … Continue reading »
Ekki klikka á að prófa þessa rétti í Portúgal

Ekki klikka á að prófa þessa rétti í Portúgal

Langflestum Íslendingum yfir fimm ára aldur þykir hefðbundin íslensk kjötsúpa lostæti mikið og fáir neita sér um ábót af slíku fæði. En hvað ef við segðum þér að í Portúgal er til nánast sami réttur og hefur verið um ár og aldir? Jú, víst telja margir þjóðernisfullir Íslendingar að við höfum fundið upp hina ýmsu … Continue reading »