Sæmilegt tilboð Icelandair til München en hængur á

Sæmilegt tilboð Icelandair til München en hængur á

Hafi hugur einhvern tíma leitað til München í Þýskalandi en ekki færi á hingað til gæti tækifærið verið þetta haustið. Icelandair býður beint flug og gistingu í þrjár nætur í október og nóvember á tilboðsverði. En hængur er á. Tilboð Icelandair hljóðar upp á beint flug til þýsku borgarinnar á tilteknum dagsetningum í haust og … Continue reading »

Víetnam, Laos og Kambódía á gjafverði í haust

Víetnam, Laos og Kambódía á gjafverði í haust

Fjórtán dagar. Fjögur flott hótel. Allt flug og farangur og þrjú dásamleg lönd í einni runu. Allt fyrir rúmlega 250 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Hér um að ræða sérdeilis fína ferð fyrir forvitna sem þó kjósa að hafa fararstjóra til halds og trausts á ókunnum slóðum. Dvalið er í Hanoi í … Continue reading »

Fimmtán daga súpertúr um Víetnam fyrir klink og ingenting

Fimmtán daga súpertúr um Víetnam fyrir klink og ingenting

Ritstjórn Fararheill viðurkennir fúslega að það fýkur í okkur reglulega þegar við skoðum hvað þegnar annarra vestrænna landa geta ferðast villt og galið til nyrstu horna heimsins og það fyrir klink og ingenting. Íslendingar þekkja líklega ekkert til Dien Bien Phu í Víetnam en á þessum fallega stað vörpuðu Bandaríkjamenn hvað flestum sprengjum sínum á … Continue reading »
Hálf milljón í afslátt af lúxusferð til Máritíus

Hálf milljón í afslátt af lúxusferð til Máritíus

Ólíkt því sem gerist hérlendis þá fylgja breskar ferðaskrifstofur og flugfélög þeirri hefð verslana að henda í útsölur strax eftir jól eða áramót. Þar eins og í verslunum má finna sérdeilis frábær tilboð inn á milli. Eins og til dæmis afslátt upp á hálfa milljón. Það ekkert smáræði að fá hálfa milljón króna í afslátt … Continue reading »

SAS hundsar Íslendinga

SAS hundsar Íslendinga

Alveg sama hver á í hlut eða hvar. Það er lítið annað en dónaskapur og níðingsháttur að gera upp á milli fólks. Sem er nákvæmlega það sem flugfélagið SAS gerir þessa dagana. Skandinavíska flugfélagið heldur úti sérvefum fyrir öll Norðurlöndin en sá vefur þeirra sem ætlaður er Íslendingum er á ensku. Engin nenna til að … Continue reading »

Og svo var það ellefu nátta ferðin til Balí á 150 kallinn á kjaft

Og svo var það ellefu nátta ferðin til Balí á 150 kallinn á kjaft

Jamm, hún er dálítið lygileg þessi fyrirsögn ekki satt? Við erum jú vanari því að sjá ferðir til hinnar ljúfu Balí verðlagðar á vel yfir hálfa milljón króna per haus hér á Fróni. Þetta er staðreynd engu að síður gott fólk og aðeins þarf að eiga viðskipti við Dani en ekki Íslendinga til að finna … Continue reading »

Svona sparar þú 400 þúsund á góðri heimsókn til Suður Afríku

Svona sparar þú 400 þúsund á góðri heimsókn til Suður Afríku

Hvor þessara túra er meira heillandi? Þrettán daga túr um Höfðaborg og nágrenni með Úrval Útsýn í febrúar fyrir 975 þúsund krónur á hjón eða par. Eða sextán daga túr með erlendri ferðaskrifstofu í nóvember fyrir 578 þúsund krónur á hjón eða par? Já, þú last þetta rétt. Tvær svona þokkalega svipaðar ferðir á heillandi … Continue reading »

Meiri smekklegheit hjá Primera Air

Meiri smekklegheit hjá Primera Air

Þau voru ekki amaleg flugtilboð Primera Air föstudaginn svarta. Barcelóna, Alicante eða Malaga á tíu þúsund kall fram og aftur. Illu heilli giltu þau tilboð þó aðeins fyrir Dani og Svía. Engin slík tilboð fyrir Íslendinga. Snemma dags nýliðinn föstudag barst skeyti frá Primera Air þar sem vakin var athygli á sértilboðum flugfélagsins frá Danmörku … Continue reading »

Vikulöng Miðjarðarhafssigling með svölum fyrir 76 þúsund á mann!

