Norðurpóllinn hvað? Jólasveinninn grafinn í Antalya í Tyrklandi

Norðurpóllinn hvað? Jólasveinninn grafinn í Antalya í Tyrklandi

Oft er sannleikurinn súr. Börn hins vestræna heims verða nú að hætta að senda póst á jólasveininn á Norðurpólnum. Ekki aðeins er hann löngu dauður heldur og gaf skít í kulda og trekk norðurslóða fyrir sól og sjarma í Antalya í Tyrklandi. Heilagur Nikulás heitir dýrlingurinn sem talinn er vera fyrirmynd þess sem nútímafólk kallar … Continue reading »

Fátækt og örbrigð en í Moldavíu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Fátækt og örbrigð en í Moldavíu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Það þarf snert af ævintýramennsku í blóðinu til að velja Moldóvu, eða Moldavíu, sem næsta áfangastað erlendis á kostnað enn einnar sólarferðar til Tenerife. En þrátt fyrir einhverja mestu fátækt í Evrópu er margt þar hreint kostulegt. Til dæmis lengsti vínkjallari heims. Langlengsti! Það gæti kætt drykkfellda Íslendinga en ekki síður hina sem kunna sér … Continue reading »

Loks kviknar á peru Icelandair

Loks kviknar á peru Icelandair

Seint koma sumir en koma þó. Það máltæki á mætavel við þennan daginn þegar forráðamenn flugfélagsins Icelandair komast loks inn í nútímann og mæta samkeppni með samkeppni en ekki fálæti. Örfáum árum of seint en betra er jú seint en aldrei 🙂 Icelandair kynnti í dag svokallað „economy light“ fargjald sem verður til sölu á … Continue reading »

Meira líf í kirkjugörðum vestanhafs

Meira líf í kirkjugörðum vestanhafs

Gegnum tíðina hafa kirkjugarðar oftar en ekki verið nánast heilagir staðir þar sem gestir labba nánast um á tánum til að trufla ekki hina látnu og jafnvel lítið hóstakast litið hornauga af þeim allra afturhaldssömustu. En ekki lengur. Í það minnsta ekki vestanhafs í Bandaríkjunum þar sem líf og læti í gömlum kirkjugörðum er að … Continue reading »

Hið írska Alcatraz þykir af öðrum stöðum bera þetta árið

Hið írska Alcatraz þykir af öðrum stöðum bera þetta árið

Yfirleitt þarf ekki mikið til að Írar taki gleði sína þrátt fyrir harða lífsbaráttu um ár og aldir. Oftast nægir einn Guinness eða Kilkenny eða svo og auðvitað hjálpar líka að eiga eftirminnilegustu ferðamannastaðina ár eftir ár. Þriðja árið í röð er ferðamannastaður á eyjunni grænu valinn sá eftirminnilegasti á Óskarsverðlaunahátíð ferðaþjónustuaðila, World Travel Awards. … Continue reading »

Wow Air nú formlega á pari við Iceland Express

Wow Air nú formlega á pari við Iceland Express

Við værum að ljúga ef við segðumst ekki hafa talið dagana þangað til það gerðist. Það var jú óumflýjanlegt að hörmungarþjónusta Wow Air félli loks niður á sama par og hins ekki-svo-æðislega-flugfélags Iceland Express. Engum sem Fararheill les að jafnaði kemur á óvart að Wow Air Skúla Mogensen er nú formlega í flokki með hinu … Continue reading »

Einn allra besti útsýnisstaður yfir Róm

Einn allra besti útsýnisstaður yfir Róm

Allir sem eitthvað hafa kynnt sér Róm vita að hún er formlega titluð borg hinna sjö hæða og vísar til þess að hún er byggð kringum, og á síðari tímum ofan á sjö hæðum. Einni hæð sérstaklega mælir Fararheill hundrað prósent með að heimsækja. Það eru kannski ekki svo margir sem gera sér far um … Continue reading »

