Jakobsvegurinn fyrir þreytta og þunna

Jakobsvegurinn fyrir þreytta og þunna

Allar götur síðan heilagur Jakob gekk sinn veg allan til Santiago de Compostela á Spáni á árum áður hefur það þótt vera afar móðins að feta hans fótspor og hefur undanfarin ár orðið sprenging í fjölda fólks sem lætur sig hafa að þramma þá leiðina þó löng og erfið sé. Með stórauknum fjölda fólks á … Continue reading »

Að Vera eða ekki að Vera

Að Vera eða ekki að Vera

Margir hafa ímugust á því fólki sem nýtur þess helst í sólríkum löndum að fetta sig öllum klæðum og spássera um í fæðingarfötunum. Þeir hinir sömu ættu að láta vera að aka strandlengju Almería á Spáni. Það fer ekki ýkja hátt en eitt merkilegasta nektarsvæði heims er að finna ekki svo ýkja langt frá vinsælum … Continue reading »

Svo er vatnið raunverulega drykkjarhæft á Kanaríeyjum?

Svo er vatnið raunverulega drykkjarhæft á Kanaríeyjum?

Ferðaþjónustuaðilar og vanir Kanarífarar blása á allar slíkar áhyggjur. Það er ekkert að vatninu á eyjunum. Drekktu áhyggjulaust eins og þú betur getur. Það mega markaðsmenn á Kanaríeyjum eiga að það hefur tekist framar vonum að sökkva öllum athugasemdum og áhyggjum ferðafólks af vatninu á eyjunum. Fáir, ef nokkrir, kvarta undan því þessi dægrin og … Continue reading »

Emirates að bjóða dúndurgóð tilboð frá Kaupmannahöfn

Emirates að bjóða dúndurgóð tilboð frá Kaupmannahöfn

Besta flugfélag heims, Emirates flugfélagið, er næstu vikurnar og reyndar alveg fram í apríl að bjóða sérdeilis fín kjör á flugi til margra tiltölulega framandi staða. Fyrir ævintýragjarna sem geta ekki hugsað sér að planta rassi eina mínútu á Benídorm eða Costa Adeje á Tenerife er margt vitlausara en kíkja á danska tilboðssíðu Emirates. Þar … Continue reading »

Sennilega magnaðasti golfvöllur Kanaríeyja

Sennilega magnaðasti golfvöllur Kanaríeyja

Það hefur varla farið fram hjá Kanaríunnendum að golf nýtur sívaxandi vinsælda þar suðurfrá enda frábær leið til að eyða tíma með skemmtilegu fólki og njóta smá heilsubótar svona sem mótvægi gegn því að sumbla út í eitt og slafra í sig á hræódýrum veitingahúsum daginn út og inn. Þó velflestir golfvellir á eyjunum séu sallafínir … Continue reading »

Rauðahafið verður Dauðahafið

Rauðahafið verður Dauðahafið

Ææææ. Ísraelar og Jórdanir eru nú að súpa seyðið af því að stela hverjum dropa af ferskvatni sem um ár á svæðinu flæðir. Fórnarlambið er hið einstaka Dauðahaf hvers vatnsborð hefur lækkað um 30 metra á 20 árum. Það er þó auðleysanlegt. Gestir við Dauðahafið fræga sem er saltasta vatn heims mega eiga von á … Continue reading »

Wow Air næstum bandarískur meistari í kvörtunum

Wow Air næstum bandarískur meistari í kvörtunum

Markaðsmaður ársins, Skúli Mogensen, getur nú farið að halda enn eitt partíið. Flugfélag hans, Wow Air, er annað versta erlenda flugfélag í Bandaríkjunum. Mogensen þykir móðins hjá fjölmiðlum á klakanum hvers fjölmiðlamenn bera óttablandna virðingu fyrir ríku fólki og því þarf hinn danskættaði aldrei að svara hörðum spurningum hérlendis. Hann þarf aðeins að brosa á … Continue reading »

Hvers vegna þú ættir aldrei að drekka bjór í sólskini

Hvers vegna þú ættir aldrei að drekka bjór í sólskini

Allt vel siglt fólk þekkir vandamálið. Ferski bjórinn sem þú varst að panta á þetta eðalfína borð á eðalfínum stað við göngugötuna í Alicante eru orðinn hundsúr og flatari en maður sem verður undir valtara á örskotsstundu. Slæmt að þú átt ekki vin sem er á kafi í bjórframleiðslu. Hann hefði getað sagt þér að … Continue reading »

Dásemdir Skotlands á 60 kílómetra hraða

Dásemdir Skotlands á 60 kílómetra hraða

Lestarferðalög heilla margan Íslendinginn eins og aðra og veit ritstjórn Fararheill til þess að nokkrir landar eru kolfallnir áhugamenn sem eyða megninu af sínum varasjóðum til að sjá lestir og ferðast með þeim um heim allan. Ein ferð sem þeir og efalítið margir fleiri gætu eflaust hugsað sér að taka er ferð um Skotland með … Continue reading »

Í mat hjá Antonio Banderas í Malaga

Í mat hjá Antonio Banderas í Malaga

Kvikmyndastjarnan Antonio Banderas gerir meira en leika í kvikmyndum. Hann er, ásamt fleirum, eigandi veitingahúsakeðjunnar La Poseda de Antonio sem finna má víða í Andalúsíu en flaggstaðurinn er í Avenida Juan Sebastian í Malaga. Banderas er héðan frá Malaga og er annar af tveimur heimsþekktum einstaklingum sem það eru. Hinn er ennþá þekktari og verður … Continue reading »

Ef þú bara vissir hvað Icelandair felldi niður margar flugferðir á síðasta ári

Ef þú bara vissir hvað Icelandair felldi niður margar flugferðir á síðasta ári

Um síðustu áramót fórum við hér fram á að fá uppgefið hjá Ísavía hversu oft íslensku flugfélögin hefðu aflýst flugferðum á árinu 2017. Eðli máls samkvæmt hjá ríkisfyrirtækinu voru þær upplýsingar leyndarmál enda virðist leynd ríkja yfir öllu sem Ísavía gerir. En alls óvænt fengum við hjálp úr ólíklegustu átt. Eins og við komum inn … Continue reading »

Indverskur veitingastaður sá besti í Bretlandi

Indverskur veitingastaður sá besti í Bretlandi

Það leikur enginn vafi á hvar ljúffengustu máltíðirnar í Bretlandi er að finna ef marka má sigurvegara National Restaurants Awards en sú keppni þykir orðið með þeim merkari í landinu. Nýlegur indverskur staður þótti þó mest bera af og staðir í London einoka efstu sætin. Eins og margir góðir staðir í London og Bretlandi lætur … Continue reading »