Útsölulok á sumarferðum easyJet

Útsölulok á sumarferðum easyJet

Alltaf yndislegt að komast á góðar útsölur. Ekki síst ef hægt er að komast af landi brott fyrir minna. Mun minna 🙂 EasyJet er nú að bjóða hræbilleg fargjöld á lokasumarútsölu sinni en þar aðeins um 240 þúsund sæti að ræða ef marka má yfirlýsingar flugfélagsins. Efist þú þarf ekki annað en kíkja á vef … Continue reading »

Til London er British Airways oftar að bjóða betur en Icelandair

Til London er British Airways oftar að bjóða betur en Icelandair

Stikkprufur Fararheill á fargjöldum til og frá London í sumar leiða í ljós að British Airways er oftast að bjóða lægri fargjöld en Icelandair. Í þremur tilvikum af fjórum alls reynist ódýrara að fljúga út og heim aftur með breska flugfélaginu en því íslenska. Þetta má glögglega sjá á meðfylgjandi töflu en leitað var samtímis … Continue reading »

Betri kjör Icelandair skila sér líklega ekki til viðskiptavina

Betri kjör Icelandair skila sér líklega ekki til viðskiptavina

Nú um áramótin mun Icelandair, öflugasta fyrirtæki landsins, skipta um olíufélag. N1 dettur út sem söluaðili og inn kemur Skeljungur. Slík skipti væru fíflaleg í meira lagi ef nýi samningurinn er ekki betri en sá gamli. Ekkert bendir þó til að viðskiptavinir Icelandair komi til með að njóta þess með neinum hætti. Við forvitnuðumst um … Continue reading »

Annað frábært við British Airways

Annað frábært við British Airways

Alltaf tilhlökkunarefni að fá alvöru þjónustu á klakann. Eins og til að mynda þá þjónustu flugfélaga að sýna áhugasömum á augabragði lægsta mögulega fargjald til hinna ýmsu áfangastaða. Fararheill gagnrýndi það lengi vel að hvorki Icelandair og Wow Air gáfu hugsanlegum viðskiptavinum sínum færi á að sjá í hvelli lægsta fargjald til áfangastaða flugfélaganna. En nei, … Continue reading »

Með Icelandair eða Wow Air til Montréal?

Með Icelandair eða Wow Air til Montréal?

Ferðaþyrstir ættu að vita að frá og með næsta vori kemst fólk í beinu flugi héðan til borgarinnar Montréal í Québec í Kanada og það með báðum íslensku flugfélögunum, Wow Air og Icelandair. En hvor er að bjóða betur? Þó langt sé í jómfrúarflug beggja aðila er þegar hægt að bóka flug fram og aftur … Continue reading »

Þess vegna er Delta djók

Þess vegna er Delta djók

Allra síðustu forvöð fyrir áhugasama að bóka flugmiða með Delta Airlines til New York áður en það flugfélag tekur sér frí frá Íslandi um hríð. Verst hvað miðinn er skrambi dýr. Sök sér að heimta feitan seðil fyrir flug á viðskiptafarrými eða lúxusfarrými enda hefð fyrir því og fyrirtæki þarna úti sem telja það réttlætanlegt. … Continue reading »

Airberlin býður að mestu betur en Wow Air til Berlínar með tösku

Airberlin býður að mestu betur en Wow Air til Berlínar með tösku

Ótrúlega margir innlendingar halda að aðeins eitt flugfélag bjóði flug héðan til Berlínar og það félag heiti Wow Air. Svo er ekki því Airberlin býður þann rúnt líka og samkvæmt úttekt Fararheill að mestu að bjóða betur þennan veturinn sé ein taska með í för. Þau fjölmörgu erlendu flugfélög sem hingað til lands fljúga reglulega … Continue reading »

Wow Air með vinninginn til Alicante í september og október

Wow Air með vinninginn til Alicante í september og október

Sé einhver þarna úti að velta fyrir sér með hvaða flugfélagi sé hagstæðast að komast til Alicante í september og október þarf sá hinn sami ekki að velkjast í vafa lengur. Báða mánuði er Wow Air að bjóða lægra verð en Primera Air. Fararheill kynnti sér verðlagningu á flugi aðra leiðina til Alicante næstu tvo … Continue reading »

Ráð að panta vetrarferðina til Orlando núna

Ráð að panta vetrarferðina til Orlando núna

Það vita allir sem skroppið hafa inn á bókunarvef Icelandair síðustu misserin að það er nánast heimsviðburður að finna fargjöld vestur um haf og til baka undir hundrað þúsund krónum. Verð yfirleitt töluvert hærra en það. Undarleg hagfræði það því þotueldsneyti, einn stærsti útgjaldaliður flugfélaga, hefur lækkað um helming á sama tíma án þess að … Continue reading »

Þegar lægsta verð er alls ekki lægsta verð

Þegar lægsta verð er alls ekki lægsta verð

Það er velþekkt trix í vefheimum að beita skærum litum hvers kyns til að beina athygli fólks að ákveðnum hlutum á vefsíðum. En það er stundum líka hægt að nota slíkt til að blekkja. Nú skal ósagt látið hvort Icelandair er að reyna að blekkja eða hvort um villu er að ræða en Fararheill er … Continue reading »

Dohop með smá salti

Dohop með smá salti

Þó flugleitarvél Dohop hafi nýverið hlotið verðlaun sem besta flugleitarvélin þetta árið er ekki þar með sagt að fyrirtækið finni lægstu fargjöldin öllum stundum. Fararheill hefur fjallað um þetta áður en þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin er sjálfsagt að minna á þetta fólki til hagsbóta og sparnaðar. Dohop er vissulega góð … Continue reading »

Allt voða eðlilegt við þetta hjá Icelandair

Allt voða eðlilegt við þetta hjá Icelandair

Myndir þú greiða tæplega 330 prósent hærra verð fyrir ívið lengra og leiðinlegra flug með millilendingu en að fljúga þráðbeint á áfangastað? Nei annars, við skulum umorða spurninguna. Myndir þú greiða rúmar 83 þúsund krónur fyrir óbeint flug aðra leiðina frá Keflavík til München í Þýskalandi? Það er í raun þessi spurning sem þú verður … Continue reading »

Allra leiða leitað hjá Wow Air

Allra leiða leitað hjá Wow Air

Flugfélag fólksins er ekki að vekja sérstaka athygli á töluverðum verðhækkunum flugfélagsins að undanförnu en ljóst er að nú er leitað allra leiða til að krækja í fleiri krónur hjá viðskiptavinum. Greint hefur verið frá þeirri ákvörðun Wow Air að takmarka enn frekar þann farangur sem fólk má ferðast með án þess að greiða aukalega … Continue reading »

Ýmislegt undarlegt við fullyrðingar Dohop

Ýmislegt undarlegt við fullyrðingar Dohop

Hmmmm. Flug- og ferðavefur hins íslenska Dohop hefur margt til síns ágætis. En flagð er oft undir fögru. Það er hörð baráttan um peninga ferðamanna þessa heims 0g í harðri samkeppni grípa sumir til vafasamra ráða. Eins og Dohop framsóknarmannsins Frosta Sigurjónssonar. Alltaf mínus fyrir vitiborið fólk að vera í Framsóknarflokknum. Þar eru jú skítaplebbar … Continue reading »