Fín skíðasvæði nálægt Toronto og Montreal í Kanada

Fín skíðasvæði nálægt Toronto og Montreal í Kanada

Skíðaunnendum íslenskum hættir oft til þess þegar bóka skal næstu ferð í brekkurnar að líta um of til austurs. En með snarlækkandi fargjöldum til borga á borð við Toronto og Montreal opnast þar leiðir á fjandi fín skíðasvæði þar líka. Samkeppni er í fluginu til beggja ofangreindra borga þessi dægrin og eðli máls samkvæmt hafa … Continue reading »

Ferðaleit flott hugmynd en útfærslan hörmung

Ferðaleit flott hugmynd en útfærslan hörmung

Hugmyndin per se alveg frábær. Setja saman vefmiðil þar sem fólki gefst kostur á að sjá og bera saman kostnað við pakkaferðir innlendra ferðaskrifstofa á einni og sömu síðunni. Útfærslan hins vegar hörmung. Hér erum við að tala um nýjan íslenskan vef, ferðaleit.is, sem leitar uppi og safnar saman pakkaferðum hjá ferðaskrifstofunum og birtir á … Continue reading »

Þess vegna viltu greiða hótelið fyrirfram

Þess vegna viltu greiða hótelið fyrirfram

Þarna úti er enginn skortur á aðilum sem bjóða gistingu og auglýsa að ekki þurfi að greiða fyrr en komið er á hótelið eða jafnvel að dvöl lokinni. Það eru mistök að nýta sér slíkt. Sennilega er Booking.com það fyrirtæki sem mest auglýsir þennan möguleika. Eins og það sé eitthvað betra að greiða á staðnum … Continue reading »

Ein Harley-Davidson hátíð sem óhætt er að sækja

Ein Harley-Davidson hátíð sem óhætt er að sækja

Hvað gerist þegar harðkjarna Harley-Davidson mótorhjólagengi taka undir sig heilan smábæ heila helgi? Ekki það sem þú heldur 🙂 Nokkur fjöldi Íslendinga hefur eytt tíma í Daytona á Flórída þegar hin fræga Daytona Bike Week fer fram einu sinni á ári. Það sannarlega lífsreynsla en þá hópast saman í þessari 70 þúsund manna borg allt … Continue reading »

Stríð og friður í Mons í Belgíu

Stríð og friður í Mons í Belgíu

Hræðileg sjón mætir öllum þeim er rölta úti undir beru lofti í belgísku borginni Mons í byrjun september ár hvert. Fyrst heyrast drunur og skrölt úr fjarska sem ókunnugir átta sig ekki alveg á. Skömmu síðar skríða yfir sjóndeildarhringinn skriðdrekar og herbílar í massavís. Líklega tæki flest vitiborið fólk á rás án þess að hugsa … Continue reading »

Svona ef einhvern langar í vatnið með fimm metra löngum krókódíl

Svona ef einhvern langar í vatnið með fimm metra löngum krókódíl

Það hljómar vart spennandi fyrir þau okkar sem áhuga hafa að lifa aðeins lengur. En hinu megin hnattarins í Darwin í Ástralíu er raunverulega hægt að láta sig síga ofan í litla laug hvers eini íbúi er tæplega fimm metra langur krókódíll. Vitaskuld hangir sitthvað á spýtu hér því það ferðaþjónustufyrirtæki sem sendi ferðafólk beint … Continue reading »

Aukagjöld á ferðamenn í Amsterdam á döfinni

Aukagjöld á ferðamenn í Amsterdam á döfinni

Að okkar mati er hin hollenska Amsterdam ein af allra skemmtilegustu perlum Evrópu og er jafn skemmtileg og Barcelóna þegar best lætur. En nú ætla borgaryfirvöld að fara að heimta alvarlega seðla af ferðafólki. Það hafa engar kröfugöngur gegn ferðamönnum farið fram í Amsterdam svo við vitum af en þar með er ekki sagt að … Continue reading »