Vikulöng Miðjarðarhafssigling með svölum fyrir 76 þúsund á mann!

Gott ef það er ekki í hinni helgu bók sem sagt er að þeir síðustu verði fyrstir. Það á sannarlega við um þá sem negla síðustu káeturnar í vetrarferðum bresku ferðaskrifstofunnar Cruise. Ferðaskrifstofa þessi sem sérhæfir sig í siglingum hvers kyns um heimsins höf hefur hent út allra-síðustu-sæti-tilboðum fyrir veturinn og þau tilboð æði safarík … Continue reading »

Lúxus í viku á Kos í Grikklandi fyrir 110 kallinn á kjaft

Lúxus í viku á Kos í Grikklandi fyrir 110 kallinn á kjaft

Jú, auðvitað geturðu plantað þínum rassi fyrir 80 þúsund krónur á sólstól á Mallorca eða Kanarí. En fyrir þá sem þykir það fyrir neðan hellur gæti vikudvöl á hinni hreint ágætu grísku eyju Kos breytt hefðbundinni haustferð í eitthvað dásamlegt. Ferðamiðillinn Secret Escapes er nú að selja ferðir frá Gatwick í Englandi í viku á … Continue reading »

Farvel lækkar duglega verð á vetrarferð til Balí

Farvel lækkar duglega verð á vetrarferð til Balí

Svo virðist sem enn einu sinni hafi ritstjórn hitt nagla á haus þegar við gagnrýndum afar hátt verð á safaríkri vetrarferð ferðaskrifstofunnar Farvel til Balí. Við sögðum ykkur frá þessari ferð í vor en þá auglýsti ferðaskrifstofan umrædda ferð töluvert í fjölmiðlum. Og hver vill ekki dúlla sér á Balí í næstum tvo mánuði yfir … Continue reading »

Krókaleiðir í afsláttinn hjá Úrval Útsýn

Krókaleiðir í afsláttinn hjá Úrval Útsýn

Sumarið 2016 er án nokkurs vafa það sumar sem okkur Íslendingum buðust hvað vænlegust kjör á sólarlandaferðum. Aldrei áður hafa jafn ódýrar ferðir boðist og þetta sumarið þó enn vanti aðeins upp á að við njótum sömu kjara og aðrar Evrópuþjóðir. Ekki er blaði flett né sjónvarp séð þessi dægrin án þess að sjá ferðaskrifstofurnar … Continue reading »

Sardinía á fjögur þúsund kall og fleira safaríkt

Sardinía á fjögur þúsund kall og fleira safaríkt

Leiða má líkur að því að þeir sem haldið hafa til Frakklands síðustu dægrin eigi rétt nóg fyrir salti í grautinn nú um stundir. Þið hin gætuð aldeilis nýtt ykkur fínustu sumartilboð flugfélagsins Norwegian næstu mánuðina. Hin „fræga“ sumarútsala lággjaldaflugfélagsins norska er hafin og við höfum fræga innan gæsalappa sökum þess að lengi vel geymdu … Continue reading »

Fínasti túr til Víetnam á brandaraprís

Fínasti túr til Víetnam á brandaraprís

Svo þig hefur lengi dreymt um góðan túr um hið fagra land Víetnam án þess að kosta of miklu til. Tækifærið gæti verið komið. Það þarf pínulítið sérstakt fólk til að kjósa hið fjarlæga Víetnam framyfir skottúr yfir til Kanarí þar sem sólin gerir alla sæta og fallega á vikutíma og bjórinn kostar evru. Nema … Continue reading »