Ferðaskrifstofan Nazar gefst upp á Íslendingum

Ferðaskrifstofan Nazar gefst upp á Íslendingum

Það var og. Ferðaskrifstofan Nazar sem boðið hefur upp á beinar ferðir til Tyrklands síðustu árin hefur gefist upp. Engar ferðir verða frá landinu á næsta ári. Nazar, í eigu ferðarisans TUI, er eina erlenda ferðaskrifstofan sem starfað hefur í landinu og bauð upp á nokkra nýja valkosti í beinu flugi héðan. Fyrirtækið fékk heilmikla … Continue reading »

Loks kemst nútíminn til Íslands :)

Loks kemst nútíminn til Íslands :)

Sannarlega fækkar þeim jafnt og þétt sem kaupa og eða lesa dagblöð hérlendis sem erlendis og líklega fleiri hér á landi sökum þess hve íslensk dagblöð eru hörmulega léleg. Þeir sem þó fletta þeim hafa eflaust tekið eftir að aldrei nokkurn tíma áður hafa ferðaskrifstofurnar auglýst jafn mikið eða jafn ódýrar ferðir. Við köllum þetta … Continue reading »

Bændaferðir besta ferðaskrifstofa landsins

Bændaferðir besta ferðaskrifstofa landsins

Ferðaskrifstofan Bændaferðir er besta ferðaskrifstofa landsins samkvæmt lesendum Fararheill. Gamanferðir taka silfrið en þessar tvær skjóta stóru ferðaskrifstofunum feitan ref fyrir rass. Landsins besta ferðaskrifstofa árið 2016 Fararheill hefur um fimm mánaða skeið veitt lesendum tækifæri til að velja þá ferðaskrifstofu sem best þykir á vef okkar. Þar hefur vakið sérstaka athygli að tæplega 70 … Continue reading »
Tilboð á tilboð ofan hjá ferðaskrifstofunum vekja spurningar

Tilboð á tilboð ofan hjá ferðaskrifstofunum vekja spurningar

Lengi vel hefur ritstjórn Fararheill bent lesendum sínum á hversu mikla fjármuni má spara á því að skipuleggja eigin ferðalög enda slíkt aldrei verið auðveldara. Ýmislegt bendir til að fólk sé almennt að vakna til lífsins um þetta. Ekki fyrr lýkur einu tilboði en annað tekur við. Skjáskot Í nútímaheimi eru ferðaskrifstofur barn síns tíma. … Continue reading »
Meistaradeildin: Gaman ferðir með góða forystu

Meistaradeildin: Gaman ferðir með góða forystu

Þegar ellefu hundruð sextíu og þrjú atkvæði hafa verið talin er ferðaskrifstofan Gaman ferðir enn í efsta sætinu í meistaradeild innlendra ferðaskrifstofa. Ýmislegt kemur á óvart eftir að fyrri hluta keppnistímabilsins er lokið. Víst eru Gaman-menn að standa sig vel og hafa komið sterkir inn á markaðinn þrátt fyrir aðeins fjögurra ára aldur. Ekki síður … Continue reading »

Wow Ferðir deyr drottni sínum

Wow Ferðir deyr drottni sínum

Ferðaskrifstofa Wow Air, Wow Ferðir, er formlega komin á haugana. Allar pakkaferðir flugfélagsins að frátaldri lokaferðinni í nóvember finnast nú eingöngu hjá Gaman ferðum. Það kemur ekki á óvart. Eigandi Wow Air, Skúli Mogensen, keypti helmingshlut í Gaman ferðum fyrir skömmu og vill auðvitað fá pening sinn til baka í feitum arðgreiðslum. Né heldur kemur … Continue reading »

Eitt örlítið tips á Gaman ferðir

Eitt örlítið tips á Gaman ferðir

Þjónustulund virðist vera deyjandi fyrirbrigði á klakanum. Þessu til sönnunar má sjá meðfylgjandi skjáskot af vef Gaman ferða þar sem þeir monta sig af því að nenna að vinna fjóra, fimm tíma á laugardegi til að aðstoða þig að finna réttu ferðina. Það liggur við að Fararheill fari að opna ferðaskrifstofu. Þó ekki til annars … Continue reading »

Landinn allur að koma til

Landinn allur að koma til

Lengi vel hefur ritstjórn Fararheill gagnrýnt það sjoppuúrval sem í boði er hjá stærri ferðaskrifstofum landsins og á stundum hlotið bágt fyrir. Við svo neikvæð er viðkvæðið. En við erum sennilega ekki þau einu sem vilja meiri breidd og úrval ferða. Það byggjum við á tvennu. Annars vegar að þeim fjölgar nánast daglega innlendum ferðaskrifstofum … Continue reading »

Er til of mikils mælst að fá örlitla fagmennsku?

Er til of mikils mælst að fá örlitla fagmennsku?

Vísir heitir fréttamiðill sem mjög reglulega birtir hinar bestu fréttir fyrir ferðaskrifstofur. Roksala og metsala virðist vera í hvert sinn sem blaðamaður hringir í ferðaskrifstofurnar og gildir einu hvenær það er. En aldrei nokkurn tímann er vitnað í neinn nema markaðsstjóra ferðaskrifstofanna sjálfra. Enn ein slík „fréttin“ birtist á Vísi í dag og nú er … Continue reading »

Svo þú vildir dæmi um íslenska verðlagningu á sólarlandaferðum

Svo þú vildir dæmi um íslenska verðlagningu á sólarlandaferðum

Af og til fáum við skeyti frá miður hófsömum einstaklingum. Viðkomandi eru ósáttir við að ritstjórn skuli sýknt og heilagt lýsa yfir frati á rammíslenskar ferðaskrifstofur. Fyrir að segja þær aftan úr fornöld og bera álagningu þeirra saman við mafíustarfsemi. Við erum sek um þetta allt nema að bera álagningu saman við mafíustarfsemi og gegnum … Continue reading »

Ferðalögin ekki nógu spennandi? Prófaðu þetta

Ferðalögin ekki nógu spennandi? Prófaðu þetta

Benídorm, Cinque Terre, Maspalomas eða Krít of leiðigjarnir áfangastaðir fyrir þig? Þú kýst meiri spennu, dýpri upplifun og jafnvel lífshættu inn á milli. Er Gaza meira málið? Kosovó? Serbía? Norður-Kórea? Þið eruð þá ekki ein um áhuga á slíkum ferðum. Það sem á ensku kallast war tourism, átakaferðir, nýtur merkilega mikilla vinsælda. Skemmst er að minnast … Continue reading »

Seint læra ferðaskrifstofurnar íslensku

Seint læra ferðaskrifstofurnar íslensku

Íslensku ferðaskrifstofurnar ætla seint að koma sér inn í nútímann. Enn eitt árið miðast flestöll auglýst verð í bæklingum þeirra og vefauglýsingum við tvo fullorðna og tvö börn. Nema þá sérstaklega að það henti þeim að miða við tvo fullorðna og eitt barn. Og auðvitað ekki í dýrari tilfellum þar sem best er að að … Continue reading »