Taktu með stígvél í þessa bókabúð í Feneyjum

Taktu með stígvél í þessa bókabúð í Feneyjum

Almennt er það ekki venjan að bókabúð geymi vörur sínar í hrúgum í baðkörum, smábátum eða plastbölum hvers konar. En ein bókabúð heims hefur fjandi góða ástæðu til að ganga þannig frá hlutunum. Bókabúðin Libreria Acqua Alta er ein af örfáum bókabúðum sem staðist hafa tímans tönn í gamla borgarhluta Feneyja. Öll þau fyrirtæki glíma … Continue reading »

Kostakaup erlendis gerast síst í miðborgum

Kostakaup erlendis gerast síst í miðborgum

Hægt og bítandi og án þess að vekja of mikla eftirtekt hefur verslunarmynstur víða í evrópskum borgum tekið nokkrum breytingum. Það er með tilkomu kínverskra afsláttarverslana og auðvitað verslunar á netinu. Ekkert nýtt að Kínverjar hvarvetna hafa um áratugaskeið verið duglegir að opna verslanir og veitingastaði í þeim erlendu löndum sem þeir setjast að í. … Continue reading »

Í Feneyjum, 60 þúsund króna sekt fyrir að setjast niður á almannafæri

Í Feneyjum, 60 þúsund króna sekt fyrir að setjast niður á almannafæri

Ólíkt reykvískum borgarstjóranum sem hefur það sem markmið að senda alla íbúa miðborgarinnar út í óbyggðir til að rýma fyrir erlendu ferðafólki er staðan aðeins öðruvísi í Feneyjum. Þar reynir borgarstjóri þeirrar borgar nú að fá samþykkt að eftirleiðis verði ferðafólk sektað fyrir að þann mikla glæp að setjast niður hist og her. Ók, kannski … Continue reading »

Langar þig í þína eigin eyju og það í mynni Feneyja?

Langar þig í þína eigin eyju og það í mynni Feneyja?

Allir sem heimsótt hafa Feneyjar vita að þar fer ekki þumlungur til spillis og fyrir löngu síðan orðið vonlaust að byggja þar og bæta til að koma til móts við síaukinn fjölda ferðamanna. Vonlaust vegna þess að nánast allur bærinn og lónið með er á heimsminjaskrá og breytingar óleyfilegar. Nú gefst hins vegar auðmönnum tækifæri … Continue reading »

Borgarstjóri Feneyja vill borgina á svartan lista

Borgarstjóri Feneyja vill borgina á svartan lista

Góðu heilli er viti borið fólk þarna úti. Viti borið fólk á borð við borgarstjóra Feneyja sem krefst þess að heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna setji borgina á svartan lista eigi síðar en í gær. Kannski of lítið of seint en betra er seint en aldrei. Feneyjar orðnar algjört djók með sína innantómu borg, massatúrisma 365 daga … Continue reading »

Skemmtilegustu hátíðir Evrópu

Skemmtilegustu hátíðir Evrópu

Viðurkenndu það bara! Allavega einu sinni á lífsleiðinni værir þú alveg til í að kasta af þér öllum fjötrum heimsins og djamma, djúsa og dansa fram í rauðan dauðann

Feneyjar senn af heimsminjaskrá nema menn girði sig í buxur

Feneyjar senn af heimsminjaskrá nema menn girði sig í buxur

Það þykja yfirleitt tíðindi þegar hinir og þessir staðirnir komast á eftirsótta heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Eðlilega enda fara þangað aðeins merkilegustu staðir jarðar og ferðamönnum fjölgar jafnan ört á þeim stöðum umfram aðra. En afar lítið fer fyrir fréttum af stöðum sem missa þennan stimpil. Staðreyndin er að það er ekkert gefið að komast á … Continue reading »

Ferðafólki meinað að fylgjast með Feneyjarkarnivalinu

Ferðafólki meinað að fylgjast með Feneyjarkarnivalinu

Þeir eru ekkert mikið að grínast í Feneyjum. Borgaryfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að fækka þeim mikla fjölda ferðamanna sem borgina sækja. En það er algjör nýjung að senda lögregluna til að vísa þúsundum frá viðburðum í borginni. Hið fræga og vinsæla Feneyjarkarnival er í fullum gangi þessi dægrin en karnivalið hefur löngum … Continue reading »

Dauðinn í Feneyjum

Dauðinn í Feneyjum

Það var ekki í fyrsta skipti og varla það síðasta heldur en fyrir nokkru síðan varð banaslys í Feneyjum sem ólíkt fyrri slysum þar virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Þýskur ferðalangur kramdist til bana í Stóraskurði, Canale Grande, þegar hann reyndi að bjarga þriggja ára dóttur sinni sem fallið hafði útbyrðis úr … Continue reading »